| Sf. Gutt
TIL BAKA
Þurfum að bæta okkur í stórleikjum!
Tap Liverpool á Wembley í gær í undanúrslitum F.A. bikarsins var mikið áfall og þá sérstaklega fyrir þá sök hversu illa liðið lék. Brendan Rodgers sagði eftir leikinn að lið hans þyrfti að bæta árangur sinn í stórleikjum.
,,Af einhverjum orsökum vorum við taugaóstyrkir. Kannski setur það menn út af laginu þegar menn þyrstir svona rosalega mikið í að vinna eitthvað."
,,Við þurfum að bæta okkur í að takast á við svona stórleiki. Okkur hefur á stundum tekist mjög vel upp í að höndla stórleiki en ekki alltaf."
Liverpool komst í tvenn undanúrslit á leiktíðinni sem er í sjálfu sér gott en verra er að í hvorugt skiptið tókst að komast alla leið. Liverpool féll reyndar með sæmd fyrir Chelsea eftir hörkuleiki í Deildarbikarundanúrslitunum en verra gat það varla verið í gær.
Liverpool hefur aðeins unnið einn leik og gert eitt jafntefli í sjö leikjum gegn þeim liðum sem nú skipa fjögur efstu sætin í deildinni. Liverpool á útileik eftir við Chelsea í næsta mánuði sem leiðir deildina. Það var þungt yfir Brendan á Wembley í gær eftir leikinn og hann á mikið verk óunnið með liðið sitt.
,,Af einhverjum orsökum vorum við taugaóstyrkir. Kannski setur það menn út af laginu þegar menn þyrstir svona rosalega mikið í að vinna eitthvað."
,,Við þurfum að bæta okkur í að takast á við svona stórleiki. Okkur hefur á stundum tekist mjög vel upp í að höndla stórleiki en ekki alltaf."
Liverpool komst í tvenn undanúrslit á leiktíðinni sem er í sjálfu sér gott en verra er að í hvorugt skiptið tókst að komast alla leið. Liverpool féll reyndar með sæmd fyrir Chelsea eftir hörkuleiki í Deildarbikarundanúrslitunum en verra gat það varla verið í gær.
Liverpool hefur aðeins unnið einn leik og gert eitt jafntefli í sjö leikjum gegn þeim liðum sem nú skipa fjögur efstu sætin í deildinni. Liverpool á útileik eftir við Chelsea í næsta mánuði sem leiðir deildina. Það var þungt yfir Brendan á Wembley í gær eftir leikinn og hann á mikið verk óunnið með liðið sitt.
Nýlegar fréttir
-
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði mikilvægan sigur! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Léttur sigur! -
| Heimir Eyvindarson
Mætum við Henderson í Meistaradeildinni? -
| Heimir Eyvindarson
Bajcetic til Las Palmas -
| Heimir Eyvindarson
Nallo sló 27 ára gamalt met Michael Owen
Fréttageymslan