| Sf. Gutt
Liverpool mætir Cardiff City í úrslitum Deildarbikarsins á sunnudaginn. Liverpool er sigurstranglegra liðið enda er Cardiff í næst efstu deild en Kenny Dalglish segist bera fulla virðingu fyrir liðinu.
Kenny segir mjög ánægjulegt fyrir Liverpool að komast í úrslitaleikinn en að það þurfi að hafa fyrir því að ná Deildarbikarnum í hús. Kenny hafði meðal annars þetta að segja á blaðamannafundi á Anfield í dag.
,,Þetta er mjög ánægjulegt fyrir alla sem tengjast þessu knattspyrnufélagi. En það er ekki hægt að ganga að neinu sem vísu og við skulum ekki ímynda okkur að þetta verði eitthvað auðvelt."
,,Við mætum til leiks gegn liði sem hefur afrekað alveg jafn mikið og við með því að komast í úrslitaleikinn. Við berum fulla virðingu fyrir þeim eins og öllum þeim sem við höfum spilað gegn. Það er rétt að við erum komnir í úrslitaleikinn en það er ekki eins og við þurfum ekki að hafa fyrir því að vinna hann. Í herbúðum Cardiff gera menn sér líka miklar vonir um að vinna leikinn. Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur en það er ákveðið afrek fyrir okkur að komast í leikinn. Nú erum við komnir í hann og við viljum auðvitað miklu frekar vinna en tapa!
Liverpool þykir af flestum sigurstranglegra liðið enda deild ofar en Cardiff City. Kenny var spurður á fundinum hvort því fylgdi aukin pressa, fyrir hans menn, að vera í sigurstranglegra liðinu.
,,Ekki endilega. Það er alltaf þannig að annað liðið er sigurstranglegra en maður fær bara það út úr leiknum sem maður leggur á sig. Cardiff hefur staðið sig frábærlega í að komst þangað. Ég hugsa að það sé ekkert óvænt að allir telji okkur sigurstranglegri en við þurfum að leggja Cardiff að velli þegar út í leikinn er komið."
TIL BAKA
Berum fulla virðingu fyrir Cardiff

Kenny segir mjög ánægjulegt fyrir Liverpool að komast í úrslitaleikinn en að það þurfi að hafa fyrir því að ná Deildarbikarnum í hús. Kenny hafði meðal annars þetta að segja á blaðamannafundi á Anfield í dag.
,,Þetta er mjög ánægjulegt fyrir alla sem tengjast þessu knattspyrnufélagi. En það er ekki hægt að ganga að neinu sem vísu og við skulum ekki ímynda okkur að þetta verði eitthvað auðvelt."
,,Við mætum til leiks gegn liði sem hefur afrekað alveg jafn mikið og við með því að komast í úrslitaleikinn. Við berum fulla virðingu fyrir þeim eins og öllum þeim sem við höfum spilað gegn. Það er rétt að við erum komnir í úrslitaleikinn en það er ekki eins og við þurfum ekki að hafa fyrir því að vinna hann. Í herbúðum Cardiff gera menn sér líka miklar vonir um að vinna leikinn. Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur en það er ákveðið afrek fyrir okkur að komast í leikinn. Nú erum við komnir í hann og við viljum auðvitað miklu frekar vinna en tapa!
Liverpool þykir af flestum sigurstranglegra liðið enda deild ofar en Cardiff City. Kenny var spurður á fundinum hvort því fylgdi aukin pressa, fyrir hans menn, að vera í sigurstranglegra liðinu.
,,Ekki endilega. Það er alltaf þannig að annað liðið er sigurstranglegra en maður fær bara það út úr leiknum sem maður leggur á sig. Cardiff hefur staðið sig frábærlega í að komst þangað. Ég hugsa að það sé ekkert óvænt að allir telji okkur sigurstranglegri en við þurfum að leggja Cardiff að velli þegar út í leikinn er komið."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan