| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Markalaust jafntefli gegn Sunderland
Liverpool tók á móti Sunderland í Úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur urðu 0-0 í heldur kaflaskiptum leik.
Brendan Rodgers gerði færri breytingar á liðinu en sumir höfðu spáð fyrir þennan leik, en Liverpool bíður erfitt verkefni á þriðjudag þegar liðið leikur hreinan úrslitaleik gegn Basel á Anfield, um það hvort liðið fylgir Real Madrid upp úr B-riðli Meistaradeildarinnar. Steven Gerrard var reyndar hvíldur, en aðrir lykilmenn voru í byrjunarliðinu í dag.
Philippe Coutinho kom inn í liðið í stað Gerrard og Alberto Moreno fyrir landa sinn Javier Manquillo. Að öðru leyti var liðið óbreytt frá leiknum gegn Leicester.
Leikurinn byrjaði fremur rólega fyrir utan það að Conor Wickham framherji hrundi niður í teignum strax á 2. mínútu og heimtaði vítaspyrnu. Neil Swarbrick dómari var hinsvegar ekki á þeim buxunum að fara að flauta víti strax og Liverpool slapp með skrekkinn. Wickham átti eftir að prófa þessar æfingar oftar í leiknum, en án árangurs.
Fyrsta markverða tilraun Liverpool kom á 25. mínútu þegar Coutinho átti ágætt skot á markið, en Pantillimon varði auðveldlega.
Í sjálfu sér gerðist fátt annað sem vert er að segja frá í fyrri hálfleik, en reyndar mátti minnstu muna að Wes Brown kæmi Sunderland yfir á lokaandartökum hálfleiksins þegar hann fékk frían skalla eftir hornspyrnu. Til allrar hamingju skallaði Brown boltann hátt yfir. Staðan 0-0 í hálfleik.
Liverpool kom af meiri krafti inn í seinni hálfleikinn, en fyrstu færin í hálfleiknum féllu þó í skaut gestanna frá Sunderland. Wickham og Gomez báðir skeinuhættir, en höfðu ekki heppnina með sér.
Á 63. mínútu átti Lucas ágætt skot að marki, en Pantillimon varði vel. Nokkrum mínútum síðar kom Steven Gerrard inn á í stað Lallana og við það færðist aukið líf, bæði í leikinn og áhorfendur á Anfield.
Á 77. mínútu átti Sterling frábært hlaup upp allan völlinn, framhjá 3-4 varnarmönnum gestanna eins og ekkert væri. Þegar hann var kominn að vítateignum renndi hann boltanum á Coutinho sem var í upplögðu færi. Skot Brassans var ágætt, en Pantillimon varði mjög vel.
Nokkrum mínútum síðar varði Mignolet vel hinum megin, þegar Gomez dúndraði á markið rétt utan vítateigs.
Á 83. mínútu vildu leikmenn Liverpool fá vítaspyrnu, þegar Raheem Sterling virtist vera felldur inni í teignum. Dómarinn var ekki á sama máli. Nokkrum andartökum síðar endaði stórsókn Liverpool með því að Henderson skaut boltanum lengst upp í stúku úr upplögðu færi.
Síðustu mínútur leiksins sótti Liverpool án afláts og átti nokkarar fínar sóknir, en allt kom fyrir ekki. Lokatölur á Anfield í dag 0-0.
Það var vissulega svekkjandi að ná ekki að halda áfram sigurgöngunni í dag, en samt sem áður verður að segjast að það voru jákvæð merki á leik liðsins í dag. Sérstaklega í síðari hálfleik. Varnarleikurinn er orðinn þéttari, með tilkomu Lucasar og Toure. Eftir að Gerrard kom inn á í seinni hálfleik var ágætis spil í gangi og síðan var innkoma Markovic undir lokin fín. Það var mikið líf í honum og hann var með í nokkrum ágætum sóknum í restina. Alls ekki nógu góður leikur hjá Liverpool, ef á heildina er litið, en ekki alslæmur heldur.
Liverpool: Mignolet, Johnson, Skrtel, Toure, Moreno, Lucas, Henderson,Lallana (Gerrard á 67. mín.), Coutinho (Markovic á 78. mín.), Sterling, Lambert. Ónotaðir varamenn: Jones, Lovren, Enrique, Allen, Can.
Gult spjald: Lucas
Sunderland: Pantillimon, Vergini, O´Shea, Brown, Reveillere, Bridcutt, Larsson (Cattermole á 70. mín.), Gomez, Johnson (Buckley á 79. mín.), Wickham, Altidore (Alvarez á 70. mín.). Ónotaðir varamenn: Mannone, Fletcher, Rodwell, T.Robson.
Gul spjöld: Buckley, Bridcott og Vergini.
Áhorfendur á Anfield Road:
Maður leiksins: Valið stendur á milli Lucas Leiva og Raheem Sterling. Ég valdi Lucas síðast og vel þessvegna Sterling núna, ekki kannski góð rök en einhvernveginn verður maður að velja. Sterling átti nokkrar ansi góðar rispur og var okkar helsta ógn í dag. Rétt eins og í leiknum gegn Leicester hefði hann átt að fá mun meira frá dómaranum, en það virðist vera í lagi að brjóta á honum þessa dagana.
Brendan Rodgers: Leikmennirnir lögðu sig alla fram í dag, en uppskáru ekki sigur. Í síðari hálfleik vorum við oft nálægt því að búa til verulega hættu, en það hafðist ekki að skora í dag. Það er þá jákvætt að við náðum að halda hreinu. Við höfum tekið 7 stig af 9 mögulegum í þessari viku, það er ágætis come-back, þótt við hefðum auðvitað kosið að vinna í dag.
Brendan Rodgers gerði færri breytingar á liðinu en sumir höfðu spáð fyrir þennan leik, en Liverpool bíður erfitt verkefni á þriðjudag þegar liðið leikur hreinan úrslitaleik gegn Basel á Anfield, um það hvort liðið fylgir Real Madrid upp úr B-riðli Meistaradeildarinnar. Steven Gerrard var reyndar hvíldur, en aðrir lykilmenn voru í byrjunarliðinu í dag.
Philippe Coutinho kom inn í liðið í stað Gerrard og Alberto Moreno fyrir landa sinn Javier Manquillo. Að öðru leyti var liðið óbreytt frá leiknum gegn Leicester.
Leikurinn byrjaði fremur rólega fyrir utan það að Conor Wickham framherji hrundi niður í teignum strax á 2. mínútu og heimtaði vítaspyrnu. Neil Swarbrick dómari var hinsvegar ekki á þeim buxunum að fara að flauta víti strax og Liverpool slapp með skrekkinn. Wickham átti eftir að prófa þessar æfingar oftar í leiknum, en án árangurs.
Fyrsta markverða tilraun Liverpool kom á 25. mínútu þegar Coutinho átti ágætt skot á markið, en Pantillimon varði auðveldlega.
Í sjálfu sér gerðist fátt annað sem vert er að segja frá í fyrri hálfleik, en reyndar mátti minnstu muna að Wes Brown kæmi Sunderland yfir á lokaandartökum hálfleiksins þegar hann fékk frían skalla eftir hornspyrnu. Til allrar hamingju skallaði Brown boltann hátt yfir. Staðan 0-0 í hálfleik.
Liverpool kom af meiri krafti inn í seinni hálfleikinn, en fyrstu færin í hálfleiknum féllu þó í skaut gestanna frá Sunderland. Wickham og Gomez báðir skeinuhættir, en höfðu ekki heppnina með sér.
Á 63. mínútu átti Lucas ágætt skot að marki, en Pantillimon varði vel. Nokkrum mínútum síðar kom Steven Gerrard inn á í stað Lallana og við það færðist aukið líf, bæði í leikinn og áhorfendur á Anfield.
Á 77. mínútu átti Sterling frábært hlaup upp allan völlinn, framhjá 3-4 varnarmönnum gestanna eins og ekkert væri. Þegar hann var kominn að vítateignum renndi hann boltanum á Coutinho sem var í upplögðu færi. Skot Brassans var ágætt, en Pantillimon varði mjög vel.
Nokkrum mínútum síðar varði Mignolet vel hinum megin, þegar Gomez dúndraði á markið rétt utan vítateigs.
Á 83. mínútu vildu leikmenn Liverpool fá vítaspyrnu, þegar Raheem Sterling virtist vera felldur inni í teignum. Dómarinn var ekki á sama máli. Nokkrum andartökum síðar endaði stórsókn Liverpool með því að Henderson skaut boltanum lengst upp í stúku úr upplögðu færi.
Síðustu mínútur leiksins sótti Liverpool án afláts og átti nokkarar fínar sóknir, en allt kom fyrir ekki. Lokatölur á Anfield í dag 0-0.
Það var vissulega svekkjandi að ná ekki að halda áfram sigurgöngunni í dag, en samt sem áður verður að segjast að það voru jákvæð merki á leik liðsins í dag. Sérstaklega í síðari hálfleik. Varnarleikurinn er orðinn þéttari, með tilkomu Lucasar og Toure. Eftir að Gerrard kom inn á í seinni hálfleik var ágætis spil í gangi og síðan var innkoma Markovic undir lokin fín. Það var mikið líf í honum og hann var með í nokkrum ágætum sóknum í restina. Alls ekki nógu góður leikur hjá Liverpool, ef á heildina er litið, en ekki alslæmur heldur.
Liverpool: Mignolet, Johnson, Skrtel, Toure, Moreno, Lucas, Henderson,Lallana (Gerrard á 67. mín.), Coutinho (Markovic á 78. mín.), Sterling, Lambert. Ónotaðir varamenn: Jones, Lovren, Enrique, Allen, Can.
Gult spjald: Lucas
Sunderland: Pantillimon, Vergini, O´Shea, Brown, Reveillere, Bridcutt, Larsson (Cattermole á 70. mín.), Gomez, Johnson (Buckley á 79. mín.), Wickham, Altidore (Alvarez á 70. mín.). Ónotaðir varamenn: Mannone, Fletcher, Rodwell, T.Robson.
Gul spjöld: Buckley, Bridcott og Vergini.
Áhorfendur á Anfield Road:
Maður leiksins: Valið stendur á milli Lucas Leiva og Raheem Sterling. Ég valdi Lucas síðast og vel þessvegna Sterling núna, ekki kannski góð rök en einhvernveginn verður maður að velja. Sterling átti nokkrar ansi góðar rispur og var okkar helsta ógn í dag. Rétt eins og í leiknum gegn Leicester hefði hann átt að fá mun meira frá dómaranum, en það virðist vera í lagi að brjóta á honum þessa dagana.
Brendan Rodgers: Leikmennirnir lögðu sig alla fram í dag, en uppskáru ekki sigur. Í síðari hálfleik vorum við oft nálægt því að búa til verulega hættu, en það hafðist ekki að skora í dag. Það er þá jákvætt að við náðum að halda hreinu. Við höfum tekið 7 stig af 9 mögulegum í þessari viku, það er ágætis come-back, þótt við hefðum auðvitað kosið að vinna í dag.
Fróðleikur:
-Martin Skrtel lék í dag sinn 200. Úrvalsdeildarleik fyrir Liverpool. Hann er þar með orðinn 12. leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins, þegar kemur að Úrvsldeildarleikjum.
- Tveir fyrrverandi leikmenn Sunderland voru í byrjunarliði Liverpool í dag. Simon Mignolet og Jordan Henderson. Fabio Borini, sem var á láni hjá Sunderland á síðustu leiktíð var ekki í hópnum í dag og fékk því ekki færi á að mæta sínum fyrrum félögum úr norðrinu.
-Glen Johnson, sem lék sinn 150. deildarleik fyrir Liverpool gegn Leicester í vikunni lék í dag sinn 300. deildarleik frá upphafi, en hann hefur leikið deildarleiki með Millwall, Chelsea, West Ham og Portsmouth, auk Liverpool.
-Þetta var í annað sinn í síðustu 13 heimsóknum Sunderland á Anfield sem liðinu tekst að halda hreinu gegn Liverpool.
Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com
Hér má sjá viðbrögð Brendan Rodgers eftir leikinn.
- Tveir fyrrverandi leikmenn Sunderland voru í byrjunarliði Liverpool í dag. Simon Mignolet og Jordan Henderson. Fabio Borini, sem var á láni hjá Sunderland á síðustu leiktíð var ekki í hópnum í dag og fékk því ekki færi á að mæta sínum fyrrum félögum úr norðrinu.
-Glen Johnson, sem lék sinn 150. deildarleik fyrir Liverpool gegn Leicester í vikunni lék í dag sinn 300. deildarleik frá upphafi, en hann hefur leikið deildarleiki með Millwall, Chelsea, West Ham og Portsmouth, auk Liverpool.
-Þetta var í annað sinn í síðustu 13 heimsóknum Sunderland á Anfield sem liðinu tekst að halda hreinu gegn Liverpool.
Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com
Hér má sjá viðbrögð Brendan Rodgers eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah ekki meiddur -
| Sf. Gutt
Farinn heim -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið frá í haust -
| Heimir Eyvindarson
Er Arne Slot Bob Paisley 21.aldarinnar? -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan