| Sf. Gutt
TIL BAKA
Liverpool marði utandeildarliðið!
Leikmenn Liverpool fengu að finna fyrir því í Mansfield og rétt komust áfram í F.A. bikarnum eftir að hafa marið utandeildarliðið 1:2. Þar var helst Brad Jones að þakka og úrslitamarkið var umdeilt svo ekki sé meira sagt!
Brendan Rodgers beið ekki boðanna og setti nýja manninn, Daniel Sturridge, beint inn í byrjunarliðið. Hann breytti liðinu nokkuð frá síðasta leik og gaf Jose Reina, Glen Johnson Daniel Agger og Steven Gerrdard frí á síðasta jóladeginum.
Það var fátt sem benti til þess að Liverpool myndi eiga í einhverjum vandræðum með utandeildarliðið í byrjun leiks og Daniel Sturridge skoraði úr sínu fyrsta færi með Liverpool! Jonjo Shelvey sendi frábæra sendingu inn fyrir vörnina á Daniel sem stakk sér fram og renndi boltanum framhjá Alan Marriot. Frábær afgreiðsla hjá Daniel og aðeins átta mínútur liðnar.
Daniel fékk svo aftur upplagt færi eftir stundarfjórðung. Hann komst þá einn gegn Alan, aftur eftir undirbúning Jonjo, en var of lengi að ákveða sig þannig að Alan náði að loka á hann og verja. Jonjo fékk svo sjálfur færi á 29. mínútu en varnarmaður komst fyrir. Á 32. mínútu létu heimamenn á sér kræla í fyrsta sinn þegar Matthew Green átti skot utan vítateigs sem Brad sló frá. Á lokamínútu hálfleiksins fékk Daniel enn færi. Hann fékk boltann hægra megin í vítateignum og átti þverskot sem Alan varði glæsilega í horn. Staðan 0:1 í hálfleik og ekkert sérstakt benti til vandræða!
En það var annað uppi á teningnum frá fyrstu spyrnu síðari hálfleiks. Það byrjaði strax með því að Matthew fékk færi en Brad varði. Rétt á eftir bjargaði Jamie Carragher uppi við markið og í framhaldinu varði Brad aftur vel. Hver sókn utandeildarliðsins eftir aðra buldi á vörn Liverpool. Á 52. mínútu sóttu heimamenn enn og Matthew var aftur ágengur. Jamie, sem var langbestur varnarmanna Liverpool, renndi sér fyrir skot hans og boltinn fór í hendi hans en ekkert var dæmt. Strax á eftir varð Brad að verja. Nú varði hann í horn eftir að Sebastian Coates datt og missti Louis Briscoe framhjá sér. Boltinn fór um leið í hendi hans en ekkert var dæmt. Sebastian var mjög óöruggur í leiknum og Jamie þurfti í raun að vera tveggja manna maki. Hann er líka vanur svona djöfulgangi en Sebastian greinilega ekki!
Eftir hornið var allt í voða en Brad varði og Liverpool náði skyndisókn. Stewart Downing lék fram vinstra megin og sendi fyrir á Daniel sem var í upplögðu færi en skaut framhjá. Rétt á eftir var honum skipt af velli með Suso og þeir Luis Suarez og Jordan Henderson sendir á vettvang. Minna dugði ekki! Þá voru bara um tíu mínútur liðnar af síðari hálfleik og Liverpool heppnir að hafa ennþá forystu!
Luis var ekki lengi að láta að sér kveða og skaut naumlega framhjá úr sinni fyrstu snertingu. Hann skoraði svo á 59. mínútu. Stewart braust fram völlinn hægra megin og sendi til hliðar inn í vítateiginn á Luis. Hann skaut, Alan varði og af honum hrökk boltinn upp í hendi hans og þaðan í átt að auðu markinu. Luis sparkaði svo boltanum í markið af marklínunni!
Heimamenn mótmæltu allir sem einn en dómarinn dæmdi markið gott og gilt. Ekki var séð á nokkurn hátt að Luis væri að leggja boltann fyrir sig enda fagnaði hann varla og bjóst greinilega við að markið yrði dæmt af. Markið hefði þó aldrei komið til nema af því að boltinn fór í hendi hans. Dómarinn hefði vel getað metið viðbrögð leikmanna og áhorfenda og dæmt markið af án þess að sjá neitt því augljóst var hvað hafði gerst. Línuvörður sá heldur ekkert. En hvað um það markið stóð!
Heimamenn gáfu ekkert eftir þrátt fyrir þetta kjaftshögg og leikmenn Liverpool áttu fullt í fangi. Liverpool hefði reyndar átt að gera endanlega út um leikinn eftir skyndisókn á 68. mínútu. Aftur var Stewart hönnuðurinn. Hann lék fram og sendi á Luis sem gaf á Jonjo en hann skaut framhjá úr upplögðu færi.
Mansfield skoraði svo verðskuldað mark tíu mínútum fyrir leikslok. Þeir fengu þá aukaspyrnu sem vörn Liverpool náði ekki að hreinsa og hinn skæði Matthew Green skoraði úr miðjum vítateig. Allt gekk af göflunum á Field Mill og nú gat allt gerst. Vörn Liverpool mátti halda sig við efnið þessar síðustu mínútur og í viðbótartíma tryggði Brad Liverpool áframhald þegar hann henti sér til hliðar og varði skot frá Matthew!
Mögnuð framganga Mansfield og leikmenn Liverpool sluppu vel með að ná sigri á móti utandeildarliðinu sem á mikið hrós skilið. Reyndar átti Liverpool auðvitað að gera út um leikinn í fyrri hálfleik og það munaði litlu að það kæmi í bakið á þeim. En Liverpool komst áfram með Brad Jones sem besta mann!
Mansfield Town: Marriot, Thompson, Geohaghon, Dempster, Beevers, Murray, Clements (Rhead 81. mín.), Howell, Briscoe (Daniel 64. mín.), Green og Meikle. Ónotaðir varamenn: Sutton, Speight, Wright, Hutchinson og Stevenson.
Mark Mansfield: Matthew Green (80. mín.).
Gult spjald: Lee Beevers.
Liverpool: Jones, Wisdom (Flanagan 80. mín.), Coates, Carragher, Robinson, Leiva, Allen, Downing, Shelvey, Suso (Henderson 56. mín.) og Sturridge (Suarez 55. mín.). Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Sterling, Coady og Skrtel.
Mörk Liverpool: Daniel Sturridge (8. mín.) og Luis Suarez (59. mín.).
Gul spjöld: Lucas Leiva, Daniel Sturridge og Jon Flanagan.
Áhorfendur á Field Mill: 7.574.
Maður leiksins: Brad Jones. Já, hver hefði trúað því að besti maður Liverpool gegn Mansfield yrði markmaðurinn! Brad var frábær í markinu og bjargaði hvað eftir annað í upphafi síðari hálfleiks. Hann tryggði svo sigurinn með frábærri markvörslu á lokamínútunni!
Brendan Rodgers: Við hefðum getað gert út um leikinn í fyrri hálfleik ef við hefðum notað færin okkar. En Mansfield á líka hrós skilið því þeir héldu lífi í leiknum þegar staðan var orðin 2:0.
Fróðleikur
- Liverpool hefur unnið F.A. bikarinn sjö sinnum. 1965, 1974, 1986, 1989, 1992, 2001 og 2006.
- Liverpool fór í úrslit í keppninni á síðustu leiktíð og tapaði 2:1 fyrir Chelsea.
- Daniel Sturridge skoraði í fyrsta leik sínum með Liverpool og það úr fyrsta færi sínu.
- Luis Suarez skoraði 19 mark sitt á sparktíðinni.
- Liverpool lenti líka í vandræðum þegar þeir mættu síðast utandeildarliði í F.A. bikarnum. Liverpool vann Havant & W 5:2 leiktíðina 2007/08 eftir að hafa lent tvívegis undir á Anfield!
- Stewart Downing, Jordan Henderson og Luis Suarez voru einu leikmenn Liverpool sem léku í dag og léku líka úrslitaleikinn á móti Chelsea í F.A. bikarnum síðasta vor. Brad Jones og Jamie Carragher voru varamenn á Wembley.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér eru fleiri myndir af sömu síðu.
Brendan Rodgers beið ekki boðanna og setti nýja manninn, Daniel Sturridge, beint inn í byrjunarliðið. Hann breytti liðinu nokkuð frá síðasta leik og gaf Jose Reina, Glen Johnson Daniel Agger og Steven Gerrdard frí á síðasta jóladeginum.
Það var fátt sem benti til þess að Liverpool myndi eiga í einhverjum vandræðum með utandeildarliðið í byrjun leiks og Daniel Sturridge skoraði úr sínu fyrsta færi með Liverpool! Jonjo Shelvey sendi frábæra sendingu inn fyrir vörnina á Daniel sem stakk sér fram og renndi boltanum framhjá Alan Marriot. Frábær afgreiðsla hjá Daniel og aðeins átta mínútur liðnar.
Daniel fékk svo aftur upplagt færi eftir stundarfjórðung. Hann komst þá einn gegn Alan, aftur eftir undirbúning Jonjo, en var of lengi að ákveða sig þannig að Alan náði að loka á hann og verja. Jonjo fékk svo sjálfur færi á 29. mínútu en varnarmaður komst fyrir. Á 32. mínútu létu heimamenn á sér kræla í fyrsta sinn þegar Matthew Green átti skot utan vítateigs sem Brad sló frá. Á lokamínútu hálfleiksins fékk Daniel enn færi. Hann fékk boltann hægra megin í vítateignum og átti þverskot sem Alan varði glæsilega í horn. Staðan 0:1 í hálfleik og ekkert sérstakt benti til vandræða!
En það var annað uppi á teningnum frá fyrstu spyrnu síðari hálfleiks. Það byrjaði strax með því að Matthew fékk færi en Brad varði. Rétt á eftir bjargaði Jamie Carragher uppi við markið og í framhaldinu varði Brad aftur vel. Hver sókn utandeildarliðsins eftir aðra buldi á vörn Liverpool. Á 52. mínútu sóttu heimamenn enn og Matthew var aftur ágengur. Jamie, sem var langbestur varnarmanna Liverpool, renndi sér fyrir skot hans og boltinn fór í hendi hans en ekkert var dæmt. Strax á eftir varð Brad að verja. Nú varði hann í horn eftir að Sebastian Coates datt og missti Louis Briscoe framhjá sér. Boltinn fór um leið í hendi hans en ekkert var dæmt. Sebastian var mjög óöruggur í leiknum og Jamie þurfti í raun að vera tveggja manna maki. Hann er líka vanur svona djöfulgangi en Sebastian greinilega ekki!
Eftir hornið var allt í voða en Brad varði og Liverpool náði skyndisókn. Stewart Downing lék fram vinstra megin og sendi fyrir á Daniel sem var í upplögðu færi en skaut framhjá. Rétt á eftir var honum skipt af velli með Suso og þeir Luis Suarez og Jordan Henderson sendir á vettvang. Minna dugði ekki! Þá voru bara um tíu mínútur liðnar af síðari hálfleik og Liverpool heppnir að hafa ennþá forystu!
Luis var ekki lengi að láta að sér kveða og skaut naumlega framhjá úr sinni fyrstu snertingu. Hann skoraði svo á 59. mínútu. Stewart braust fram völlinn hægra megin og sendi til hliðar inn í vítateiginn á Luis. Hann skaut, Alan varði og af honum hrökk boltinn upp í hendi hans og þaðan í átt að auðu markinu. Luis sparkaði svo boltanum í markið af marklínunni!
Heimamenn mótmæltu allir sem einn en dómarinn dæmdi markið gott og gilt. Ekki var séð á nokkurn hátt að Luis væri að leggja boltann fyrir sig enda fagnaði hann varla og bjóst greinilega við að markið yrði dæmt af. Markið hefði þó aldrei komið til nema af því að boltinn fór í hendi hans. Dómarinn hefði vel getað metið viðbrögð leikmanna og áhorfenda og dæmt markið af án þess að sjá neitt því augljóst var hvað hafði gerst. Línuvörður sá heldur ekkert. En hvað um það markið stóð!
Heimamenn gáfu ekkert eftir þrátt fyrir þetta kjaftshögg og leikmenn Liverpool áttu fullt í fangi. Liverpool hefði reyndar átt að gera endanlega út um leikinn eftir skyndisókn á 68. mínútu. Aftur var Stewart hönnuðurinn. Hann lék fram og sendi á Luis sem gaf á Jonjo en hann skaut framhjá úr upplögðu færi.
Mansfield skoraði svo verðskuldað mark tíu mínútum fyrir leikslok. Þeir fengu þá aukaspyrnu sem vörn Liverpool náði ekki að hreinsa og hinn skæði Matthew Green skoraði úr miðjum vítateig. Allt gekk af göflunum á Field Mill og nú gat allt gerst. Vörn Liverpool mátti halda sig við efnið þessar síðustu mínútur og í viðbótartíma tryggði Brad Liverpool áframhald þegar hann henti sér til hliðar og varði skot frá Matthew!
Mögnuð framganga Mansfield og leikmenn Liverpool sluppu vel með að ná sigri á móti utandeildarliðinu sem á mikið hrós skilið. Reyndar átti Liverpool auðvitað að gera út um leikinn í fyrri hálfleik og það munaði litlu að það kæmi í bakið á þeim. En Liverpool komst áfram með Brad Jones sem besta mann!
Mansfield Town: Marriot, Thompson, Geohaghon, Dempster, Beevers, Murray, Clements (Rhead 81. mín.), Howell, Briscoe (Daniel 64. mín.), Green og Meikle. Ónotaðir varamenn: Sutton, Speight, Wright, Hutchinson og Stevenson.
Mark Mansfield: Matthew Green (80. mín.).
Gult spjald: Lee Beevers.
Liverpool: Jones, Wisdom (Flanagan 80. mín.), Coates, Carragher, Robinson, Leiva, Allen, Downing, Shelvey, Suso (Henderson 56. mín.) og Sturridge (Suarez 55. mín.). Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Sterling, Coady og Skrtel.
Mörk Liverpool: Daniel Sturridge (8. mín.) og Luis Suarez (59. mín.).
Gul spjöld: Lucas Leiva, Daniel Sturridge og Jon Flanagan.
Áhorfendur á Field Mill: 7.574.
Maður leiksins: Brad Jones. Já, hver hefði trúað því að besti maður Liverpool gegn Mansfield yrði markmaðurinn! Brad var frábær í markinu og bjargaði hvað eftir annað í upphafi síðari hálfleiks. Hann tryggði svo sigurinn með frábærri markvörslu á lokamínútunni!
Brendan Rodgers: Við hefðum getað gert út um leikinn í fyrri hálfleik ef við hefðum notað færin okkar. En Mansfield á líka hrós skilið því þeir héldu lífi í leiknum þegar staðan var orðin 2:0.
Fróðleikur
- Liverpool hefur unnið F.A. bikarinn sjö sinnum. 1965, 1974, 1986, 1989, 1992, 2001 og 2006.
- Liverpool fór í úrslit í keppninni á síðustu leiktíð og tapaði 2:1 fyrir Chelsea.
- Daniel Sturridge skoraði í fyrsta leik sínum með Liverpool og það úr fyrsta færi sínu.
- Luis Suarez skoraði 19 mark sitt á sparktíðinni.
- Liverpool lenti líka í vandræðum þegar þeir mættu síðast utandeildarliði í F.A. bikarnum. Liverpool vann Havant & W 5:2 leiktíðina 2007/08 eftir að hafa lent tvívegis undir á Anfield!
- Stewart Downing, Jordan Henderson og Luis Suarez voru einu leikmenn Liverpool sem léku í dag og léku líka úrslitaleikinn á móti Chelsea í F.A. bikarnum síðasta vor. Brad Jones og Jamie Carragher voru varamenn á Wembley.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér eru fleiri myndir af sömu síðu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan