| Sf. Gutt
Jordan Henderson hefur verið með bestu leikmönnum Liverpool það sem af er leiktíðar. Hann bíður spenntur eftir grannaslagnum á móti Everton og vonar að Liverpool haldi áfram á sömu braut og fyrir landsleikjahléið.
,,Það er alltaf frábært að spila í grannarimmum. Mér hefur vegnað nokkuð vel í þeim hingað til og ég vona að það breytist ekki. Stuðningsmenn beggja eru magnaðir og þess vegna er stemmningin alltaf frábær. Maður vill spila í svona leikjum. Við gerum okkur fulla grein fyrir því hversu mikla þýðingu sigur hefur fyrir stuðningsmennina."
,,Ég lék í norðaustur rimmunni þegar ég var hjá Sunderland og þar var álíka hart barist. Það efast enginn um að þetta er stórleikur og ég hlakka virkilega til leiksins á Goodison. Við förum þangað í góðu formi og viljum halda áfram á sömu braut og fyrir landsleikjahléið."
,,Þeir eru með mjög góðan árangur á heimavelli og hafa sterka liðsheild. Við verðum að passa að þeir nái ekki frumkvæðinu í byrjun leiksins. Við verðum að byrja leikinn af krafti og spila þá knattspyrnu sem við höfum verið að spila. Við hlökkum til þessarar áskorunar sem bíður okkar. Okkur finnst að við séum nógu góðir til að fara þangað og ná hagstæðum úrslitum. Við myndum sannarlega láta vita af okkur með sigri."
Jordan Henderson er greinilega til í slaginn!
TIL BAKA
Áfram á sömu braut!

,,Það er alltaf frábært að spila í grannarimmum. Mér hefur vegnað nokkuð vel í þeim hingað til og ég vona að það breytist ekki. Stuðningsmenn beggja eru magnaðir og þess vegna er stemmningin alltaf frábær. Maður vill spila í svona leikjum. Við gerum okkur fulla grein fyrir því hversu mikla þýðingu sigur hefur fyrir stuðningsmennina."
,,Ég lék í norðaustur rimmunni þegar ég var hjá Sunderland og þar var álíka hart barist. Það efast enginn um að þetta er stórleikur og ég hlakka virkilega til leiksins á Goodison. Við förum þangað í góðu formi og viljum halda áfram á sömu braut og fyrir landsleikjahléið."
,,Þeir eru með mjög góðan árangur á heimavelli og hafa sterka liðsheild. Við verðum að passa að þeir nái ekki frumkvæðinu í byrjun leiksins. Við verðum að byrja leikinn af krafti og spila þá knattspyrnu sem við höfum verið að spila. Við hlökkum til þessarar áskorunar sem bíður okkar. Okkur finnst að við séum nógu góðir til að fara þangað og ná hagstæðum úrslitum. Við myndum sannarlega láta vita af okkur með sigri."
Jordan Henderson er greinilega til í slaginn!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 3. kapítuli -
| Mummi
Liverpool páskaegg -
| Heimir Eyvindarson
Úrslitaleikur á Anfield í kvöld. PSG koma dýrvitlausir til leiks. -
| Sf. Gutt
Liverpool leikur aftur í Adidas! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 2. kapítuli -
| Sf. Gutt
Niðurtalningin er hafin - 1. kapítuli -
| Sf. Gutt
Líklega leikur lífs míns! -
| Heimir Eyvindarson
Meistaraheppni í París? -
| Heimir Eyvindarson
Risaleikur í París í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Gapko ekki með á æfingu í dag
Fréttageymslan