| Elvar Guðmundsson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool fær þá Eið Smára og Emile Heskey í heimsókn á Anfield á morgun þegar Bolton kíkir við í 4. umferð FA bikarkeppninnar. Sæti í 16-liða úrslitum í húfi og krafan rík um það hjá stuðningsmönnum okkar manna. Sérstaklega eftir gott gengi undanfarnar vikur. Leikurinn er seinnipartsleikur og hefst kl 17:30.
Mótherji okkar á morgun, Bolton, situr í 15. sæti B-deildarinnar (Championship) og siglir þar nokkuð lygnan sjó 10 stigum frá fallsæti og 11 stigum frá umspilssæti. Liðið hefur útivallarárangurinn 3-2-8 og hafa skorað fæst allra Championship liða á útivelli á þessari leiktíð eða 9 talsins en fengið á sig 19.
Vonir standa til að þeir Balotelli (veikindi), Allen (hné) og Glen Johnson (nári) verði klárir í hóp á morgun en þessi leikur líklega aðeins of snemma fyrir Sturridge. Eitthvað var þó slúðrað í dag um að hann yrði jafnvel með gegn Bolton en ég tel ekki líklegt að sú verði raunin.
Í gegnum tíðina höfum við mætt Bolton í FA bikarnum 8 sinnum og í sex skipti hafa þeir slegið okkur út. Sláandi tölfræði en segir okkur akkúrat ekki neitt á morgun, þar skiptir máli að mæta tilbúnir til leiks og klára dæmið á okkar eigin heimavelli. 10 síðustu deildarleikir á milli þessara liða á Anfield Road enduðu með sigri okkar en síðasti tapleikurinn gegn þeim á Anfield var í deildarbikarnum fyrir rúmum 11 árum. 2-3 fór sá leikur en þá var Bolton liðið ágætlega mannað með menn eins og Jay Jay Ococha, Bruno N'Gotty og sjálfan Youri Djorkaeff innan sinna raða.
Þess verður hreinlega krafist að hausinn á þeim mönnum sem komast á skýrslu á morgun verði skrúfaður rétt á og þeir taki þennan leik sem úrslitaleik eins og auðvitað allir bikarleikir eru.
Mótherji okkar á morgun, Bolton, situr í 15. sæti B-deildarinnar (Championship) og siglir þar nokkuð lygnan sjó 10 stigum frá fallsæti og 11 stigum frá umspilssæti. Liðið hefur útivallarárangurinn 3-2-8 og hafa skorað fæst allra Championship liða á útivelli á þessari leiktíð eða 9 talsins en fengið á sig 19.
Vonir standa til að þeir Balotelli (veikindi), Allen (hné) og Glen Johnson (nári) verði klárir í hóp á morgun en þessi leikur líklega aðeins of snemma fyrir Sturridge. Eitthvað var þó slúðrað í dag um að hann yrði jafnvel með gegn Bolton en ég tel ekki líklegt að sú verði raunin.
Í gegnum tíðina höfum við mætt Bolton í FA bikarnum 8 sinnum og í sex skipti hafa þeir slegið okkur út. Sláandi tölfræði en segir okkur akkúrat ekki neitt á morgun, þar skiptir máli að mæta tilbúnir til leiks og klára dæmið á okkar eigin heimavelli. 10 síðustu deildarleikir á milli þessara liða á Anfield Road enduðu með sigri okkar en síðasti tapleikurinn gegn þeim á Anfield var í deildarbikarnum fyrir rúmum 11 árum. 2-3 fór sá leikur en þá var Bolton liðið ágætlega mannað með menn eins og Jay Jay Ococha, Bruno N'Gotty og sjálfan Youri Djorkaeff innan sinna raða.
Þess verður hreinlega krafist að hausinn á þeim mönnum sem komast á skýrslu á morgun verði skrúfaður rétt á og þeir taki þennan leik sem úrslitaleik eins og auðvitað allir bikarleikir eru.
Bolton hafa verið í smá basli í vetur og byrjuðu deildina mjög illa en hafa örlítið verið að rétta úr kútnum uppá síðkastið. Hafa sigrað þrjá af síðustu 6 deildarleikjum, 2 jafntefli og aðeins 1 tap, og slógu Wigan út í 3. umferðinni 1-0 á heimavelli sem skilaði þeim þessum risaleik á Anfield. Neil Lennon sem tók við af Dougie Freedman sem stjóri Bolton í október sl. sagði mikið tilhlökkunarefni að mæta Liverpool og hélt því fram að engir væru meira spenntir en "gömlu" mennirnir Eiður og Heskey.
Á eðlilegum degi sigrar Liverpool alltaf Bolton á heimavelli, sagt með fullri virðingu fyrir mótherjanum, en við vitum sem er að í FA bikar getur allt gerst og ekkert öruggt fyrirfram.
Mín spá er 3-1 sigur, þar sem Eiður skorar að sjálfsögðu mark gestanna og Balo gerir tvö af mörkum okkar manna!
Á eðlilegum degi sigrar Liverpool alltaf Bolton á heimavelli, sagt með fullri virðingu fyrir mótherjanum, en við vitum sem er að í FA bikar getur allt gerst og ekkert öruggt fyrirfram.
Mín spá er 3-1 sigur, þar sem Eiður skorar að sjálfsögðu mark gestanna og Balo gerir tvö af mörkum okkar manna!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan