| Sf. Gutt
Charlie Adam segir að Liverpool sé ekki öruggt áfram í Evrópudeildinni þrátt fyrir góðan sigur á Hearts í Skotlandi. Hann telur að leikmenn Liverpool verði að vera á varðbergi í seinni leiknum á Anfield Road. Skotinn hafði þetta að segja eftir leikinn í Edinborg.
,,Allt getur gerst, hornspyrna eða aukaspyrna geta farið inn en ef við skorum næsta mark erum við komnir í góða stöðu. Við munum ekki slaka neitt á og við verðum að vera jafn ákveðnir og í leiknum í kvöld."
Charlie fékk að heyra það frá stuðningsmönnum Hearts enda eru leikmenn Rangers ekki vinsælir í höfuðstað Skotlands.
,,Við reiknuðum með að áhorfendur myndu láta okkur heyra það og það kom á daginn. Mér fannst stuðningsmenn Hearts frábærir í kvöld. Við vissum að þetta yrði harður leikur því þetta var eins og bikarúrslitaleikur fyrir Hearts. Við komum í þennan leik eftir slæmt tap og náðum að koma okkur aftur á sigurbraut."
Það verður áhugavert að sjá hvort Charlie fær sæti í liði Liverpool í seinni leiknum. Hann hefur verið orðaður við brottför frá Liverpool en segist ekki vilja fara. Lokað verður fyrir félagskipti daginn eftir seinni leikinn.
TIL BAKA
Ekki allt búið!

,,Allt getur gerst, hornspyrna eða aukaspyrna geta farið inn en ef við skorum næsta mark erum við komnir í góða stöðu. Við munum ekki slaka neitt á og við verðum að vera jafn ákveðnir og í leiknum í kvöld."
Charlie fékk að heyra það frá stuðningsmönnum Hearts enda eru leikmenn Rangers ekki vinsælir í höfuðstað Skotlands.
,,Við reiknuðum með að áhorfendur myndu láta okkur heyra það og það kom á daginn. Mér fannst stuðningsmenn Hearts frábærir í kvöld. Við vissum að þetta yrði harður leikur því þetta var eins og bikarúrslitaleikur fyrir Hearts. Við komum í þennan leik eftir slæmt tap og náðum að koma okkur aftur á sigurbraut."
Það verður áhugavert að sjá hvort Charlie fær sæti í liði Liverpool í seinni leiknum. Hann hefur verið orðaður við brottför frá Liverpool en segist ekki vilja fara. Lokað verður fyrir félagskipti daginn eftir seinni leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan