| Heimir Eyvindarson
Liverpool spilar fyrsta æfingaleik tímabilsins í dag þegar liðið mætir Brøndby á fyrrum heimavelli Daniel Agger í Danaveldi.
Það var ljóst fyrir nokkru síðan að enginn þeirra 12 leikmanna Liverpool sem tóku þátt í HM myndu fara með til Danmerkur. Lazar Markovic og Emre Can eru heldur ekki með þannig að frændur vorir Danir fá ekki að berja neinn nýjan leikmann Liverpool augum í kvöld, ef frá er skilinn hinn 21 árs gamli Kevin Stewart (sjá mynd) sem Liverpool fékk á frjálsri sölu frá Tottenham fyrr í sumar. Lítið hefur verið fjallað um þau félagaskipti, enda er Stewart lítt þekktur og fékk ekkert að spila með Lundúnaliðinu.
Útlánsmenn síðustu leiktíðar, Jordan Ibe, Suso, Tiago Ilorir, Conor Coady, Fabio Borini og André Wisdom eru allir með sem og aðalliðsmennirnir Joe Allen, Lucas Leiva, Martin Kelly, Jon Flanagan, Martin Skrtel, Philippe Coutinho. Þá mun heimamaðurinn Daniel Agger að sjálfsögðu koma eitthvað við sögu, en hann kom einmitt frá Brøndby til Liverpool árið 2005.
Hópurinn í heild sinni lítur þá svona út Brad Jones, Daniel Agger, Philippe Coutinho, Lucas Leiva, Joe Allen, Tiago Ilori, Fabio Borini, Suso, Jordan Ibe, Martin Kelly, Conor Coady, Martin Skrtel, Jon Flanagan, Krisztian Adorjan, Brad Smith, Adam Philips, Jordan Rossiter, Andre Wisdom, Lloyd Jones, Danny Ward, Joao Carlos Texeira, Kristoffer Peterson og Kevin Stewart.
TIL BAKA
Hópurinn gegn Brøndby
Liverpool spilar fyrsta æfingaleik tímabilsins í dag þegar liðið mætir Brøndby á fyrrum heimavelli Daniel Agger í Danaveldi.
Það var ljóst fyrir nokkru síðan að enginn þeirra 12 leikmanna Liverpool sem tóku þátt í HM myndu fara með til Danmerkur. Lazar Markovic og Emre Can eru heldur ekki með þannig að frændur vorir Danir fá ekki að berja neinn nýjan leikmann Liverpool augum í kvöld, ef frá er skilinn hinn 21 árs gamli Kevin Stewart (sjá mynd) sem Liverpool fékk á frjálsri sölu frá Tottenham fyrr í sumar. Lítið hefur verið fjallað um þau félagaskipti, enda er Stewart lítt þekktur og fékk ekkert að spila með Lundúnaliðinu.
Útlánsmenn síðustu leiktíðar, Jordan Ibe, Suso, Tiago Ilorir, Conor Coady, Fabio Borini og André Wisdom eru allir með sem og aðalliðsmennirnir Joe Allen, Lucas Leiva, Martin Kelly, Jon Flanagan, Martin Skrtel, Philippe Coutinho. Þá mun heimamaðurinn Daniel Agger að sjálfsögðu koma eitthvað við sögu, en hann kom einmitt frá Brøndby til Liverpool árið 2005.
Hópurinn í heild sinni lítur þá svona út Brad Jones, Daniel Agger, Philippe Coutinho, Lucas Leiva, Joe Allen, Tiago Ilori, Fabio Borini, Suso, Jordan Ibe, Martin Kelly, Conor Coady, Martin Skrtel, Jon Flanagan, Krisztian Adorjan, Brad Smith, Adam Philips, Jordan Rossiter, Andre Wisdom, Lloyd Jones, Danny Ward, Joao Carlos Texeira, Kristoffer Peterson og Kevin Stewart.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan