| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Ég mun hvíla menn
Brendan Rodgers segist ætla að nota tækifærið og hvíla einhverja leikmenn gegn Mansfield Town í FA bikarnum á sunnudaginn. Hann segir þó að Liverpool muni mæta til leiks af fullri alvöru.
Það hefur verið mikið álag á þunnskipaðan leikmannahóp Liverpool yfir hátíðirnar og því verður það freistandi fyrir Brendan Rodgers að hvíla einhverja af lykilmönnum sínum í leiknum gegn Mansfield, en félagið leikur sem stendur í Conference deildinni ensku sem er tæknilega 5.deild á Englandi.
Brendan segist þó alls ekki ganga að því sem gefnu að Liverpool fari með sigur af hólmi. Allt geti gerst í bikarleikjum.
Heimavöllur Mansfield liðsins, Field Mill, mun vera í afar slæmu ástandi þannig að aðstæður geta hæglega boðið upp á óvæntar uppákomur. Ekki bæta miklar rigningar að undanförnu ástandið. Fresta varð leik á Field Mill í kringum áramótin vegna rigninga þannig að það er alls ekki öruggt að leikurinn geti farið fram á sunnudaginn.
„Ég mun ekki taka neina óþarfa sjénsa í þessum leik. Ég mun stilla upp liði sem á að geta verið nægilega sterkt til þess að vinna og koma okkur áfram í keppninni. Þetta er keppni sem við tökum vitanlega alvarlega. Liðið komst í úrslit í fyrra og við viljum gera atlögu að bikarnum aftur."
„Það er þó alveg augljóst að allmargir leikmenn í okkar liði hafa spilað ansi margar mínútur í vetur og þurfa á hvíld að halda. Þessvegna kemur leikurinn við Mansfield á ágætum tímapunkti. Ég mun örugglega hvíla einhverja leikmenn, sem þýðir þá að aðrir fá um leið tækifæri til að sýna sig og sanna."
„Það er oftar en ekki þannig að fyrstu umferðirnar í bikarnum eru þær erfiðustu. Við munum senda lið út á völlinn á sunnudaginn sem á að geta unnið leikinn. Eins og við gerum alltaf. Það er klárt. Ég hef fulla trú á leikmannahópnum sem ég hef í höndunum."
Það hefur verið mikið álag á þunnskipaðan leikmannahóp Liverpool yfir hátíðirnar og því verður það freistandi fyrir Brendan Rodgers að hvíla einhverja af lykilmönnum sínum í leiknum gegn Mansfield, en félagið leikur sem stendur í Conference deildinni ensku sem er tæknilega 5.deild á Englandi.
Brendan segist þó alls ekki ganga að því sem gefnu að Liverpool fari með sigur af hólmi. Allt geti gerst í bikarleikjum.
Heimavöllur Mansfield liðsins, Field Mill, mun vera í afar slæmu ástandi þannig að aðstæður geta hæglega boðið upp á óvæntar uppákomur. Ekki bæta miklar rigningar að undanförnu ástandið. Fresta varð leik á Field Mill í kringum áramótin vegna rigninga þannig að það er alls ekki öruggt að leikurinn geti farið fram á sunnudaginn.
„Ég mun ekki taka neina óþarfa sjénsa í þessum leik. Ég mun stilla upp liði sem á að geta verið nægilega sterkt til þess að vinna og koma okkur áfram í keppninni. Þetta er keppni sem við tökum vitanlega alvarlega. Liðið komst í úrslit í fyrra og við viljum gera atlögu að bikarnum aftur."
„Það er þó alveg augljóst að allmargir leikmenn í okkar liði hafa spilað ansi margar mínútur í vetur og þurfa á hvíld að halda. Þessvegna kemur leikurinn við Mansfield á ágætum tímapunkti. Ég mun örugglega hvíla einhverja leikmenn, sem þýðir þá að aðrir fá um leið tækifæri til að sýna sig og sanna."
„Það er oftar en ekki þannig að fyrstu umferðirnar í bikarnum eru þær erfiðustu. Við munum senda lið út á völlinn á sunnudaginn sem á að geta unnið leikinn. Eins og við gerum alltaf. Það er klárt. Ég hef fulla trú á leikmannahópnum sem ég hef í höndunum."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan