| Sf. Gutt
Það er allt eða ekkert á Wembley í dag þegar Liverpool og Aston Villa mætast í undanúrslitum í F.A. bikarnum. Brendan Rodgers, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur hvatt strákana sína til að grípa tækifærið á að komast á spjöld sögunnar.
,,Þú verður að grípa tækifærið. Þetta er ekki úrslitaleikur heldur undanúrslit og það er möguleiki á öðrum leik. Það er í svona stórleikjum sem leikmenn geta skráð nafn sitt á spjöld sögunnar. Menn vilja láta til sín taka og og setja mark sitt á leiki. Ef menn vilja verða toppleikmenn þá verða menn að standa sig í stórleikjum og það gera góðir leikmenn."
,,Það er ekki hægt að taka neinu sem gefnum hlut. Maður veit aldrei í lífinu og atvinnuíþróttum hvenær maður fær annað tækifæri á einhverju. Þess vegna verður maður að vera tilbúinn að grípa tækifærin þegar þau koma og ég veit að leikmennirnir eru tilbúnir að gera það."
Mögnuð ræða hjá Brendan Rodgers og nú er að vona að lærisveinar hans grípi tækifærið og stígi stórt skref að bikarnum góða!
TIL BAKA
Grípið tækifærið!
Það er allt eða ekkert á Wembley í dag þegar Liverpool og Aston Villa mætast í undanúrslitum í F.A. bikarnum. Brendan Rodgers, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur hvatt strákana sína til að grípa tækifærið á að komast á spjöld sögunnar.
,,Þú verður að grípa tækifærið. Þetta er ekki úrslitaleikur heldur undanúrslit og það er möguleiki á öðrum leik. Það er í svona stórleikjum sem leikmenn geta skráð nafn sitt á spjöld sögunnar. Menn vilja láta til sín taka og og setja mark sitt á leiki. Ef menn vilja verða toppleikmenn þá verða menn að standa sig í stórleikjum og það gera góðir leikmenn."
,,Það er ekki hægt að taka neinu sem gefnum hlut. Maður veit aldrei í lífinu og atvinnuíþróttum hvenær maður fær annað tækifæri á einhverju. Þess vegna verður maður að vera tilbúinn að grípa tækifærin þegar þau koma og ég veit að leikmennirnir eru tilbúnir að gera það."
Mögnuð ræða hjá Brendan Rodgers og nú er að vona að lærisveinar hans grípi tækifærið og stígi stórt skref að bikarnum góða!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan