| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Heiðra minningu Hillsborough fórnarlambanna
Mansfield Town hafa ákveðið að heiðra minningu þeirra 96 sem létust í Hillsborough slysinu á heimavelli sínum, Field Mill, í dag.
Kort með nöfnum þeirra sem létust í apríl 1989 verður komið fyrir í tómum sætum sem munu aðskilja stuðningsmenn Mansfield og Liverpool þegar liðin mætast í 3. umferð FA Bikarsins í dag.
Paul Broughton, aðgerðastjóri hjá Mansfield, útskýrir: ,,Við vildum gera eitthvað í ljósi þess sem gerðist á síðasta ári hvað varðar Hillsborough og það er svo langt síðan að þessi lið mættust síðast."
,,Einn stuðningsmanna okkar stakk upp á því að við myndum setja nöfn allra þeirra sem létust í tóm sæti sem aðskilja stuðningsmennina á vellinum. Hugmyndin gaf mér gæsahúð, hún var svo góð."
Margaret Aspinall, formaður Hillsborough Family Support Group sagði: ,,Ég var hrærð þegar ég heyrði hvað Mansfield hyggðust gera. Fyrir mér sýnir þetta nákvæmlega hvar við stöndum núna, hvernig allir um land allt eru farnir að átta sig á einhverju sem við höfum vitað um Hillsborough í langan tíma."
,,Þetta er fallega gert af þeim og passar fullkomlega við baráttu okkar fyrir réttlæti. Þetta er mjög þýðingarmikið og ég vil þakka Mansfield fyrir hönd samtakanna sem ég er í forsvari fyrir."
Kort með nöfnum þeirra sem létust í apríl 1989 verður komið fyrir í tómum sætum sem munu aðskilja stuðningsmenn Mansfield og Liverpool þegar liðin mætast í 3. umferð FA Bikarsins í dag.
Paul Broughton, aðgerðastjóri hjá Mansfield, útskýrir: ,,Við vildum gera eitthvað í ljósi þess sem gerðist á síðasta ári hvað varðar Hillsborough og það er svo langt síðan að þessi lið mættust síðast."
,,Einn stuðningsmanna okkar stakk upp á því að við myndum setja nöfn allra þeirra sem létust í tóm sæti sem aðskilja stuðningsmennina á vellinum. Hugmyndin gaf mér gæsahúð, hún var svo góð."
Margaret Aspinall, formaður Hillsborough Family Support Group sagði: ,,Ég var hrærð þegar ég heyrði hvað Mansfield hyggðust gera. Fyrir mér sýnir þetta nákvæmlega hvar við stöndum núna, hvernig allir um land allt eru farnir að átta sig á einhverju sem við höfum vitað um Hillsborough í langan tíma."
,,Þetta er fallega gert af þeim og passar fullkomlega við baráttu okkar fyrir réttlæti. Þetta er mjög þýðingarmikið og ég vil þakka Mansfield fyrir hönd samtakanna sem ég er í forsvari fyrir."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan