| Sf. Gutt
TIL BAKA
Dejan tilbúinn í grannaslaginn
Þá er það 223. grannaslagur Liverpool og Everton og fer hann fram á Anfield. Eins og venjulega verður allt undir og allir verða að vera tilbúnir í slaginn hvort sem þeir hafa reynslu af svona leikjum eða ekki. Búast má við að nokkrir leikmenn Liverpool spili í fyrsta sinn í Liverpool borgarslag og einn af þeim er miðvörðurinn Dejan Lovren. Hann segist tilbúinn í þann mikla slag sem bíður.
,,Ég get ekki beðið. Þetta er stór grannaslagur og það verður mikil ástríða í gangi. Sérstaklega þar sem spilað verður á Anfield. Þetta verður örugglega erfiður leikur því Everton er með gott lið. En ég hef trú á verkefninu."
,,Ég veit alveg um hvað ,,derby" leikurinn snýst. Alla ástríðuna, þátt stuðningsmannanna og ég geri mér grein fyrir því að þetta er ekki neinn venjulegur leikur. Það hefur mikla þýðingu fyrir stuðningsmennina að vinna sigur í ,,derby" leik."
Allt upp í fimm eða sex leikmenn gætu spilað í fyrsta sinn fyrir Liverpool á móti Everton. Þetta eru engir venjulegir leikir og miklu skiptir að nýju mennirnir standi sig vel. Dejan Lovren hvíldi á móti Middlesbrough í Deildarbikarnum og kemur vonandi sterkur til leiks í dag en hann hefur ekki verið nógu sannfærandi hingað til.
Bæði liði hafa ekki staðið sig nógu vel það sem af er leiktíðar og Liverpool verður að koma sér í gang. Sigur gegn Everton gæti haft mikið að segja með gengi liðsins í næstu leikjum. Svo er það auðvitað borgarstoltið!
,,Ég get ekki beðið. Þetta er stór grannaslagur og það verður mikil ástríða í gangi. Sérstaklega þar sem spilað verður á Anfield. Þetta verður örugglega erfiður leikur því Everton er með gott lið. En ég hef trú á verkefninu."
,,Ég veit alveg um hvað ,,derby" leikurinn snýst. Alla ástríðuna, þátt stuðningsmannanna og ég geri mér grein fyrir því að þetta er ekki neinn venjulegur leikur. Það hefur mikla þýðingu fyrir stuðningsmennina að vinna sigur í ,,derby" leik."
Allt upp í fimm eða sex leikmenn gætu spilað í fyrsta sinn fyrir Liverpool á móti Everton. Þetta eru engir venjulegir leikir og miklu skiptir að nýju mennirnir standi sig vel. Dejan Lovren hvíldi á móti Middlesbrough í Deildarbikarnum og kemur vonandi sterkur til leiks í dag en hann hefur ekki verið nógu sannfærandi hingað til.
Bæði liði hafa ekki staðið sig nógu vel það sem af er leiktíðar og Liverpool verður að koma sér í gang. Sigur gegn Everton gæti haft mikið að segja með gengi liðsins í næstu leikjum. Svo er það auðvitað borgarstoltið!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan