| Sf. Gutt
Tilkynnt var í dag að ungliðinn Jon Flanagan hefði fengið framlengingu á samning sinn. Ekki virðist tíðkast hjá nýju stjórnendnum Liverpool að greina frá samningslengd en um er að ræða langtímasamning.
Jon Flanagan lék síðustu sjö leiki Liverpool núna í vor. Hann spilaði sem hægri bakvörður og stóð sig frábærlega. Það er enginn vafi á því að hann er einn efnilegasti leikmaður Liverpool um þessar mundir og gæti átt eftir að verða fastamaður í liðinu á næstu árum.
Kenny Dalglish hældi Jon þegar tilkynnt var um samninginn. ,,Flanno spilaði auðvitað fullt af leikjum. Hann var hvergi smeykur, sýndi rétta andann og lagði mikið af mörkum. Samningurinn hans er viðurkenning fyrir þá vinnu sem hann hefur lagt á sig."
Jon Flanagan er fjórði ungliðinn sem fær nýjan samning núna í sumar. Í gær var tilkynnt að varnarmaðurinn Andre Wisdom hefði fengið nýjan samning. Þessi sterki piltur þykir geysilegt efni og náði hann í tvígang að komast á varamannabekk aðalliðsins á síðustu sparktíð. Hann hefur verið fyrirliði undir 19 ára landsliðs Englands.
Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að markmaðurinn Tyrell Belford, Adam Morgan og Stephen Sama hefðu gert nýja samninga við Liverpool. Adam er þekktastur þessara pilta en hann skoraði grimmt fyrir unglingaliðið á síðasta keppnistímabili. Hann fékk atvinnumannasamning til sumars 2014. Vonandi eiga þessir eftir að láta til sín taka í rauðu treyjunni.
TIL BAKA
Framlengt við Jon Flanagan og fleiri

Jon Flanagan lék síðustu sjö leiki Liverpool núna í vor. Hann spilaði sem hægri bakvörður og stóð sig frábærlega. Það er enginn vafi á því að hann er einn efnilegasti leikmaður Liverpool um þessar mundir og gæti átt eftir að verða fastamaður í liðinu á næstu árum.
Kenny Dalglish hældi Jon þegar tilkynnt var um samninginn. ,,Flanno spilaði auðvitað fullt af leikjum. Hann var hvergi smeykur, sýndi rétta andann og lagði mikið af mörkum. Samningurinn hans er viðurkenning fyrir þá vinnu sem hann hefur lagt á sig."
Jon Flanagan er fjórði ungliðinn sem fær nýjan samning núna í sumar. Í gær var tilkynnt að varnarmaðurinn Andre Wisdom hefði fengið nýjan samning. Þessi sterki piltur þykir geysilegt efni og náði hann í tvígang að komast á varamannabekk aðalliðsins á síðustu sparktíð. Hann hefur verið fyrirliði undir 19 ára landsliðs Englands.
Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að markmaðurinn Tyrell Belford, Adam Morgan og Stephen Sama hefðu gert nýja samninga við Liverpool. Adam er þekktastur þessara pilta en hann skoraði grimmt fyrir unglingaliðið á síðasta keppnistímabili. Hann fékk atvinnumannasamning til sumars 2014. Vonandi eiga þessir eftir að láta til sín taka í rauðu treyjunni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan