| Elvar Guðmundsson
TIL BAKA
Jafnt gegn Bolton
Liverpool tók í dag á móti 1. deildarliði Bolton í 4. umferð FA bikarkeppninnar. Leiknum lauk með markalausu jafnefli sem þýðir að við þurfum að mæta þeim aftur og þá á þeirra heimavelli, Macron Stadium (áður Reebok Stadium).
Á degi sem gaf að líta haug af furðulegum úrslitum átti það bara ekki fyrir okkur að liggja að slá Bolton út. Bæði Chelsea og Manchester City voru slegin út á þeirra eigin heimavelli sem og Southampton og Tottenham. Sem sagt, 3 efstu lið deildarinnar fallin úr keppni og því aukast möguleikar fyrirliðans okkar að lyfta sjálfum FA bikarnum á afmælisdeginum sínum.
Brendan hvíldi Steven í dag, sem og Skrtel og Moreno og Borini og Lucas fóru á tréverkið í leik sem Liverpool hafði töluverða yfirburði í úti á vellinum og jú einnig í skotum (24-7), svipaðar tölur og gegn Chelsea nema hvað Bolton átti 5 skotum fleiri að marki Liverpool í þessum leik.
Á eðlilegum degi hefðum við tekið eitthvað af þessum tækifærum. Sterling kom sér mjög oft í hættulegar stöður einn á einn sem hann náði ekki að færa sér í nyt. Manquillo átti líklega besta færið er hann vann boltann af harðfylgi innan teigs eftir að besti maður vallarins, Adam Bogdan markvörður Bolton, hafði varið enn eitt skotið, nú frá Coutinho. Hann átti einnig stórkostlega markvörslu er hann varði frá Borini sem hafði komið inná sem varamaður skömmu áður. Inn vildi boltinn hins vegar ekki og Bolton hefði vel getað stolið sigrinum en sem betur fer klikkaði Eiður Smári í tveimur mjög góðum færum.
Sturridge var auðvitað enn sárt saknað, sérstaklega í þessum leikjum sem mótherjinn bakkar og myndar varnarlínu við eigin vítateig. Hann er sagður jafnvel í hóp gegn Chelsea í vikunni eða þá um næstu helgi. Verður mjög gott að fá kappann aftur og vonandi helst hann heill í einhverja leiki, liðið þarfnast hans.
Liverpool: Mignolet, Johnson, Can, Sakho, Manquillo (Borini, 68. mín.), Henderson, Allen (Lucas, 67. mín.), Enrique (Markovic, 45. mín.), Lallana, Coutinho, Sterling.
Bolton: Bogdan, Dervite, Mills (Spearing, 73. mín.), Ream, Feeney, Danns, Pratley, Vela, Moxey (Weater, 83. mín.), Eiður Smári, Heskey (Wilkinson, 57. mín.)
Gul spjöld: Dervite, Mills, Pratley og Vela.
Áhorfendur á Anfield Road: 43.847.
Maður leiksins: Nokkuð jöfn frammistaða okkar manna í dag, varnarlínan sterk með þá Sakho og Can öfluga. Vel þá báða sem okkar menn leiksins en án vafa var Adam Bogdan besti maður vallarins og steig ekki feilspor allan leikinn.
Brendan Rodgers: "Við gerðum allt nema að setja boltann í netið. Við vorum frábærir í að skapa okkur færi en einnig sterkir varnarlega gegn góðu fótboltaliði. Með smá heppni hefðum við getað skorað og með betri "slúttum" en það gerðist ekki og þar við sat. Við erum enn með í keppninni og gerum allt sem við getum til að komast í næstu umferð."
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Hér má sjá viðtal við Brendan eftir leik.
Á degi sem gaf að líta haug af furðulegum úrslitum átti það bara ekki fyrir okkur að liggja að slá Bolton út. Bæði Chelsea og Manchester City voru slegin út á þeirra eigin heimavelli sem og Southampton og Tottenham. Sem sagt, 3 efstu lið deildarinnar fallin úr keppni og því aukast möguleikar fyrirliðans okkar að lyfta sjálfum FA bikarnum á afmælisdeginum sínum.
Brendan hvíldi Steven í dag, sem og Skrtel og Moreno og Borini og Lucas fóru á tréverkið í leik sem Liverpool hafði töluverða yfirburði í úti á vellinum og jú einnig í skotum (24-7), svipaðar tölur og gegn Chelsea nema hvað Bolton átti 5 skotum fleiri að marki Liverpool í þessum leik.
Á eðlilegum degi hefðum við tekið eitthvað af þessum tækifærum. Sterling kom sér mjög oft í hættulegar stöður einn á einn sem hann náði ekki að færa sér í nyt. Manquillo átti líklega besta færið er hann vann boltann af harðfylgi innan teigs eftir að besti maður vallarins, Adam Bogdan markvörður Bolton, hafði varið enn eitt skotið, nú frá Coutinho. Hann átti einnig stórkostlega markvörslu er hann varði frá Borini sem hafði komið inná sem varamaður skömmu áður. Inn vildi boltinn hins vegar ekki og Bolton hefði vel getað stolið sigrinum en sem betur fer klikkaði Eiður Smári í tveimur mjög góðum færum.
Sturridge var auðvitað enn sárt saknað, sérstaklega í þessum leikjum sem mótherjinn bakkar og myndar varnarlínu við eigin vítateig. Hann er sagður jafnvel í hóp gegn Chelsea í vikunni eða þá um næstu helgi. Verður mjög gott að fá kappann aftur og vonandi helst hann heill í einhverja leiki, liðið þarfnast hans.
Liverpool: Mignolet, Johnson, Can, Sakho, Manquillo (Borini, 68. mín.), Henderson, Allen (Lucas, 67. mín.), Enrique (Markovic, 45. mín.), Lallana, Coutinho, Sterling.
Bolton: Bogdan, Dervite, Mills (Spearing, 73. mín.), Ream, Feeney, Danns, Pratley, Vela, Moxey (Weater, 83. mín.), Eiður Smári, Heskey (Wilkinson, 57. mín.)
Gul spjöld: Dervite, Mills, Pratley og Vela.
Áhorfendur á Anfield Road: 43.847.
Maður leiksins: Nokkuð jöfn frammistaða okkar manna í dag, varnarlínan sterk með þá Sakho og Can öfluga. Vel þá báða sem okkar menn leiksins en án vafa var Adam Bogdan besti maður vallarins og steig ekki feilspor allan leikinn.
Brendan Rodgers: "Við gerðum allt nema að setja boltann í netið. Við vorum frábærir í að skapa okkur færi en einnig sterkir varnarlega gegn góðu fótboltaliði. Með smá heppni hefðum við getað skorað og með betri "slúttum" en það gerðist ekki og þar við sat. Við erum enn með í keppninni og gerum allt sem við getum til að komast í næstu umferð."
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Hér má sjá viðtal við Brendan eftir leik.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan