| Sf. Gutt
TIL BAKA
Tökum bikarinn heim!
Liverpool hefur ekki unnið titil frá því árið 2006 þegar F.A. bikarinn og Samfélagsskjöldurinn unnust í Cardiff. Steven Gerrard fyrirliði Liverpool vill ná bikar heim á Anfield Road á nýjan leik. Það gefst loksins tækifæri á því á sunnudaginn þegar Liverpool mætir Cardiff City í úrslitaleiknum um Deildarbikarinn. Steven hafði meðal annars þetta að segja í viðtali við Liverpoolfc.tv.
,,Sex ár án titils er ekki nógu gott hjá þessu knattspyrnufélagi. Það er of langt frá síðasta titli og allir gera sér grein fyrir því. Það er kominn tími til að næla í bikar aftur."
,,Allir vita að félagið hefur gengið í gegnum erfiðleika en nú stefnir í rétta. Allir vilja fyrir alla muni færa félaginu velgengni á nýjan leik og við erum að leggja hart að okkur til að það takist."
,,Ég vona að þetta sé bara byrjunin fyrir okkur. Það væri heimskulegt að ná að vinna Carling bikarinn og slaka svo á. Þessi bikar er mikilvægur fyrir okkur en það eru aðrir stórtitlar sem við stefnum á. Ef satt skal segja þá held ég að það geti verið stökkpallur fyrir félagið að vinna þennan bikar. Sigur myndi færa okkur trú og sjálfstraust til að vinna fleiri titla."
,,Þetta gerðist þegar við unnum Deildarbikarinn árið 2001. Við unnum ,,Þrennuna" í kjölfarið. Það færði okkur sjálfstraust sem til þurfti að vinna fleiri titla. Það færist kraftur í alla og menn fá smjörþef af velgengni."
,,Ef við vinnum á sunnudaginn mun þessi leikmannahópur upplifa tilfinninguna sem fylgir því að ganga um leikvang þar sem fullt af stuðningsmönnum okkar er að ganga af göflunum. Stemmningin sem fylgir því virkar þannig á mann að maður vill vinna fleri titla."
Steven Gerrard tók við F.A. bikarnum og Samfélagsskildinum í Cardiff árið 2006. Vonandi fær hann tækifæri til að hefja Deildarbikarinn á loft á Wembley á sunnudaginn. Það er löngu kominn tími á að fyrirliði Liverpool fái bikar í hendurnar.
,,Sex ár án titils er ekki nógu gott hjá þessu knattspyrnufélagi. Það er of langt frá síðasta titli og allir gera sér grein fyrir því. Það er kominn tími til að næla í bikar aftur."
,,Allir vita að félagið hefur gengið í gegnum erfiðleika en nú stefnir í rétta. Allir vilja fyrir alla muni færa félaginu velgengni á nýjan leik og við erum að leggja hart að okkur til að það takist."
,,Ég vona að þetta sé bara byrjunin fyrir okkur. Það væri heimskulegt að ná að vinna Carling bikarinn og slaka svo á. Þessi bikar er mikilvægur fyrir okkur en það eru aðrir stórtitlar sem við stefnum á. Ef satt skal segja þá held ég að það geti verið stökkpallur fyrir félagið að vinna þennan bikar. Sigur myndi færa okkur trú og sjálfstraust til að vinna fleiri titla."
,,Þetta gerðist þegar við unnum Deildarbikarinn árið 2001. Við unnum ,,Þrennuna" í kjölfarið. Það færði okkur sjálfstraust sem til þurfti að vinna fleiri titla. Það færist kraftur í alla og menn fá smjörþef af velgengni."
,,Ef við vinnum á sunnudaginn mun þessi leikmannahópur upplifa tilfinninguna sem fylgir því að ganga um leikvang þar sem fullt af stuðningsmönnum okkar er að ganga af göflunum. Stemmningin sem fylgir því virkar þannig á mann að maður vill vinna fleri titla."
Steven Gerrard tók við F.A. bikarnum og Samfélagsskildinum í Cardiff árið 2006. Vonandi fær hann tækifæri til að hefja Deildarbikarinn á loft á Wembley á sunnudaginn. Það er löngu kominn tími á að fyrirliði Liverpool fái bikar í hendurnar.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan