| Sf. Gutt
TIL BAKA
Liverpool komst í undanúrslit!
Liverpool er komið í undanúrslit í F.A. bikarnum eftir að hafa lagt Stoke City að velli. Liverpool vann 2:1 baráttusigur á Anfield Road núna síðdegis. Önnur ferð Liverpool á Wembley var bókuð nákvæmlega þremur vikum eftir að liðið fagnaði þar sigri í Deildarbikarnum!
Það var ekki nein ástæða til að breyta liðinu mikið eftir frábæran leik og sigur á Everton en Kenny Dalglish setti samt Maxi Rodriguez óvænt í byrjunarliðið. Jordan Henderson vék fyrir Argentínumanninum.
Fyrir leik var Fabrice Muamba, leikmanni Bolton sem nú berst fyrir lífi sínu eftir hjartaáfall, sýndur stuðningur með lófataki áhorfenda. Knattspyrnan skiptir litlu þegar svona áföll eru annars vegar en hún heldur samt að sjálfsögðu áfram.
Maxi átti fyrsta færið þegar hann skallaði aftur fyrir sig eftir aukaspyrnu Steven Gerrard en boltinn fór rétt yfir fjærhornið. Mikil barátta var úti um allan völl og gestirnir, sem fóru alla leið í úrslitaleikinn í F.A. bikarnum í fyrra, höfðu greinilega hug að því að komst þangað aftur. Liverpool gekk ekki eins vel að láta boltann ganga og á móti Everton en það er svo sem ekkert nýtt að spil Liverpool gangi ekki vel á móti Stoke!
En Liverpool braut ísinn á 23. mínútu. Luis Suarez fékk boltann á miðjum vallarhelmingi Stoke, lék eldsnöggan þríhyrning við Maxi og skoraði svo með hnitmiðuðu skoti rétt við vítateiginn út við stöng hægra megin. Stórvel gert hjá Luis og Thomas Sorensen átti ekki möguleika í markinu.
Stoke upphóf mikil læti strax eftir markið og setti mikla pressu á mark Liverpool. Þrjár hornspyrnur komu í röð og sú þriðja gaf mark. Reyndar hefði sú hornspyrna aldrei átt að eiga sér stað því boltinn fór af leikmanni Stoke og aftur fyrir. En Matthew Etherington tók hornið frá hægri og hitti beint á höfuðið á óvölduðum Peter Crouch og risinn hitti beint í mark eins og hann gerði svo oft á þessum velli í rauðu treyjunni. Jose Reina var hindraður að honum fannst en hann hefði átt að losa sig frá þeim leikmanni sem stóð fyrir honum. Jose var bókaður fyrir mótmæli sem snerust um að hornið hefði aldrei átt að vera dæmt og meinta hindrun. Forysta Liverpool dugði því aðeins í þrjár mínútur.
Leikmenn Liverpool voru slegnir út af laginu við markið og á 33. mínútu náði Stoke eldsnöggri skyndisókn. Dean Whitehead sendi fram á Jonathan Walters sem komst inn í vítateig en skot hans hitti sem betur fer ekki á markið. Eftir þetta var tíðindalítið fram að leikhléi en ekkert vantaði upp á baráttuna.
Liverpool hóf síðari hálfleik af krafti og Thomas varði skot frá Steven strax í fyrstu sókn. Liverpool náði nú yfirhöndinni smá saman og á 53. mínútu skallaði Luis með því að sneiða boltann aftur fyrir sig eftir aukaspyrnu Stewart frá vinstri en boltinn fór rétt framhjá fjærstönginni.
Liverpool komst svo verðskuldað yfir á 57. mínútu. Stewart Downing fékk boltann utan vítateigs hægra megin. Hann sendi í átt að Steven en hann virtist ekki viðbúinn og boltinn hrökk af hæl hans aftur til Stewart sem hirti boltann, lék leiftursnöggt framhjá tveimur varnarmönnum og þrumaði svo í markið rétt innan vítateigs.
Magnað mark hjá Stewart sem færði honum greinilega mikla gleði enda hefur hann verði gagnrýndur oft og mikið á leiktíðinni. Reyndar fögnuðu allir sem fylgdu Rauðliðum en líklega engin meir en Stewart.
Liverpool réði nú gangi mála eftir markið og gestirnir komust vart í færi sem heitið gat. Á 67. mínútu átti Luis snöggt skot af löngu færi sem Thomas varð að taka á við að verja. Jay Spearing, sem var magnaður á miðjunni átti gott skot þegar tíu mínútur voru eftir en það fór framhjá. Tveimur mínútum seinna braust Martin Kelly inn á vítateig en Ryan Shawcross komst fyrir og sparkaði reyndar í Martin í leiðinni. Martin varð að fara af velli áður en yfir lauk vegna meiðsla sem hann fékk þarna. Luis haltraði líka af velli eftir að Robert Huth hafði traðkað á honum. Var það með ólíkindum hjá Þjóðverjanum.
Stoke gerði nokkrar atlögur á allra síðustu mínútunum en vörn Liverpool stóðst öll áhlaup og Rauðliðar fögnuðu innilega í leikslok þegar ljóst varð að sæti í undanúrslitum F.A. bikarsins var í höfn. Annað ferðlag á Wembley bíður og það er virkilegt tilhlökkunarefni!
Liverpool: Reina, Kelly (Coates 89. mín.), Carragher, Skrtel, Enrique, Rodriguez (Kuyt 61. mín.), Gerrard, Spearing, Downing, Suarez (Henderson 89. mín.) og Carroll. Ónotaðir varamenn: Doni, Adam, Flanagan og Shelvey.
Mörk Liverpool: Luis Suarez (23. mín.) og Stewart Downing (57. mín.).
Gul spjöld: Martin Kelly og Jose Reina.
Stoke City: Sorensen, Wilkinson, Huth, Shawcross, Wilson, Shotton (Pennant 61. mín.), Whitehead (Delap 74. mín.), Whelan, Etherington (Jerome 72. mín.), Walters og Crouch. Ónotaðir varamenn: Nash, Jones, Upson og Palacios.
Mark Stoke: Peter Crouch (26. mín.).
Gul spjöld: Glen Whelan, Andy Wilkinson, Ryan Shawcross og Marc Wilson.
Áhorfendur á Anfield Road: 43.962.
Maður leiksins: Stewart Downing. Stewart var duglegur í leiknum og reyndi sitt besta á kantinum. Hann náði nokkrum góðum sprettum en eins og svo oft áður sýndi hann kannski ekki sitt besta en núna skoraði hann sigurmark sem kom Liverpool í undanúrslit F.A. bikarsins. Fyrir það á hann hrós skilið og það mikið.
Kenny Dalglish: Við lékum stórvel að mörgu leyti. Okkur hefur þó oft gengið betur að spila boltanum en barátta okkar var til mikillar fyrirmyndar. Fólk gat vel séð hversu mjög leikmennirnir þráðu að komast áfram.
Fróðleikur.
- Liverpool tryggði sér sæti í undanúrslitum í F.A. bikarnum í 23. sinn.
- Svo langt hefur Liverpool ekki komist í keppninni frá því liðið vann hana síðast 2006.
- Luis Suarez skoraði ellefta mark sitt á leiktíðinni.
- Stewart Downing skoraði í annað sinn.
- Peter Crouch skoraði gegn Liverpool í fyrsta sinn frá því hann fór frá Liverpool.
- Liverpool vann Stoke 1:2 á útivelli í Deildarbikarnum í haust. Aftur vann Liverpool 2:1 og nú á heimavelli.
- Luis Suarez skoraði bæði mörkin í Deildarbikarsigrinum og svo eitt í þessum leik sem gera þrjú af þessum fjórum.
- Að auki skoraði Luis gegn Stoke í sínum fyrsta leik með Liverpool og hefur því skorað fjögur á móti liðinu.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Telegraph.
Það var ekki nein ástæða til að breyta liðinu mikið eftir frábæran leik og sigur á Everton en Kenny Dalglish setti samt Maxi Rodriguez óvænt í byrjunarliðið. Jordan Henderson vék fyrir Argentínumanninum.
Fyrir leik var Fabrice Muamba, leikmanni Bolton sem nú berst fyrir lífi sínu eftir hjartaáfall, sýndur stuðningur með lófataki áhorfenda. Knattspyrnan skiptir litlu þegar svona áföll eru annars vegar en hún heldur samt að sjálfsögðu áfram.
Maxi átti fyrsta færið þegar hann skallaði aftur fyrir sig eftir aukaspyrnu Steven Gerrard en boltinn fór rétt yfir fjærhornið. Mikil barátta var úti um allan völl og gestirnir, sem fóru alla leið í úrslitaleikinn í F.A. bikarnum í fyrra, höfðu greinilega hug að því að komst þangað aftur. Liverpool gekk ekki eins vel að láta boltann ganga og á móti Everton en það er svo sem ekkert nýtt að spil Liverpool gangi ekki vel á móti Stoke!
En Liverpool braut ísinn á 23. mínútu. Luis Suarez fékk boltann á miðjum vallarhelmingi Stoke, lék eldsnöggan þríhyrning við Maxi og skoraði svo með hnitmiðuðu skoti rétt við vítateiginn út við stöng hægra megin. Stórvel gert hjá Luis og Thomas Sorensen átti ekki möguleika í markinu.
Stoke upphóf mikil læti strax eftir markið og setti mikla pressu á mark Liverpool. Þrjár hornspyrnur komu í röð og sú þriðja gaf mark. Reyndar hefði sú hornspyrna aldrei átt að eiga sér stað því boltinn fór af leikmanni Stoke og aftur fyrir. En Matthew Etherington tók hornið frá hægri og hitti beint á höfuðið á óvölduðum Peter Crouch og risinn hitti beint í mark eins og hann gerði svo oft á þessum velli í rauðu treyjunni. Jose Reina var hindraður að honum fannst en hann hefði átt að losa sig frá þeim leikmanni sem stóð fyrir honum. Jose var bókaður fyrir mótmæli sem snerust um að hornið hefði aldrei átt að vera dæmt og meinta hindrun. Forysta Liverpool dugði því aðeins í þrjár mínútur.
Leikmenn Liverpool voru slegnir út af laginu við markið og á 33. mínútu náði Stoke eldsnöggri skyndisókn. Dean Whitehead sendi fram á Jonathan Walters sem komst inn í vítateig en skot hans hitti sem betur fer ekki á markið. Eftir þetta var tíðindalítið fram að leikhléi en ekkert vantaði upp á baráttuna.
Liverpool hóf síðari hálfleik af krafti og Thomas varði skot frá Steven strax í fyrstu sókn. Liverpool náði nú yfirhöndinni smá saman og á 53. mínútu skallaði Luis með því að sneiða boltann aftur fyrir sig eftir aukaspyrnu Stewart frá vinstri en boltinn fór rétt framhjá fjærstönginni.
Liverpool komst svo verðskuldað yfir á 57. mínútu. Stewart Downing fékk boltann utan vítateigs hægra megin. Hann sendi í átt að Steven en hann virtist ekki viðbúinn og boltinn hrökk af hæl hans aftur til Stewart sem hirti boltann, lék leiftursnöggt framhjá tveimur varnarmönnum og þrumaði svo í markið rétt innan vítateigs.
Magnað mark hjá Stewart sem færði honum greinilega mikla gleði enda hefur hann verði gagnrýndur oft og mikið á leiktíðinni. Reyndar fögnuðu allir sem fylgdu Rauðliðum en líklega engin meir en Stewart.
Liverpool réði nú gangi mála eftir markið og gestirnir komust vart í færi sem heitið gat. Á 67. mínútu átti Luis snöggt skot af löngu færi sem Thomas varð að taka á við að verja. Jay Spearing, sem var magnaður á miðjunni átti gott skot þegar tíu mínútur voru eftir en það fór framhjá. Tveimur mínútum seinna braust Martin Kelly inn á vítateig en Ryan Shawcross komst fyrir og sparkaði reyndar í Martin í leiðinni. Martin varð að fara af velli áður en yfir lauk vegna meiðsla sem hann fékk þarna. Luis haltraði líka af velli eftir að Robert Huth hafði traðkað á honum. Var það með ólíkindum hjá Þjóðverjanum.
Stoke gerði nokkrar atlögur á allra síðustu mínútunum en vörn Liverpool stóðst öll áhlaup og Rauðliðar fögnuðu innilega í leikslok þegar ljóst varð að sæti í undanúrslitum F.A. bikarsins var í höfn. Annað ferðlag á Wembley bíður og það er virkilegt tilhlökkunarefni!
Liverpool: Reina, Kelly (Coates 89. mín.), Carragher, Skrtel, Enrique, Rodriguez (Kuyt 61. mín.), Gerrard, Spearing, Downing, Suarez (Henderson 89. mín.) og Carroll. Ónotaðir varamenn: Doni, Adam, Flanagan og Shelvey.
Mörk Liverpool: Luis Suarez (23. mín.) og Stewart Downing (57. mín.).
Gul spjöld: Martin Kelly og Jose Reina.
Stoke City: Sorensen, Wilkinson, Huth, Shawcross, Wilson, Shotton (Pennant 61. mín.), Whitehead (Delap 74. mín.), Whelan, Etherington (Jerome 72. mín.), Walters og Crouch. Ónotaðir varamenn: Nash, Jones, Upson og Palacios.
Mark Stoke: Peter Crouch (26. mín.).
Gul spjöld: Glen Whelan, Andy Wilkinson, Ryan Shawcross og Marc Wilson.
Áhorfendur á Anfield Road: 43.962.
Maður leiksins: Stewart Downing. Stewart var duglegur í leiknum og reyndi sitt besta á kantinum. Hann náði nokkrum góðum sprettum en eins og svo oft áður sýndi hann kannski ekki sitt besta en núna skoraði hann sigurmark sem kom Liverpool í undanúrslit F.A. bikarsins. Fyrir það á hann hrós skilið og það mikið.
Kenny Dalglish: Við lékum stórvel að mörgu leyti. Okkur hefur þó oft gengið betur að spila boltanum en barátta okkar var til mikillar fyrirmyndar. Fólk gat vel séð hversu mjög leikmennirnir þráðu að komast áfram.
Fróðleikur.
- Liverpool tryggði sér sæti í undanúrslitum í F.A. bikarnum í 23. sinn.
- Svo langt hefur Liverpool ekki komist í keppninni frá því liðið vann hana síðast 2006.
- Luis Suarez skoraði ellefta mark sitt á leiktíðinni.
- Stewart Downing skoraði í annað sinn.
- Peter Crouch skoraði gegn Liverpool í fyrsta sinn frá því hann fór frá Liverpool.
- Liverpool vann Stoke 1:2 á útivelli í Deildarbikarnum í haust. Aftur vann Liverpool 2:1 og nú á heimavelli.
- Luis Suarez skoraði bæði mörkin í Deildarbikarsigrinum og svo eitt í þessum leik sem gera þrjú af þessum fjórum.
- Að auki skoraði Luis gegn Stoke í sínum fyrsta leik með Liverpool og hefur því skorað fjögur á móti liðinu.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Telegraph.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan