| Sf. Gutt

Danny Ward valinn í landslið Wales

Markmaðurinn ungi Danny Ward var á dögunum valinn í landslið Wales. Þetta er góð viðurkenning fyrir þennan efnilega markmann sem hefur spilað með yngri liðum Liverpool og varaliðinu.

Danny kom til Liverpool frá Wrexham í janúar 2012. Hann er talinn mjög efnilegur og hefur staðið sig vel með varaliði Liverpool eftir að hann komst í það. Segja má að hann sé þriðji markmaður Liverpool á eftir þeim Simon Mignolet og Brad Jones.

Danny spilaði nokkra af fyrstu æfingaleikjum Liverpool núna í sumar. Hann hefur fram til þessa tvívegis setið á varamannabekknum hjá aðalliði Liverpool.

Danny hefur spilað með yngri landsliðum Wales en þetta er í fyrsta skipti sem hann hefur verið valinn í aðallandsliðið. Hann sat á bekknum hjá Veilsverjum þegar þeir gerðu 0:0 jafntefli í Belgíu á sunnudaginn. 










TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan