Jose Reina telur góða möguleika á Goodison
Bikarrimma Liverpool og Everton verður útkljáð á Goodison Park í næstu viku. Jose Reina telur góða möguleika á að Liverpool geti unnið þar. Hann segir þó að Everton sé sigurstranlegra liðið.
"Það getur enn allt gerst og við höfum trú á að komst áfram á heimavelli þeirra. Ég hugsa að þeir teljist nú sigurstranlegri því þeir leika núna á heimavelli sínum. En það þýðir líka að þeir verða að vera svolítið sókndjarfari en á sunnudaginn."
Í leikjunum tveimur fékk Jose bæði mörkin á sig eftir föst leikatriði. Everton skoraði eftir aukaspyrnu í fyrri leiknum og horn í þeim seinni. Jose gramdist það skiljanlega.
"Það var auðvitað gremjulegt að fá annað svona mark á sig og það er augljóst að við þurfum að bæta varnarleikinn í föstum leikatriðum. Við verðum að eintbeita okkur að þessu og sem betur fer höfum við margar æfingar til að laga þetta."
Rimma Liverpool og Everton verður, sem fyrr segir, útkljáð á Goodison Park. Hugsanlega gæti orðið að grípa til vítaspyrnukeppni og þá gæti Jose Reina komið sterkur inn!
-
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði mikilvægan sigur! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Léttur sigur! -
| Heimir Eyvindarson
Mætum við Henderson í Meistaradeildinni? -
| Heimir Eyvindarson
Bajcetic til Las Palmas -
| Heimir Eyvindarson
Nallo sló 27 ára gamalt met Michael Owen