| Sf. Gutt
TIL BAKA
Allir saman!
Liverpool jafnaði félagsmet gegn Swansea þegar markinu var haldið hreinu í sjötta sinn í röð í útileik í deildinni. Simon Mignolet segir þetta afrek verk alls liðsins. Hann sagði þetta í viðtali við Liverpoolfc.com eftir leikinn.
,,Við sem lið erum ánægðir með þetta met. Maður vill alltaf halda hreinu þegar leikið er á útivelli. Við höfum nú náð að gera það í sex leikjum í röð og það er mjög ánægjulegt. Ég hef alltaf sagt að allt liðið gerir þetta saman og það var eins núna. Allir lögðu hart að sér til að halda aftur hreinu og við verðum að halda áfram á sömu braut til loka leiktíðarinnar."
,,Ég hef engan áhuga á því að taka sjálfur við einhverju hrósi því ég hef sagt frá upphafi að liðið heldur hreinu í sameiningu. Þetta höfum við verið að gera."
Þó svo að Simon vilji ekki eigna sér þessa metjöfnun þá er hann búinn að standa sig með sóma og hann varði til dæmis frábærlega frá Gylfa Þór Sigurðssyni á móti Swansea. Hvernig sem á þetta er litið þá er afrekið frábært og það verður gaman að sjá hvort tekst að slá það í næsta útileik.
,,Við sem lið erum ánægðir með þetta met. Maður vill alltaf halda hreinu þegar leikið er á útivelli. Við höfum nú náð að gera það í sex leikjum í röð og það er mjög ánægjulegt. Ég hef alltaf sagt að allt liðið gerir þetta saman og það var eins núna. Allir lögðu hart að sér til að halda aftur hreinu og við verðum að halda áfram á sömu braut til loka leiktíðarinnar."
,,Ég hef engan áhuga á því að taka sjálfur við einhverju hrósi því ég hef sagt frá upphafi að liðið heldur hreinu í sameiningu. Þetta höfum við verið að gera."
Þó svo að Simon vilji ekki eigna sér þessa metjöfnun þá er hann búinn að standa sig með sóma og hann varði til dæmis frábærlega frá Gylfa Þór Sigurðssyni á móti Swansea. Hvernig sem á þetta er litið þá er afrekið frábært og það verður gaman að sjá hvort tekst að slá það í næsta útileik.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan