| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Besti dagur ferilsins
Jose Enrique vann sinn fyrsta titil sem leikmaður þegar Liverpool tryggði sér Deildarbikarmeistaratitilinn gegn Cardiff.
Hann segir að sigurinn sé besta stund hans á ferlinum sem leikmaður. Enrique kom til félagsins í sumar frá Newcastle og var hann í skýjunum eftir leik með sigurmedalíuna um hálsinn.
Enrique sagði í viðtali: ,,Ég hef aldrei fundið þessa tilfinningu áður. Það er ótrúlegt að vinna þennan bikar."
,,Þegar Cardiff skoruðu sitt annað mark verð ég að segja að ég hélt að við myndum tapa leiknum, þetta er því ótrúleg tilfinning - ég get ekki útskýrt hvernig mér líður."
Þeir Stewart Downing, Glen Johnson og Dirk Kuyt skoruðu úr sínum spyrnum í vítakeppninni og það dugði til að tryggja sigurinn.
Enrique er ekki hræddur við að viðurkenna að hann var ánægður með að þurfa ekki að taka víti.
,,Ef ég hefði þurft að taka víti, hefði ég að sjálfsögðu gert það - en ef ég á að vera hreinskilinn þá vildi ég það ekki vegna þess að það er ekki mín sterkasta hlið !"
Vinstri bakvörðurinn hrósaði stuðningsmönnunum í hástert.
,,Eins og venjulega voru þeir ótrúlegir - það kemur í raun ekkert á óvart," sagði hann. ,,Sigurinn er fyrir þá líka. Þeir njóta þess eins og við og kannski aðeins meira. Þetta er frábært en núna þurfum við að horfa til deildarinnar og FA Bikarsins líka."
,,Ég mun fagna þessu með fjölskyldu og vinum og ég er virkilega, virkilega, virkilega ánægður."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan