| Heimir Eyvindarson
Liverpool í netkosningu opinberrar heimasíðu Liverpool. Flanagan fékk 41% atkvæða. Suso og Dani Pacheco komu næstir.
Nýliðin leiktíð líður Flanagan sjálfsagt aldrei úr minni, enda hefur hún verið í meira lagi viðburðarík, sérstaklega síðustu vikur hennar.
Þann 11. apríl lék hann óvænt sinn fyrsta leik í byrjunarliði Liverpool, gegn Manchester City, og hélt sæti sínu í liðinu út leiktíðina. Til skiptis hægri og vinstri bakvörður.
Framganga hans með aðalliðinu vakti vitanlega mikla athygli og hefur sjálfsagt haft áhrif á úrslit netkosningarinnar. Það breytir ekki þeirri staðreynd að Flanagan hefur spilað mjög vel fyrir varaliðið í allan vetur og er því vel að þessari nafnbót kominn.
,,Ég er alveg í skýjunum. Þetta er mikill heiður, sérstaklega fyrir heimastrák eins og mig. Leiktíðin hefur verið ótrúleg og stuðningsmennirnir hafa tekið mér frábærlega."
,,Ég vil sérstaklega þakka Frank McParland, Rodolfo Borrell og Pep Segura hjá akademíunni og einnig fyrrverandi þjálfara varaliðsins, John McMahon. Þeir hafa allir reynst mér frábærlega og það var mér mikill heiður að vera fastur maður í varaliðinu. Ekki minnkaði gleðin þegar Kenny Dalglish valdi mig í aðalliðið. Það var ekkert annað en stórkostlegt."
,,Ég veit ekki hvernig ég get þakkað Kenny Dalglish. Hann hefur sýnt mér mikið traust og það er bæði heiður og forréttindi að spila fyrir félagið undir hans stjórn. Ég vil einnig þakka Jamie Carragher sem hefur hjálpað mér rosalega mikið. Hann talar mig í gegnum alla leikina og er sífellt að segja mér til. Það er ómetanlegt."
TIL BAKA
John leikmaður ársins hjá varaliðinu

Nýliðin leiktíð líður Flanagan sjálfsagt aldrei úr minni, enda hefur hún verið í meira lagi viðburðarík, sérstaklega síðustu vikur hennar.
Þann 11. apríl lék hann óvænt sinn fyrsta leik í byrjunarliði Liverpool, gegn Manchester City, og hélt sæti sínu í liðinu út leiktíðina. Til skiptis hægri og vinstri bakvörður.
Framganga hans með aðalliðinu vakti vitanlega mikla athygli og hefur sjálfsagt haft áhrif á úrslit netkosningarinnar. Það breytir ekki þeirri staðreynd að Flanagan hefur spilað mjög vel fyrir varaliðið í allan vetur og er því vel að þessari nafnbót kominn.
,,Ég er alveg í skýjunum. Þetta er mikill heiður, sérstaklega fyrir heimastrák eins og mig. Leiktíðin hefur verið ótrúleg og stuðningsmennirnir hafa tekið mér frábærlega."
,,Ég vil sérstaklega þakka Frank McParland, Rodolfo Borrell og Pep Segura hjá akademíunni og einnig fyrrverandi þjálfara varaliðsins, John McMahon. Þeir hafa allir reynst mér frábærlega og það var mér mikill heiður að vera fastur maður í varaliðinu. Ekki minnkaði gleðin þegar Kenny Dalglish valdi mig í aðalliðið. Það var ekkert annað en stórkostlegt."
,,Ég veit ekki hvernig ég get þakkað Kenny Dalglish. Hann hefur sýnt mér mikið traust og það er bæði heiður og forréttindi að spila fyrir félagið undir hans stjórn. Ég vil einnig þakka Jamie Carragher sem hefur hjálpað mér rosalega mikið. Hann talar mig í gegnum alla leikina og er sífellt að segja mér til. Það er ómetanlegt."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan