| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Kenny getur komist í sögubækurnar
Ef Liverpool nær að landa Deildabikarnum á sunnudaginn verður Kenny Dalglish sjöundi framkvæmdastjórinn í sögu ensku knattspyrnunnar til þess að sigra deild, bikar og deildabikar.
Þótt ótrúlegt megi virðast þá á Kenny Dalglish enn eftir að bæta Deildabikarnum í safn titla sem hann hefur unnið sem framkvæmdastjóri Liverpool.
Hann var ekki lengi að landa hinum tveimur bikurunum, en á sínu fyrsta ári sem framkvæmdastjóri félagsins vann liðið bæði deild og FA bikar. Það var árið 1986. Jafnvel þótt Liverpool hefði verið á mikilli siglingu út níunda áratuginn, undir stjórn Dalglish, lét Deildabikarinn á sér standa.
Nú, 26 árum síðar, gefst Dalglish tækifæri á að bæta honum í glæsilegt safn sitt og komast þar með í hóp með Joe Mercer, Bill Nicholson, Don Revie, George Graham, Alex Ferguson og Jose Mourinho, sem eiga það sameiginlegt að hafa landað öllum innanlandsdollunum þremur.
,,Ég er nú ekki að spá mikið í þetta", segir Dalglish í viðtali við Guardian í gær. ,,Þetta skiptir mig í sjálfu sér engu máli. Félagið skiptir öllu. Við hugsum ekki á þessum nótum hjá Liverpool. Hér er enginn stærri en félagið og einhverjir áfangar sem einstaka menn kunna að ná eru aukaatriði. Félagið er alltaf í fyrsta sæti. En við gleðjumst auðvitað ef einhver okkar nær merkilegum áfanga, þótt það sé aldrei aðalatriðið."
Úrslitaleikurinn á sunnudag verður 32. heimsókn Liverpool á þjóðarleikvanginn og um leið 21. heimsókn King Kenny, ýmist í hlutverki leikmanns eða framkvæmdastjóra. Eða hvorttveggja.
Fyrsti leikur Dalglish í Liverpool búningi var á Wembley, í úrslitaleik um Góðgerðarskjöldinn. Ári síðar skoraði hann sigurmark Liverpool í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða. Á sínu fyrsta tímabili sem stjóri kom hann á Wembley og landaði tvennunni eftirsóttu með sigri á erkifjendunum í Everton. Árið 1989, nokkrum vikum eftir Hillsborough harmleikinn, lutu Everton síðan aftur í gras á Wembley í úrslitaleik FA bikarkeppninnar. En hver skyldi þá vera besta minning Dalglish frá Wembley?
,,Ég verð að nefna úrslitaleikinn 1989 því hann hafði svo gríðarlega mikla þýðingu fyrir stuðningsmenn félagsins, eftir allt sem á undan var gengið. Wembley er einstakur staður og þangað er gaman að koma. Við komum þangað reglulega áður fyrr og við viljum endilega gera heimsóknir okkar þangað að reglulegum viðburði. Við viljum eiga sjéns í fleiri titla, við höfum því miður ekki tekið þátt í baráttu um marga titla á síðari árum, en vonandi náum við að breyta því."
,,Knattspyrnufélag er auðvitað annað og meira en titlarnir sem það hampar, en hver bikar sem kemst í hús gerir félagið vissulega stærra. Við unnum marga titla á gullárunum og héldum nafni félagsins vel á lofti. Einhver lýsti Liverpool einu sinni þannig að liðið væri einstaklega góður sigurvegari. Það finnst mér eitt mesta hrós sem hægt er að gefa félagi. Það er nefnilega ekki sama hvernig maður höndlar velgengnina. Ég tel að okkur hafi á sínum tíma tekist að gera það án þess að sýna af okkur yfirlæti eða vanvirðingu við aðra. Það er mikilvægur kostur."
,,Allir hjá félaginu vilja koma því aftur á sigurbraut. Við erum komnir í úrslit Deildabikarsins, í 8 liða úrslit í FA bikarnum og erum enn í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Þegar upp er staðið gæti þetta alveg orðið gott tímabil hjá okkur."
Þótt ótrúlegt megi virðast þá á Kenny Dalglish enn eftir að bæta Deildabikarnum í safn titla sem hann hefur unnið sem framkvæmdastjóri Liverpool.
Hann var ekki lengi að landa hinum tveimur bikurunum, en á sínu fyrsta ári sem framkvæmdastjóri félagsins vann liðið bæði deild og FA bikar. Það var árið 1986. Jafnvel þótt Liverpool hefði verið á mikilli siglingu út níunda áratuginn, undir stjórn Dalglish, lét Deildabikarinn á sér standa.
Nú, 26 árum síðar, gefst Dalglish tækifæri á að bæta honum í glæsilegt safn sitt og komast þar með í hóp með Joe Mercer, Bill Nicholson, Don Revie, George Graham, Alex Ferguson og Jose Mourinho, sem eiga það sameiginlegt að hafa landað öllum innanlandsdollunum þremur.
,,Ég er nú ekki að spá mikið í þetta", segir Dalglish í viðtali við Guardian í gær. ,,Þetta skiptir mig í sjálfu sér engu máli. Félagið skiptir öllu. Við hugsum ekki á þessum nótum hjá Liverpool. Hér er enginn stærri en félagið og einhverjir áfangar sem einstaka menn kunna að ná eru aukaatriði. Félagið er alltaf í fyrsta sæti. En við gleðjumst auðvitað ef einhver okkar nær merkilegum áfanga, þótt það sé aldrei aðalatriðið."
Úrslitaleikurinn á sunnudag verður 32. heimsókn Liverpool á þjóðarleikvanginn og um leið 21. heimsókn King Kenny, ýmist í hlutverki leikmanns eða framkvæmdastjóra. Eða hvorttveggja.
Fyrsti leikur Dalglish í Liverpool búningi var á Wembley, í úrslitaleik um Góðgerðarskjöldinn. Ári síðar skoraði hann sigurmark Liverpool í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða. Á sínu fyrsta tímabili sem stjóri kom hann á Wembley og landaði tvennunni eftirsóttu með sigri á erkifjendunum í Everton. Árið 1989, nokkrum vikum eftir Hillsborough harmleikinn, lutu Everton síðan aftur í gras á Wembley í úrslitaleik FA bikarkeppninnar. En hver skyldi þá vera besta minning Dalglish frá Wembley?
,,Ég verð að nefna úrslitaleikinn 1989 því hann hafði svo gríðarlega mikla þýðingu fyrir stuðningsmenn félagsins, eftir allt sem á undan var gengið. Wembley er einstakur staður og þangað er gaman að koma. Við komum þangað reglulega áður fyrr og við viljum endilega gera heimsóknir okkar þangað að reglulegum viðburði. Við viljum eiga sjéns í fleiri titla, við höfum því miður ekki tekið þátt í baráttu um marga titla á síðari árum, en vonandi náum við að breyta því."
,,Knattspyrnufélag er auðvitað annað og meira en titlarnir sem það hampar, en hver bikar sem kemst í hús gerir félagið vissulega stærra. Við unnum marga titla á gullárunum og héldum nafni félagsins vel á lofti. Einhver lýsti Liverpool einu sinni þannig að liðið væri einstaklega góður sigurvegari. Það finnst mér eitt mesta hrós sem hægt er að gefa félagi. Það er nefnilega ekki sama hvernig maður höndlar velgengnina. Ég tel að okkur hafi á sínum tíma tekist að gera það án þess að sýna af okkur yfirlæti eða vanvirðingu við aðra. Það er mikilvægur kostur."
,,Allir hjá félaginu vilja koma því aftur á sigurbraut. Við erum komnir í úrslit Deildabikarsins, í 8 liða úrslit í FA bikarnum og erum enn í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Þegar upp er staðið gæti þetta alveg orðið gott tímabil hjá okkur."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan