| Sf. Gutt
TIL BAKA
Kenny er búinn að velja liðið!
Kenny Dalglish er búinn að velja þá menn sem eiga að fást við Stoke City á Anfield Road núna á eftir. Sem fyrr í bikarkeppnunum á þessari leiktíð sendir Kenny sterkt lið til leiks. Þetta eru mennirnir sem hann valdi áðan.
Liverpool: Liverpool: Jose Reina, Martin Kelly, Jose Enrique, Jamie Carragher, Martin Skrtel, Jay Spearing, Steven Gerrard, Maxi Rodriguez, Stewart Downing, Andy Carroll og Luis Suarez. Varamenn: Alexander Doni, Sebastian Coates, Dirk Kuyt, Charlie Adam, Jordan Henderson, Jon Flanagan og Jonjo Shelvey.
Liverpool lék sinn besta leik á leiktíðinni á móti Everton um miðja vikuna og vann 3:0. Kenny hefur því ekki þótt ástæða til að breyta liðinu mikið og hann gerir aðeins eina breytingu en sú er nokkuð óvænt. Maxi Rodriguez kemur inn í liðið í stað Jordan Henderson sem fer á varamannabekkinn. Maxi hefur ekkert leikið síðustu vikurnar en hann fær þarna tækifæri til að sýna sig.
Leikurinn er eins og allir vita í átta liða úrslitum í F.A. bikarnum og liðið sem hefur betur kemst í undanúrslit sem fara fram á Wembley. Í dag eru þrjár vikur upp á dag frá því Liverpool vann Deildarbikarinn á Wembley og vonandi tryggja Rauðliðar sér aðra ferð þangað á eftir!
Liverpool: Liverpool: Jose Reina, Martin Kelly, Jose Enrique, Jamie Carragher, Martin Skrtel, Jay Spearing, Steven Gerrard, Maxi Rodriguez, Stewart Downing, Andy Carroll og Luis Suarez. Varamenn: Alexander Doni, Sebastian Coates, Dirk Kuyt, Charlie Adam, Jordan Henderson, Jon Flanagan og Jonjo Shelvey.
Liverpool lék sinn besta leik á leiktíðinni á móti Everton um miðja vikuna og vann 3:0. Kenny hefur því ekki þótt ástæða til að breyta liðinu mikið og hann gerir aðeins eina breytingu en sú er nokkuð óvænt. Maxi Rodriguez kemur inn í liðið í stað Jordan Henderson sem fer á varamannabekkinn. Maxi hefur ekkert leikið síðustu vikurnar en hann fær þarna tækifæri til að sýna sig.
Leikurinn er eins og allir vita í átta liða úrslitum í F.A. bikarnum og liðið sem hefur betur kemst í undanúrslit sem fara fram á Wembley. Í dag eru þrjár vikur upp á dag frá því Liverpool vann Deildarbikarinn á Wembley og vonandi tryggja Rauðliðar sér aðra ferð þangað á eftir!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan