| Sf. Gutt
Jordon Ibe lét sannarlega til sín taka um helgina á móti Everton. Hann segist hafa skemmt sér konunglega í leiknum. Jordon sem var nærri búinn að skora sigurmarkið hafði meðal annars þetta að segja í viðtali við Liverpoolfc.com eftir leikinn.
,,Mér leið mjög vel og skemmti mér konunglega. Það var frábært að stjórinn skyldi gefa mér tækifæri á að taka þátt í svona mikilvægum leik. Ég naut þess að spila og mér fannst aðrir í liðinu standa sig vel. Ég kom til baka frá Derby með reynslu í pokahorninu en þar lék ég talsvert og tók þátt í mikilvægum leikjum. Það var frábært að koma til baka og taka þátt. Það var stórgott að vera hjá Derby en auðvitað var ég að reyna að spila vel til að komast aftur í Liverpool liðið."
Grannaslagnum lauk án marka en Jordon komst næst því að skora þegar frábært skot hans small í stönginni á marki Everton.
,,Ég tók rispu fram völlinn og þegar ég skaut hélt ég að boltinn væri á leiðinni í markið. Ég var kominn að því að fagna en boltinn fór í stöngina og framhjá."
Ljóst er að Jordon Ibe er mikið efni. Hann var í láni hjá Birmingham City á síðstu leiktíð og stóð fyrir sínu. Hann lék mjög vel á undirbúningstímabilinu og þóttu fáir standa sig betur en Brendan ákvað að lána hann til Derby. Þar lét hann mikið að sér kveða og ákveðið var að kalla hann heim til Liverpool í síðasta mánuði. Það kemur sér vel að fá strákinn inn í liðshópinn núna þegar margir leikir eru framundan.
TIL BAKA
Skemmti mér konunglega!
Jordon Ibe lét sannarlega til sín taka um helgina á móti Everton. Hann segist hafa skemmt sér konunglega í leiknum. Jordon sem var nærri búinn að skora sigurmarkið hafði meðal annars þetta að segja í viðtali við Liverpoolfc.com eftir leikinn.
,,Mér leið mjög vel og skemmti mér konunglega. Það var frábært að stjórinn skyldi gefa mér tækifæri á að taka þátt í svona mikilvægum leik. Ég naut þess að spila og mér fannst aðrir í liðinu standa sig vel. Ég kom til baka frá Derby með reynslu í pokahorninu en þar lék ég talsvert og tók þátt í mikilvægum leikjum. Það var frábært að koma til baka og taka þátt. Það var stórgott að vera hjá Derby en auðvitað var ég að reyna að spila vel til að komast aftur í Liverpool liðið."
Grannaslagnum lauk án marka en Jordon komst næst því að skora þegar frábært skot hans small í stönginni á marki Everton.
,,Ég tók rispu fram völlinn og þegar ég skaut hélt ég að boltinn væri á leiðinni í markið. Ég var kominn að því að fagna en boltinn fór í stöngina og framhjá."
Ljóst er að Jordon Ibe er mikið efni. Hann var í láni hjá Birmingham City á síðstu leiktíð og stóð fyrir sínu. Hann lék mjög vel á undirbúningstímabilinu og þóttu fáir standa sig betur en Brendan ákvað að lána hann til Derby. Þar lét hann mikið að sér kveða og ákveðið var að kalla hann heim til Liverpool í síðasta mánuði. Það kemur sér vel að fá strákinn inn í liðshópinn núna þegar margir leikir eru framundan.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan