Umsagnir
Það er alltaf áhugavert að lesa umsagnir fjölmiðla um framgöngu leikmanna Liverpool. Staðarblaðið Daily Post gaf leikmönnum Liverpool þessar umsagnir eftir bikargrannaslaginn við Everton.
PEPE REINA: Hann átti enga möguleika í eina skiptið sem boltinn kom nærri honum. Hann hefur ekki haft neitt að gera í F.A bikarnum frá vítaspyrnukeppninni í úrslitaleiknum árið 2006. Einkunn: 7.
ALVARO ARBELOA: Hann átti þægilegt síðdegi í vörninni. Hann gerði einfalda hluti og leysti þá vel. Einkunn: 7.
ANDREA DOSSENA: Þeir sem halda upp á Andrea, ætli þeir séu ekki tveir, verða ánægðir að vita að hann spilaði eins og hann á að sér í endurkomu sinni í liðið. Hann átti traustan leik og átti nokkrar rispur upp vinstra megin sem lofuðu góðu. Einkunn: 7.
MARTIN SKRTEL: Passaði upp á Victor Anichebe fengi enga möguleika á að gera honum erfitt fyrir og var gríðarlega ákveðinn. Hann lætur vel finna fyrir sér og menn á Englandi eru enn að venjast honum. Einkunn: 8.
JAMIE CARRAGHER: Tók aftur stöðu sína í miðri vörninni og leysti hana eins og að drekka vatn. Frábær fótavinna fíflaði Leon Osman upp úr skónum. Einkunn: 8.
DIRK KUYT: Hann hefur átt erfitt með að ná sér á strik eftir góða byrjun á leiktíðinni. Hann þarf að bæta sig áður en lokaspretturinn á leiktíðinni hefst fyrir alvöru. Einkunn: 6.
JAVIER MASCHERANO: Barðist vel á miðjunni en hann skilaði boltanum ekki nógu vel frá sér. Hann var reyndar mjög nærri því að skora í fyrri hálfleik. Einkunn: 6.
STEVEN GERRARD: Var líklegt að vandræði hans utan vallar myndu bitna á framgöngu hans? Sýknaður af þeirri ákæru. Einkunn: 9.
XABI ALONSO: Hann var líkari sjálfum sér. Spilaði boltanum hraðar en orðrómur hefst á spjallborðum. Einkunn: 7.
RYAN BABEL: Stuðningsmenn Everton áttu von á því versta þegar hann komst í góða stöðu við Anfield Road endann en það var óþarfi að hafa áhyggjur. Skot hans fór í innkast. Einkunn: 7.
FERNANDO TORRES: Átti erfitt uppdráttar gegn Phil Jagielka en sendingin á Steven þegar hann skoraði var alger snilld. Hann lék líka snilldarlega á Jolean Lescott við hornfánann. Þetta sýnir hversu mikla ógn hann getur skapað. Einkunn: 7.
ALBERT RIERA, leysti Ryan Babel af á 75. mínútu: Gaf Everton aðeins meira um að hugsa en það átti hann líka að gera. Einkunn: 7.
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum