| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Topplið Liverpool mætir nágrönnum sínum í Manchester City á annan dag jóla. City er einu stigi á eftir Liverpool í deildinni og hefur gengið hrikalega vel á heimavelli í vetur.
Það er yfirleitt mikið spáð í það hvaða lið toppar ensku deildina um jól. Frá því að Úrvalsdeildin var sett á laggirnar fyrir rúmum 20 árum síðan hefur Liverpool tvisvar verið í þeirri stöðu. Fyrra skiptið var tímabilið 1996-1997 þegar hið skemmtilega en vægast sagt sveiflukennda lið Roy Evans var og hét. Þá var liðið meira og minna á toppnum alla leiktíðina, en sprakk á limminu í lokin og endaði í fjórða sæti, 7 stigum á eftir meisturunum í Manchester United.
Seinna skiptið var tímabilið 2008-2009, á besta tímabili Rafa Benitez með lið Liverpool. Þá um vorið endaði liðið í 2. sæti, 4 stigum á eftir meisturum Manchester United.
Á þeim 20 tímabilum sem leikin hafa verið í Úrvalsdeildinni hefur toppsæti um jól alls 9 sinnum skilað meistaratitli að vori. Þar af fjórum sinnum á síðustu fjórum leiktíðum!
Aðeins einu sinni á þessum 20 leiktíðum hefur topplið um jól endað neðar en í fjórða sæti. Það gerðist tímabilið 1998-1999 þegar Aston Villa endaði í 6. sæti að vori, eftir háflug um jól.
Við stuðningsmenn Liverpool um allan heim erum auðvitað í skýjunum með stöðuna í augnablikinu, en gerum okkur vonandi jafnframt grein fyrir því að það er ekkert í hendi enn sem komið er. En það breytir því ekki að gott gengi liðsins þessa dagana er vissulega ánægjuefni. Brendan Rodgers virðist vera á afskaplega góðri leið með liðið okkar og við fögnum því.
Það er yfirleitt mikið spáð í það hvaða lið toppar ensku deildina um jól. Frá því að Úrvalsdeildin var sett á laggirnar fyrir rúmum 20 árum síðan hefur Liverpool tvisvar verið í þeirri stöðu. Fyrra skiptið var tímabilið 1996-1997 þegar hið skemmtilega en vægast sagt sveiflukennda lið Roy Evans var og hét. Þá var liðið meira og minna á toppnum alla leiktíðina, en sprakk á limminu í lokin og endaði í fjórða sæti, 7 stigum á eftir meisturunum í Manchester United.
Seinna skiptið var tímabilið 2008-2009, á besta tímabili Rafa Benitez með lið Liverpool. Þá um vorið endaði liðið í 2. sæti, 4 stigum á eftir meisturum Manchester United.
Á þeim 20 tímabilum sem leikin hafa verið í Úrvalsdeildinni hefur toppsæti um jól alls 9 sinnum skilað meistaratitli að vori. Þar af fjórum sinnum á síðustu fjórum leiktíðum!
Aðeins einu sinni á þessum 20 leiktíðum hefur topplið um jól endað neðar en í fjórða sæti. Það gerðist tímabilið 1998-1999 þegar Aston Villa endaði í 6. sæti að vori, eftir háflug um jól.
Við stuðningsmenn Liverpool um allan heim erum auðvitað í skýjunum með stöðuna í augnablikinu, en gerum okkur vonandi jafnframt grein fyrir því að það er ekkert í hendi enn sem komið er. En það breytir því ekki að gott gengi liðsins þessa dagana er vissulega ánægjuefni. Brendan Rodgers virðist vera á afskaplega góðri leið með liðið okkar og við fögnum því.
Maður mómentsins að undanförnu er Luis Suarez. Þessi ótrúlegi Úrúgvæi hefur farið í gegnum allan tilfinningaskalann með okkur á leiktíðinni. Í ágúst barðist hann eins og ljón fyrir því að komast frá félaginu og var hataður af mörgum vegna óvirðingarinnar sem hann þótti sýna liðsfélögum, stuðningsmönnum og félaginu í heild. Í dag er hann elskaður og dáður, enda hafa önnur eins tilþrif og hann hefur sýnt í undanförnum leikjum varla sést á enskri grundu. Hvorki fyrr né síðar.
Suarez hefur nú skorað 19 mörk í 12 leikjum í deildinni og er markahæstur, með sex mörkum meira en næsti maður; Sergio Aguero hjá Manchester City. Hann hefur nú þegar skorað 10 mörk í desember, en engum leikmanni í sögu Úrvalsdeildarinnar hefur áður tekist að skora svo mörg mörk í einum mánuði. Og það eru enn tveir leikir eftir!
Suarez hefur nú skorað 19 mörk í 12 leikjum í deildinni og er markahæstur, með sex mörkum meira en næsti maður; Sergio Aguero hjá Manchester City. Hann hefur nú þegar skorað 10 mörk í desember, en engum leikmanni í sögu Úrvalsdeildarinnar hefur áður tekist að skora svo mörg mörk í einum mánuði. Og það eru enn tveir leikir eftir!
Brendan Rodgers sagði á blaðamannafundi í gær að leikmannahópur Liverpool væri þunnskipaður um þessar mundir vegna meiðsla lykilmanna, en Gerrard, Sturridge og Enrique eru allir meiddir og auk þess er Jon Flanagan tæpur fyrir leikinn á morgun. Hann gaf sterklega í skyn að enn einn unglingurinn fengi jafnvel tækifæri á morgun.
Það er alveg ljóst að Liverpool bíður hrikalega erfitt verkefni í Manchester borg á morgun. City liðið hefur verið í fáránlegu formi á heimavelli í vetur, unnið alla átta heimaleiki sína og hreinlega rústað sumum andstæðingum sínum. Liðið hefur skorað heil 35 mörk í þessum átta leikjum, sem er sérdeilis magnað. Að sama skapi hefur útivallaform Liverpool ekki verið stórkostlegt. Til að mynda hefur liðið einungis unnið einn af síðustu fimm útileikjum sínum.
Í sögulegu samhengi má hinsvegar benda á þá staðreynd að tvö síðustu ár hefur City mönnum ekki tekist að skora á öðrum degi jóla. Vonandi endurtekur sú saga sig á morgun. Reyndar verður einnig að geta þess að það þarf að fara aftur til ársins 2009 til þess að fletta upp sigri Liverpool á öðrum degi jóla, en þá unnu okkar menn Wolves 2-0.
Ef við höldum áfram með söguna þá hafa sex af síðustu níu viðureignum City og Liverpool í deildinni endað með jafntefli. Tvö grátleg jafntefli á síðustu leiktíð eru okkar mönnum ennþá í fersku minni, en í bæði skiptin var Liverpool betra liðið á vellinum en einbeitingarleysi kostaði ódýr mörk og dýrmæt stig.
Þess má einnig geta, til þess að halda mönnum enn betur niðri á jörðinni, að það eru heil tíu ár síðan liðið vann síðast 5 leiki í röð á sömu leiktíð, en Liverpool hefur fyrir leikinn á morgun unnið fjóra leiki í röð í Úrvalsdeild.
Það er alveg ljóst að Liverpool bíður hrikalega erfitt verkefni í Manchester borg á morgun. City liðið hefur verið í fáránlegu formi á heimavelli í vetur, unnið alla átta heimaleiki sína og hreinlega rústað sumum andstæðingum sínum. Liðið hefur skorað heil 35 mörk í þessum átta leikjum, sem er sérdeilis magnað. Að sama skapi hefur útivallaform Liverpool ekki verið stórkostlegt. Til að mynda hefur liðið einungis unnið einn af síðustu fimm útileikjum sínum.
Í sögulegu samhengi má hinsvegar benda á þá staðreynd að tvö síðustu ár hefur City mönnum ekki tekist að skora á öðrum degi jóla. Vonandi endurtekur sú saga sig á morgun. Reyndar verður einnig að geta þess að það þarf að fara aftur til ársins 2009 til þess að fletta upp sigri Liverpool á öðrum degi jóla, en þá unnu okkar menn Wolves 2-0.
Ef við höldum áfram með söguna þá hafa sex af síðustu níu viðureignum City og Liverpool í deildinni endað með jafntefli. Tvö grátleg jafntefli á síðustu leiktíð eru okkar mönnum ennþá í fersku minni, en í bæði skiptin var Liverpool betra liðið á vellinum en einbeitingarleysi kostaði ódýr mörk og dýrmæt stig.
Þess má einnig geta, til þess að halda mönnum enn betur niðri á jörðinni, að það eru heil tíu ár síðan liðið vann síðast 5 leiki í röð á sömu leiktíð, en Liverpool hefur fyrir leikinn á morgun unnið fjóra leiki í röð í Úrvalsdeild.
Það er auðvitað ómögulegt að segja hvernig leikurinn á morgun fer. Heimavallarform Manchester City er hinsvegar alveg með ólíkindum og þess vegna verður liðið að teljast sigurstranglegra.
Það er alveg klárt að City liðið mun leggja allt kapp á að stöðva Luis Suarez, en menn hafa svosem reynt það áður. Vonandi heldur hann áfram að gleðja okkur með snilli sinni. Joe Hart hefur ekki verið í sínu besta formi og ekki heldur varnarlína City manna. Úrúgvæinn ætti að finna smugur á morgun.
Skynsemin segir mér að búast við tapi á morgun. Jafnvel vondum skelli. En það eru jól og þá verður maður að vona það besta. Ég leyfi mér að vera asnalega bjartsýnn og spá 3-1 sigri fyrir Liverpool.
Gleðileg jól - YNWA!
Það er alveg klárt að City liðið mun leggja allt kapp á að stöðva Luis Suarez, en menn hafa svosem reynt það áður. Vonandi heldur hann áfram að gleðja okkur með snilli sinni. Joe Hart hefur ekki verið í sínu besta formi og ekki heldur varnarlína City manna. Úrúgvæinn ætti að finna smugur á morgun.
Skynsemin segir mér að búast við tapi á morgun. Jafnvel vondum skelli. En það eru jól og þá verður maður að vona það besta. Ég leyfi mér að vera asnalega bjartsýnn og spá 3-1 sigri fyrir Liverpool.
Gleðileg jól - YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan