| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sigur gegn Preston
Liverpool spilaði annan æfingaleik sinn á undirbúningstímabilinu gegn Preston North End og hafði sigur, 2-1. Tveir nýir leikmenn spiluðu í fyrsta sinn fyrir félagið.
Rickie Lambert og Emre Can voru í fyrsta sinn í byrjunarliði Liverpool, fyrir leikinn var staðfest að Lambert myndi vera í treyju númer 9 hjá félaginu í vetur.
Heimamenn í Preston voru grimmari til að byrja með og Brad Jones þurfti að gera vel í markinu er hann sló langskot frá Joe Garner í burtu. Á 10. mínútu komust gestirnir í sitt fyrsta færi er Jamie Jones markvörður Preston hreinsaði frá er Lambert sendi Borini í gegn, skömmu síðar var Lambert svo dæmdur rangstæður þegar Lucas átti sendingu innfyrir vörnina á nýliðann.
Neil Kilkenny átti svo langskot rétt framhjá markinu, Josh Brownhill reyndi langskot sömuleiðis og nú fór boltinn á markið en Jones varði, uppúr hornspyrnunni skallaði Alan Browne framhjá markinu en hann fékk alveg frían skalla og hefði átt að gera betur. Eftir um 20 mínútna leik þurfti Emre Can svo að fara af velli vegna smávægilegra meiðsla, í hans stað kom Jordon Ibe inná. Gestirnir ógnuðu næst og Martin Skrtel átti góðan skalla að marki en David Buchanan náði að komast fyrir boltann.
Rickie Lambert náði skoti á markið eftir góða pressu frá Ibe og ungliðinn komst svo sjálfur í gott færi skömmu síðar en skaut framhjá þegar hann hefði að minnsta kosti átt að hitta á markið. Ekki svo löngu síðar vann Joe Allen boltann vel á miðjunni, hann sendi Borini einan upp vinstri kantinn og Ítalinn sendi fyrir markið þar sem Lambert kom aðvífandi. Bailey Wright varnarmaður Preston gerði hinsvegar vel og komst fyrst í boltann. Heimamenn fóru í sókn, uppskáru hornspyrnu sem send var á nærstöng, þar virtist varnarmaður Liverpool skalla boltann áfram yfir á fjærstöngina þar sem leikmaður Preston skaut að marki. Brad Jones varði frábærlega á marklínunni en frákastið féll fyrir fætur Brownhill sem átti auðvelt verk fyrir höndum að koma boltanum í markið. Liverpool menn tóku miðju og flautað var til hálfleiks strax í kjölfarið.
Í hálfleik komu þeir Jack Robinson og Suso inná fyrir Martin Kelly og Rickie Lambert. Suso var strax líflegur á hægri kantinum og ógnaði með skoti fyrir utan vítateig í tvö skipti en skotin fóru framhjá. Eftir u.þ.b. klukkutíma leik gerði Rodgers svo sjö skiptingar. Inná komu þeir Sebastian Coates, Lloyd Jones, Conor Coady, Jordan Rossiter, Krisztian Adorjan, Kevin Stewart og Kristoffer Peterson. Útaf fóru Wisdom, Skrtel, Lucas, Allen, Coutinho, Flanagan og Borini. Örskömmu síðar átti Ibe flotta rispu upp vinstri kantinn, hann lék inní vítateig og þrumaði að marki en boltinn fór rétt yfir.
Á 70. mínútu kom svo José Enrique inná fyrir Jack Robinson en Spánverjinn var þarna að spila í fyrsta sinn síðan í nóvember í fyrra. Fjórum mínútum síðar jafnaði svo Suso metin. Sem fyrr var það Ibe sem bjó til markið, hann lék upp vinstri kantinn og sendi boltann á Suso sem var fyrir miðjum vítateig. Spánverjinn skaut flottu skoti í fjærhornið, yfir markvörð heimamanna og þar með var staðan jöfn 1-1. Ekki svo löngu síðar var Ibe við sama heygarðshornið er hann lagði upp mark á silfurfati fyrir Svíann Kristoffer Peterson, hans annað mark á undirbúningstímabilinu eftir sendingu frá Ibe.
Nokkrum mínútum fyrir leikslok kom svo unglingurinn Adam Phillips inná fyrir Adjorjan. Gestirnir náðu að halda forystunni allt til loka og fyrsti sigur undirbúningstímabilsins staðreynd.
Preston í fyrri hálfleik: Jones, Woods, Clarke, Wright, Buchanan, KilKenny, Brownhill, Browne, Hayhurst, Gallagher og Garner.
Preston í seinni hálfleik: Stuckmann, Wiseman, King, Huntington, Davies, Humphrey, Welsh, Keane, Laird, Davies og Little.
Liverpool: B. Jones, Kelly (Robinson, 45. mín. (Enrique, 70. mín.)), Flanagan (Stewart 63. mín.), Skrtel (L. Jones, 63. mín.), Wisdom (Coates, 63. mín.), Lucas (Coady, 63. mín.), Allen (Rossiter, 63. mín.), Can (Ibe, 20. mín.), Coutinho (Adorjan, 63. mín. (Phillips, 82. mín.)), Lambert (Suso, 45. mín.) og Borini (Peterson, 63. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward og Smith.
Áhorfendur á Deepdale: 17.488.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Rickie Lambert og Emre Can voru í fyrsta sinn í byrjunarliði Liverpool, fyrir leikinn var staðfest að Lambert myndi vera í treyju númer 9 hjá félaginu í vetur.
Heimamenn í Preston voru grimmari til að byrja með og Brad Jones þurfti að gera vel í markinu er hann sló langskot frá Joe Garner í burtu. Á 10. mínútu komust gestirnir í sitt fyrsta færi er Jamie Jones markvörður Preston hreinsaði frá er Lambert sendi Borini í gegn, skömmu síðar var Lambert svo dæmdur rangstæður þegar Lucas átti sendingu innfyrir vörnina á nýliðann.
Neil Kilkenny átti svo langskot rétt framhjá markinu, Josh Brownhill reyndi langskot sömuleiðis og nú fór boltinn á markið en Jones varði, uppúr hornspyrnunni skallaði Alan Browne framhjá markinu en hann fékk alveg frían skalla og hefði átt að gera betur. Eftir um 20 mínútna leik þurfti Emre Can svo að fara af velli vegna smávægilegra meiðsla, í hans stað kom Jordon Ibe inná. Gestirnir ógnuðu næst og Martin Skrtel átti góðan skalla að marki en David Buchanan náði að komast fyrir boltann.
Rickie Lambert náði skoti á markið eftir góða pressu frá Ibe og ungliðinn komst svo sjálfur í gott færi skömmu síðar en skaut framhjá þegar hann hefði að minnsta kosti átt að hitta á markið. Ekki svo löngu síðar vann Joe Allen boltann vel á miðjunni, hann sendi Borini einan upp vinstri kantinn og Ítalinn sendi fyrir markið þar sem Lambert kom aðvífandi. Bailey Wright varnarmaður Preston gerði hinsvegar vel og komst fyrst í boltann. Heimamenn fóru í sókn, uppskáru hornspyrnu sem send var á nærstöng, þar virtist varnarmaður Liverpool skalla boltann áfram yfir á fjærstöngina þar sem leikmaður Preston skaut að marki. Brad Jones varði frábærlega á marklínunni en frákastið féll fyrir fætur Brownhill sem átti auðvelt verk fyrir höndum að koma boltanum í markið. Liverpool menn tóku miðju og flautað var til hálfleiks strax í kjölfarið.
Í hálfleik komu þeir Jack Robinson og Suso inná fyrir Martin Kelly og Rickie Lambert. Suso var strax líflegur á hægri kantinum og ógnaði með skoti fyrir utan vítateig í tvö skipti en skotin fóru framhjá. Eftir u.þ.b. klukkutíma leik gerði Rodgers svo sjö skiptingar. Inná komu þeir Sebastian Coates, Lloyd Jones, Conor Coady, Jordan Rossiter, Krisztian Adorjan, Kevin Stewart og Kristoffer Peterson. Útaf fóru Wisdom, Skrtel, Lucas, Allen, Coutinho, Flanagan og Borini. Örskömmu síðar átti Ibe flotta rispu upp vinstri kantinn, hann lék inní vítateig og þrumaði að marki en boltinn fór rétt yfir.
Á 70. mínútu kom svo José Enrique inná fyrir Jack Robinson en Spánverjinn var þarna að spila í fyrsta sinn síðan í nóvember í fyrra. Fjórum mínútum síðar jafnaði svo Suso metin. Sem fyrr var það Ibe sem bjó til markið, hann lék upp vinstri kantinn og sendi boltann á Suso sem var fyrir miðjum vítateig. Spánverjinn skaut flottu skoti í fjærhornið, yfir markvörð heimamanna og þar með var staðan jöfn 1-1. Ekki svo löngu síðar var Ibe við sama heygarðshornið er hann lagði upp mark á silfurfati fyrir Svíann Kristoffer Peterson, hans annað mark á undirbúningstímabilinu eftir sendingu frá Ibe.
Nokkrum mínútum fyrir leikslok kom svo unglingurinn Adam Phillips inná fyrir Adjorjan. Gestirnir náðu að halda forystunni allt til loka og fyrsti sigur undirbúningstímabilsins staðreynd.
Preston í fyrri hálfleik: Jones, Woods, Clarke, Wright, Buchanan, KilKenny, Brownhill, Browne, Hayhurst, Gallagher og Garner.
Preston í seinni hálfleik: Stuckmann, Wiseman, King, Huntington, Davies, Humphrey, Welsh, Keane, Laird, Davies og Little.
Liverpool: B. Jones, Kelly (Robinson, 45. mín. (Enrique, 70. mín.)), Flanagan (Stewart 63. mín.), Skrtel (L. Jones, 63. mín.), Wisdom (Coates, 63. mín.), Lucas (Coady, 63. mín.), Allen (Rossiter, 63. mín.), Can (Ibe, 20. mín.), Coutinho (Adorjan, 63. mín. (Phillips, 82. mín.)), Lambert (Suso, 45. mín.) og Borini (Peterson, 63. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward og Smith.
Áhorfendur á Deepdale: 17.488.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
17,488 |
17,488 |
17,488 |
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan