| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Flanagan þarf að fara í aðgerð
Þær slæmu fréttir bárust í dag að Jon Flanagan þarf að fara í aðgerð á vinstra hné og verður hann frá í nokkra mánuði vegna þessa.
Bakvörðurinn ungi hefur verið frá vegna meiðsla allt tímabilið vegna vökvasöfnunar í hnénu en hann hlaut meiðslin á undirbúningstímabilinu. Nánar tiltekið í keppnisferðinni í Bandaríkjunum. Hann spilaði síðast æfingaleik við Preston snemma í júlí.
Samkvæmt áætlun átti hann að hefja æfingar að nýju í þessum mánuði en þar sem hann fann ennþá til óþæginda í hnénu var tekin ákvörðun um að gera aðgerð á því. Verður að segja að þetta eru mikil vonbrigði fyrir Flanagan sem kom sterkur inn á síðasta tímabili og hann er ekki langt frá því að skrifa undir langtíma samning við félagið.
Einnig er ljóst að þeir Daniel Sturridge, Joe Allen, Emre Can og Glen Johnson eru allir á meiðslalistanum og verða ekki klárir í slaginn gegn West Ham á laugardaginn.
Martin Skrtel er þó búinn að ná sér af sínum meiðslum og Lazar Markovic er tiltækur á ný eftir að hafa verið í banni á þriðjudaginn í Meistaradeildinni.

Bakvörðurinn ungi hefur verið frá vegna meiðsla allt tímabilið vegna vökvasöfnunar í hnénu en hann hlaut meiðslin á undirbúningstímabilinu. Nánar tiltekið í keppnisferðinni í Bandaríkjunum. Hann spilaði síðast æfingaleik við Preston snemma í júlí.
Samkvæmt áætlun átti hann að hefja æfingar að nýju í þessum mánuði en þar sem hann fann ennþá til óþæginda í hnénu var tekin ákvörðun um að gera aðgerð á því. Verður að segja að þetta eru mikil vonbrigði fyrir Flanagan sem kom sterkur inn á síðasta tímabili og hann er ekki langt frá því að skrifa undir langtíma samning við félagið.
Einnig er ljóst að þeir Daniel Sturridge, Joe Allen, Emre Can og Glen Johnson eru allir á meiðslalistanum og verða ekki klárir í slaginn gegn West Ham á laugardaginn.
Martin Skrtel er þó búinn að ná sér af sínum meiðslum og Lazar Markovic er tiltækur á ný eftir að hafa verið í banni á þriðjudaginn í Meistaradeildinni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan