Spáð í spilin
Mansfield Town v Liverpool
En kannski eru allir leikir erfiðir? Að minnsta kosti mátti Liverpool hafa fyrir því síðast þegar liðið mætti utandeildarliði og sá leikur fór fram á Anfield Road! Liverpool lenti tvívegis undir á móti Havant & Waterlooville og staðan var 2:2 í hálfleik áður en 5:2 sigur náðist. Sá leikur fór fram í janúar 2008. Liverpool féll svo úr leik á heimavelli 1:2 fyrir Barnsley, sem þá var í næst efstu deild, í næstu umferð og það á Anfield! Það má því segja að ekkert sé öruggt og hroki á ekki heima í íþróttum og dramb falli næst.
Það var verulega gaman á síðasta keppnistímabili þegar Liverpool ruddi hverri hindruninni á fætur annarri úr vegi og komast alla leið á Wembley í úrslitaleik F.A. bikarsins þegar sem liðið tapaði naumlega 2:1 fyrir Chelsea. Já, það mátti engu muna að Kenny Dalglish næði þar að vinna annan titil á leiktíðinni eftir Deildarbikarsigurinn. Hugsanlega hefði Liverpool unnið ef Kenny hefði valið Andy Carroll í byrjunarliðið í úrslitaleiknum. Það gekk því miður ekki eftir að bikartvennan næðist en það er alltaf gaman þegar vel gengur í bikarkeppnunum. Góð rispa í keppninni kæmi sér vel núna því Deildarbikarinn er úr sögunni.
En ég ætla samt að ætlast til þess að leikmenn Liverpool sýni sitt besta og vinni öruggan sigur á utandeildarliðinu. Ég spái því að Liverpool vinni öruggan sigur 0:5. Ég vona að þessi spá mín beri ekki vott um hroka. Ég ætlast einfaldlega til að Liverpool sýni þá yfirburði sem liðið ætti að geta sýnt þegar leikið er gegn utandeildarliði!
Hér er viðtal við hjónin sem stjórna Mansfield af vefsíðu BBC.
Hér er viðtal við framkvæmdastjóra Mansfield.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni