| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Þetta verður skrýtið
Rickie Lambert, Adam Lallana og Dejan Lovren verða væntanlega allir í leikmannahópi Liverpool í dag þegar liðið mætir þeirra fyrrum félagi Southampton í lykilleik í baráttunni um 4. sætið.
Lovren lék reyndar einungis í eitt ár með Southampton, en Lambert lék þar í 5 ár og var í miklum metum hjá stuðningsmönnum liðsins og Lallana er alinn upp hjá félaginu og hafði haldið ótrúlegri tryggð við liðið, allt þar til hann fór fram á sölu í sumar.
Rickie Lambert skoraði 117 mörk í 225 leikjum fyrir Southampton 5 ára tímabili og var gríðarlega vinsæll meðal stuðningsmanna liðsins. Adam Lallana gekk til liðs við félagið á unglingsárum og hélt tryggð við félagið, þótt það væri á tímabili í frjálsu falli milli deilda á Englandi. Hann þykir einn besti leikmaður í sögu félagsins og var fyrirliði liðsins áður en hann gekk til liðs við Liverpool í sumar.
Þrátt fyrir að þeir hafi báðir verið í miklum metum á suðurströndinni er óhætt að segja að viðskilnaður þeirra við Southampton hafi verið afar ólíkur og því er talið líklegt að þeir fái ólíkar viðtökur í dag. Stuðningsmenn Southampton sýndu því nefnilega mikinn skilning þegar Rickie Lambert greip tækifærið og hélt á æskuslóðir sínar, í faðm félagsins sem hann hafði stutt frá barnæsku. Stuðningsmönnunum virtist líka Öskubuskuævintýri hins 32 ára framherja ágætlega. Þegar Adam Lallana pressaði á félagið að selja sig til Liverpool var hinsvegar allt annað uppi á teningnum.
Eins og mönnum er enn í fersku minni virtist Lallana efstur á óskalista Liverpool í sumar. Liðið var í samningaviðræðum við Southampton að því er virtist látlaust í nokkrar vikur og hvorki gekk né rak. Suðurstrandarliðið vildi ekki fyrir nokkra muni missa fyrirliða sinn - og sinn besta mann. Svo fór að lokum að Lallana sjálfur setti uppeldisfélagi sínu stólinn fyrir dyrnar og náði í raun að þvinga söluna í gegn. Stuðningsmenn félagsins brugðust eðlilega ókvæða við.
„Mér þykir fyrir því hvernig fór. Ég vissi af áhuga Liverpool og ég vissi af tregðu Southampton. Svo fór að lokum að ég ákvað að segja minn hug. Ég bað forráðamenn Southampton um að selja mig. Ég sagðist vilja fara, en að ég hafi sagt að ég myndi aldrei spila aftur fyrir félagið, hvort sem ég yrði seldur eða ekki, það er einfaldlega ekki rétt. En það breytir því ekki að viðskilnaðurinn varð alls ekki eins og ég óskaði mér. Þetta var allt mjög erfitt", segir Lallana.
„Innst inni vona ég auðvitað að ég fái góðar móttökur, en ég á ekki endilega von á því. Ég vona samt að fólk minnist góðu tímanna sem við áttum saman. En ef ég verð púaður niður þá mun ég túlka það þannig að fólkið sakni mín, rétt eins og ég sakna þeirra."
„Það verður mjög skrýtið að mæta Southampton. Eftir á að hyggja er ég í raun feginn að ég var meiddur þegar liðin mættust í fyrri umferðinni. Það hefði verið allt of snemmt, ég er ekki viss um að ég hefði höndlað það. Ég ber mikla virðingu fyrir Southampton og mér þykir mjög vænt um félagið, en nú er ég hjá Liverpool og ég verð að spila eins og fagmaður og gera mitt besta. Jafnvel þótt mótherjinn sé Southampton. En það er alveg öruggt að ég mun ekki fagna ef ég skora."
Rickie Lambert segist heldur ekki ætla að fagna ef hann nær að skora í dag.
„Ég átti einstaklega gott samband við stuðningsmenn Southampton. Ef ég á að segja alveg eins og er þá leið mér aldrei betur en að spila fyrir þá. Ég hef aldrei upplifað annan eins stuðning. Ég yrði mjög hissa ef ég fengi ekki góðar móttökur. Ég hlakka allavega til að sjá stuðningsmennina aftur. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og félaginu og ég vona að ég fái að taka einhvern þátt í leiknum. En ég mun örugglega ekki fagna ef ég skyldi ná að skora."
„Ég hef ekki komið til Southampton síðan í sumar og ég hlakka til að sjá bæinn og stuðningsmenina og hitta mína fyrrum liðsfélaga. Ég er mjög þakklátur fyrir þessi fimm ótrúlegu ár sem ég átti með félaginu og ég er ekki síst þakklátur fyrir það hversu góður viðskilnaðurinn var. Stuðningsmennirnir sýndu mér mikinn skilning og ég er óendanlega ánægður með það."
„Ég veit að Adam er leiður yfir því hvernig fór á endanum. Hann hefði svo sannarlega viljað að hlutirnir hefðu farið öðruvísi, en ég vona að stuðningsmennirnir taki líka vel á móti honum. Ég veit allavega að hann elskar félagið."
Lovren lék reyndar einungis í eitt ár með Southampton, en Lambert lék þar í 5 ár og var í miklum metum hjá stuðningsmönnum liðsins og Lallana er alinn upp hjá félaginu og hafði haldið ótrúlegri tryggð við liðið, allt þar til hann fór fram á sölu í sumar.
Rickie Lambert skoraði 117 mörk í 225 leikjum fyrir Southampton 5 ára tímabili og var gríðarlega vinsæll meðal stuðningsmanna liðsins. Adam Lallana gekk til liðs við félagið á unglingsárum og hélt tryggð við félagið, þótt það væri á tímabili í frjálsu falli milli deilda á Englandi. Hann þykir einn besti leikmaður í sögu félagsins og var fyrirliði liðsins áður en hann gekk til liðs við Liverpool í sumar.
Þrátt fyrir að þeir hafi báðir verið í miklum metum á suðurströndinni er óhætt að segja að viðskilnaður þeirra við Southampton hafi verið afar ólíkur og því er talið líklegt að þeir fái ólíkar viðtökur í dag. Stuðningsmenn Southampton sýndu því nefnilega mikinn skilning þegar Rickie Lambert greip tækifærið og hélt á æskuslóðir sínar, í faðm félagsins sem hann hafði stutt frá barnæsku. Stuðningsmönnunum virtist líka Öskubuskuævintýri hins 32 ára framherja ágætlega. Þegar Adam Lallana pressaði á félagið að selja sig til Liverpool var hinsvegar allt annað uppi á teningnum.
Eins og mönnum er enn í fersku minni virtist Lallana efstur á óskalista Liverpool í sumar. Liðið var í samningaviðræðum við Southampton að því er virtist látlaust í nokkrar vikur og hvorki gekk né rak. Suðurstrandarliðið vildi ekki fyrir nokkra muni missa fyrirliða sinn - og sinn besta mann. Svo fór að lokum að Lallana sjálfur setti uppeldisfélagi sínu stólinn fyrir dyrnar og náði í raun að þvinga söluna í gegn. Stuðningsmenn félagsins brugðust eðlilega ókvæða við.
„Mér þykir fyrir því hvernig fór. Ég vissi af áhuga Liverpool og ég vissi af tregðu Southampton. Svo fór að lokum að ég ákvað að segja minn hug. Ég bað forráðamenn Southampton um að selja mig. Ég sagðist vilja fara, en að ég hafi sagt að ég myndi aldrei spila aftur fyrir félagið, hvort sem ég yrði seldur eða ekki, það er einfaldlega ekki rétt. En það breytir því ekki að viðskilnaðurinn varð alls ekki eins og ég óskaði mér. Þetta var allt mjög erfitt", segir Lallana.
„Innst inni vona ég auðvitað að ég fái góðar móttökur, en ég á ekki endilega von á því. Ég vona samt að fólk minnist góðu tímanna sem við áttum saman. En ef ég verð púaður niður þá mun ég túlka það þannig að fólkið sakni mín, rétt eins og ég sakna þeirra."
„Það verður mjög skrýtið að mæta Southampton. Eftir á að hyggja er ég í raun feginn að ég var meiddur þegar liðin mættust í fyrri umferðinni. Það hefði verið allt of snemmt, ég er ekki viss um að ég hefði höndlað það. Ég ber mikla virðingu fyrir Southampton og mér þykir mjög vænt um félagið, en nú er ég hjá Liverpool og ég verð að spila eins og fagmaður og gera mitt besta. Jafnvel þótt mótherjinn sé Southampton. En það er alveg öruggt að ég mun ekki fagna ef ég skora."
Rickie Lambert segist heldur ekki ætla að fagna ef hann nær að skora í dag.
„Ég átti einstaklega gott samband við stuðningsmenn Southampton. Ef ég á að segja alveg eins og er þá leið mér aldrei betur en að spila fyrir þá. Ég hef aldrei upplifað annan eins stuðning. Ég yrði mjög hissa ef ég fengi ekki góðar móttökur. Ég hlakka allavega til að sjá stuðningsmennina aftur. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og félaginu og ég vona að ég fái að taka einhvern þátt í leiknum. En ég mun örugglega ekki fagna ef ég skyldi ná að skora."
„Ég hef ekki komið til Southampton síðan í sumar og ég hlakka til að sjá bæinn og stuðningsmenina og hitta mína fyrrum liðsfélaga. Ég er mjög þakklátur fyrir þessi fimm ótrúlegu ár sem ég átti með félaginu og ég er ekki síst þakklátur fyrir það hversu góður viðskilnaðurinn var. Stuðningsmennirnir sýndu mér mikinn skilning og ég er óendanlega ánægður með það."
„Ég veit að Adam er leiður yfir því hvernig fór á endanum. Hann hefði svo sannarlega viljað að hlutirnir hefðu farið öðruvísi, en ég vona að stuðningsmennirnir taki líka vel á móti honum. Ég veit allavega að hann elskar félagið."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan