| Sf. Gutt
TIL BAKA
Tap í Danmörku
Liverpool tapaði fyrsta æfingaleik sumarsins gegn Bröndby í Danmörku. Danska liðið náði 2:1 sigri með marki á lokamínútu leiksins.
Að sjálfsögu leiddi Daniel Agger Liverpool til leiks sem fyrirliði á móti uppeldisfélaginu sínu. Hann fékk hlýlegar móttökur fyrir leikinn og stóran blómvönd.
Leikurinn var mjög tíðindalítill í sumarblíðunni á upphafskaflanum og það var ekki fyrr en eftir stundarfjórðung sem fyrsta marktilraunin kom. Suso fékk þá boltann úti til hægri, lék inn á miðjuna og átti langskot sem markmaður danska liðsins varði í horn.
Ekki löngu síðar þurfti Tiago Illori af fara meiddur af velli og í hans stað kom Kevin Stewart. Slæmt fyrir Portúgalann því það er aldrei gott að meiðast á undirbúningstímabilinu. Á 24. mínútu komast danska liðið óvænt yfir. Kevin skallaði sendingu frá og boltinn fór til Suso rétt utan vítateigsins. Spánverjinn sendi á hinn bóginn beint á Christian Norgaard sem þakkaði gott boð og smellti boltanum í markið rétt utan vítategis. Mjög klaufalegt hjá þessum tveimur mönnum sem í hlut áttu hjá Liverpool og þá sérstaklega hjá Suso sem átti auðvitað að hreinsa almennilega.
Á 29. mínútu gerði Liverpool harða atlögu að marki Bröndby en fyrst var varið frá Brad Smith og svo Philippe Coutinho. Liverpool var alltaf sterkari aðilinn en gekk illa að jafna. Undir lok hálfleiksins átti Lucas Leiva skot, eftir að hafa unnið boltann, sem var vel varið af Lukas Hradecky. Þegar flautað var til leikhlés fór Daniel Agger til stuðningsmanna Bröndby og gaf einum úr þeirra hópi treyjuna sína.
Líkt og tíðkast í fyrstu æfingaleikjum sumarins skipti Brendan Rodgers um lið í hálfleik. Aðeins Brad Jones var eftir af þeim sem hófu leikinn. Liverpool fékk óskabyrjun í síðari hálfleik og staðan var orðin 1:1 eftir 49 mínútur. Jordan Ibe átti allan heiður af markinu. Hann náði boltanum við miðju og lék upp að endamörkum vinstra megin þaðan sem hann sendi fyrir markið. Boltinn hrökk til Svíans Kristoffer Peterson sem skoraði af stuttu færi. Danska liðið var í betri æfingu og átti oft góða samleikskafla. Það er reyndar ekkert skrýtið þótt Danirnir séu á undan Liverpool í undirbúningi sínum því danska deildin hefst um næstu helgi.
Jordan Ibe var mjög ógnandi og á 64. mínútu tók hann mikla ripsu inn í vítateiginn en skot hans var varið. Rétt á eftir átti Riza Durmisi skot beint úr aukaspyrnu sem small í þverslánni. Liverpool slapp vel þar. Þegar tíu mínútur voru eftir fékk Jordan boltann á auðum sjó og komst óáreittur inn í vítateig Bröndby en þar virtist koma hik á piltinn og skot hans var auðveldlega varið.
Enn skókst tréverkið hjá Liverpool eftir aukaspyrnu og nú var það Ferhan Hasani sem skaut. Danny Ward sem var kominn í markið fyrir Brad átti ekki möguleika og það átti hann ekki heldur á lokamínútunni þegar Ferhan braust í gegnum vörn Liverpool og skoraði sigurmarkið. Jafntefli var réttast en Danirnir unnu og voru sannarlega kátir með það.
Bröndby: Hradecky, Semb, Albrechtsen (Thygesen 61), Omskov, Kahlenberg, Szymanowski (Hasani 72), Makienok, Elmander (Nunez 61), Holst (Almeback 77), Durmisi (Da Silva) og Norgaard (Phiri 77). Ónotaðir varamenn: Falkesgaard, Dumic og Crone.
Liverpool - Fyrri hálfleikur: Brad Jones, Martin Kelly, Tiago Ilori (Kevin Stewart), Daniel Agger, Brad Smith, Lucas Leiva, Jordan Rossiter, Philippe Coutinho, Suso, Fabio Borini og Joao Teixiera.
Liverpool - Síðari hálfleikur: Brad Jones (Danny Ward), Andre Wisdom, Martin Skrtel, Lloyd Jones, Jon Flanagan, Conor Coady, Joe Allen, Krisztian Adorjan, Adam Phillips, Jordan Ibe og Kristoffer Peterson.
Hér eru myndir úr leiknum af Lfctour.com.
Að sjálfsögu leiddi Daniel Agger Liverpool til leiks sem fyrirliði á móti uppeldisfélaginu sínu. Hann fékk hlýlegar móttökur fyrir leikinn og stóran blómvönd.
Leikurinn var mjög tíðindalítill í sumarblíðunni á upphafskaflanum og það var ekki fyrr en eftir stundarfjórðung sem fyrsta marktilraunin kom. Suso fékk þá boltann úti til hægri, lék inn á miðjuna og átti langskot sem markmaður danska liðsins varði í horn.
Ekki löngu síðar þurfti Tiago Illori af fara meiddur af velli og í hans stað kom Kevin Stewart. Slæmt fyrir Portúgalann því það er aldrei gott að meiðast á undirbúningstímabilinu. Á 24. mínútu komast danska liðið óvænt yfir. Kevin skallaði sendingu frá og boltinn fór til Suso rétt utan vítateigsins. Spánverjinn sendi á hinn bóginn beint á Christian Norgaard sem þakkaði gott boð og smellti boltanum í markið rétt utan vítategis. Mjög klaufalegt hjá þessum tveimur mönnum sem í hlut áttu hjá Liverpool og þá sérstaklega hjá Suso sem átti auðvitað að hreinsa almennilega.
Á 29. mínútu gerði Liverpool harða atlögu að marki Bröndby en fyrst var varið frá Brad Smith og svo Philippe Coutinho. Liverpool var alltaf sterkari aðilinn en gekk illa að jafna. Undir lok hálfleiksins átti Lucas Leiva skot, eftir að hafa unnið boltann, sem var vel varið af Lukas Hradecky. Þegar flautað var til leikhlés fór Daniel Agger til stuðningsmanna Bröndby og gaf einum úr þeirra hópi treyjuna sína.
Líkt og tíðkast í fyrstu æfingaleikjum sumarins skipti Brendan Rodgers um lið í hálfleik. Aðeins Brad Jones var eftir af þeim sem hófu leikinn. Liverpool fékk óskabyrjun í síðari hálfleik og staðan var orðin 1:1 eftir 49 mínútur. Jordan Ibe átti allan heiður af markinu. Hann náði boltanum við miðju og lék upp að endamörkum vinstra megin þaðan sem hann sendi fyrir markið. Boltinn hrökk til Svíans Kristoffer Peterson sem skoraði af stuttu færi. Danska liðið var í betri æfingu og átti oft góða samleikskafla. Það er reyndar ekkert skrýtið þótt Danirnir séu á undan Liverpool í undirbúningi sínum því danska deildin hefst um næstu helgi.
Jordan Ibe var mjög ógnandi og á 64. mínútu tók hann mikla ripsu inn í vítateiginn en skot hans var varið. Rétt á eftir átti Riza Durmisi skot beint úr aukaspyrnu sem small í þverslánni. Liverpool slapp vel þar. Þegar tíu mínútur voru eftir fékk Jordan boltann á auðum sjó og komst óáreittur inn í vítateig Bröndby en þar virtist koma hik á piltinn og skot hans var auðveldlega varið.
Enn skókst tréverkið hjá Liverpool eftir aukaspyrnu og nú var það Ferhan Hasani sem skaut. Danny Ward sem var kominn í markið fyrir Brad átti ekki möguleika og það átti hann ekki heldur á lokamínútunni þegar Ferhan braust í gegnum vörn Liverpool og skoraði sigurmarkið. Jafntefli var réttast en Danirnir unnu og voru sannarlega kátir með það.
Bröndby: Hradecky, Semb, Albrechtsen (Thygesen 61), Omskov, Kahlenberg, Szymanowski (Hasani 72), Makienok, Elmander (Nunez 61), Holst (Almeback 77), Durmisi (Da Silva) og Norgaard (Phiri 77). Ónotaðir varamenn: Falkesgaard, Dumic og Crone.
Liverpool - Fyrri hálfleikur: Brad Jones, Martin Kelly, Tiago Ilori (Kevin Stewart), Daniel Agger, Brad Smith, Lucas Leiva, Jordan Rossiter, Philippe Coutinho, Suso, Fabio Borini og Joao Teixiera.
Liverpool - Síðari hálfleikur: Brad Jones (Danny Ward), Andre Wisdom, Martin Skrtel, Lloyd Jones, Jon Flanagan, Conor Coady, Joe Allen, Krisztian Adorjan, Adam Phillips, Jordan Ibe og Kristoffer Peterson.
Hér eru myndir úr leiknum af Lfctour.com.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan