Jafnglími!
Liverpool og Nottingham Forest skildu jöfn 1:1 í mikilli rimmu í Nottingham í kvöld. Liverpool er þar með ennþá sex stigum á undan Forest sem er sannarlega með í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.
Bæði lið gengu til leiks með sterkustu menn eftir að margir voru hvíldir úr röðum liðanna í bikarleikjum helgarinnar. Trent Alexander-Arnold og Dominik Szoboszlai voru einir í byrjunarliði Liverpool frá því um helgina.
Liverpool byrjaði leikinn af miklum krafti og sótti linnulaust. Það fór þó svo að heimamenn komust yfir í sinni fyrstu sókn. Boltinn gekk fram völlinn. Anthony Elanga fékk boltann fyrir framan miðjuna og sendi út til vinstri inn í vítateiginn. Hann hitti beint á Chris Woods sem skaut boltanum neðst út í hægra hornið. Alisson Becker átti enga möguleika. Átta mínútur búnar og Forest ekki komist í sókn fyrr en þarna.
Liverpool sótti svo linnulítið alveg til hálfleiks án þess að verða neitt ágengt. Vörn Forest var eins og ókleifur klettur. Markið eina dugði því sem forysta í hálfleik.
Það sama var uppi á teningnum eftir hlé. Liverpool sótti og heimamenn vörðust. Mohamed Salah fékk fyrsta þokkalega færi Liverpool á 59. mínútu. Hann fékk sendingu frá vinstri yfir á fjærstöng en skaut framhjá.
Á 66. mínútu komu Diogo Jota og Kostas Tsimikas inn sem varamenn fyrir Ibrahima Konaté og Andrew Robertson. Liverpool átti þá hornspyrnu frá hægri. Kostas tók hornið. Sending hans rataði beint á Diogo og hann skallaði í markið úr miðjum markteignum. Ótrúleg innkoma hjá þeim piltum. Fyrsta snerting beggja og mark. Þeir voru búnir að vera inni á vellinum í 21 sekúndu!
Liverpool herti nú tökin til muna. Sóknin varð kraftmeiri og þremur mínútum eftir markið komst Diogo inn í teig og átti fast skot en Matz Sels varði vel. Á 76. mínútu gerði Liverpool harða atlögu að marki Forest. Atgangurinn endaði með skoti Diogo en Matz varði enn. Fjórum mínútum seinna átti Dominik skot utan vítateigs sem Matz varði neðst í hægra horninu.
Hver sókn Liverpool eftir önnur buldi á vörn Forest. Tveimur mínútum fyrir leikslok fékk boltann í teignum. Hann náði skoti sem stefndi upp í vinstra hornið en Matz verði enn og aftur með því að slá boltann yfir. Eftir hornið fékk Mohamed boltann og skaut framhjá Matz en þá var bjargað á línu! Cody Gakpo átti svo skot í viðbótartíma sem Matz varði. Hann var frábær í markinu og bjargaði Forest frá tapi.
Í heild spilaði Liverpool vel og þá sérstaklega í síðari hálfleik. Markmaður heimamanna bjargaði sínu liði frá tapi. Svo einfalt var það. Eftir tvö jafntefli í röð í deildinni þarf Liverpool nauðsynlega að vinna næsta leik. Ef liðið spilar álíka vel og í kvöld á það að takast!
Mark Nottingham Forest: Chris Wood (8. mín.).
Gul spjöld: Morgan Gibbs-White, Ryan Yates,
Mark Liverpool: Diogo Jota (66. mín.).
Gult spjald: Luis Díaz.
Áhorfendur á City Ground: 30.249.
Maður leiksins: Dominik Szoboszlai. Ungverjinn var mjög öflugur á miðjunni. Það var mikill kraftur í honum. Gott að hann er kominn í stand eftir veikindin sem héldu honum frá.
Fróðleikur
- Diogo Jota skoraði í áttunda sinn á leiktíðinni.
- Hann skoraði með sinni fyrstu snertingu. Hann var þá búinn að vera 21 sekúndu inni á vellinum.
- Sama gilti um Kostas Tsimikas. Hann lagði upp mark með sinni fyrstu snertingu.
-
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah ekki meiddur -
| Sf. Gutt
Farinn heim -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið frá í haust -
| Heimir Eyvindarson
Er Arne Slot Bob Paisley 21.aldarinnar? -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin