Xabi að altarinu frekar en til Real
Tíminn milli leiktíða er ekki aðeins undirlagður félagaskiptum knattspyrnumanna heldur nýta þeir einnig tímann til að ganga að altarinu.
Albert Riera og Lucas hafa nú þegar gengið að eiga spúsur sínar síðan leiktíðin kláraðist og Alvaro Arbeloa mun feta í fótspor þeirra fljótlega. Nú hefur frést að spænski miðjumaðurinn Xabi Alonso sem hefur verið mikið í fréttunum sé einnig á leið að altarinu.
Hinn 27 ára Alonso mun ganga að eiga kærustu sína til langstíma, hina glæsilegu Nagore Aranburu næstkomandi laugardag. Athöfnin fer fram í hinu fallega Baskalandi. Xabi, sem fæddist í héraðinu Giquzkoa á Norður-Spáni, mun skuldbinda sig þar og mun afhöfnin hafa fjölskyldublæ yfir sér. 17 mánaða gamall sonur hjónaleysanna Jon mun leika stórt hlutverk, og líklegt er að brúðurin klæðist kjól sem vinkona þeirra saumar, baskneski tískuhönnuðurinn Isabel Zapardiez. Hún er þekkt fyrir fágaðan og hófsaman klassískan stíl, svo það er engin ástæða til að ætla að brúðurin verði eitthvað annað en glæsileg.
Á gestalistanum munu sjást einhverjir spænskir liðsfélagar hans, og mun hinn nýbakaði faðir Mikel Arteta vera með stærstu nöfnunum. Hann ákvað að ganga í raðir Everton eftir að fyrrum nágranni hans hafði sannfært um þær lystisemdir sem það að búa við bakka Mersey fæli í sér.
Heimildamaður sagði:"Xabi og Nagore eru elskulegt par og dást að hvort öðru. Þau sjást oft á göngu á Albert Dock með litla barnið og Nagore nær mjög vel saman við hinar eiginkonurnar og kærusturnar, sérstaklega þær spænsku. Hún talar frábæra ensku og er í hlutverki túlks þegar nýjar spænskar stúlkur tengjast klúbbnum."
Spænska Hello-tímaritið, Hola! er að vonum spennt fyrir sameiningu spænskra Posh og Becks. Þrátt fyrir það missir ákafi þeirra fyrir atburðinum örlítið marks í þýðingu. Samkvæmt frétt þeirra: "Þessi leikmaður Liverpool mun hætta skírlífi þann 11. júlí, þegar hann hættir að vera maður einhleypur."
-
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah ekki meiddur -
| Sf. Gutt
Farinn heim