| Heimir Eyvindarson
Simon Mignolet er á góðri leið með að tryggja sér Gullhanskann, sem er viðurkenning til þess markmanns sem heldur oftast hreinu í Úrvalsdeild á leiktíðinni.
Gullhanskinn var fyrst veittur vorið 2005, en þá hreppti Petr Cech viðurkenninguna eftir að hafa haldið markinu hreinu í 21 leik. Næstu þrjú árin þar á eftir landaði Pepe Reina hanskanum, með 20,19 og 18 ,,hreinum lökum".
Vorið 2009 féll hanskinn í skaut Hollendingsins Edwin van der Saar, sem þá jafnaði afrek Cech frá leiktíðinni 2004-2005 með því að halda markinu hreinu í 21 leik.
Petr Cech hirti Gullhanskann í annað sinn vorið 2010, en næstu þrjú árin þar á eftir hreppti Joe Hart hnossið. Síðastliðið vor skiptu Cech og Wojciech Szczezny síðan hanskanum á milli sín, en báðir héldu búrinu hreinu í 16 leikjum sem er lægsta tala sem hanskinn hefur verið veittur fyrir.
Eftir afleita byrjun á leiktíðinni og bekkjarsetu á aðventunni hefur Simon Mignolet staðið sig ljómandi vel í marki Liverpool. Nú er svo komið að hann hefur haldið markinu hreinu í 14 leikjum. Fraser Forster hjá Southampton er næstur með 13 ,,hrein lök", en hann er meiddur og spilar ekki meira á leiktíðinni. Lukas Fabianski hjá Swansea er síðan í 3. sæti, en hann hefur haldið markinu hreinu í 11 leikjum. Swansea á aðeins fjóra leiki eftir í deildinni og Liverpool fimm, þannig að það verður að teljast ansi líklegt að okkar maður fái að skreyta sig með hanskanum eftirsótta í lok leiktíðar.
TIL BAKA
Fær Mignolet Gullhanskann?

Gullhanskinn var fyrst veittur vorið 2005, en þá hreppti Petr Cech viðurkenninguna eftir að hafa haldið markinu hreinu í 21 leik. Næstu þrjú árin þar á eftir landaði Pepe Reina hanskanum, með 20,19 og 18 ,,hreinum lökum".
Vorið 2009 féll hanskinn í skaut Hollendingsins Edwin van der Saar, sem þá jafnaði afrek Cech frá leiktíðinni 2004-2005 með því að halda markinu hreinu í 21 leik.
Petr Cech hirti Gullhanskann í annað sinn vorið 2010, en næstu þrjú árin þar á eftir hreppti Joe Hart hnossið. Síðastliðið vor skiptu Cech og Wojciech Szczezny síðan hanskanum á milli sín, en báðir héldu búrinu hreinu í 16 leikjum sem er lægsta tala sem hanskinn hefur verið veittur fyrir.
Eftir afleita byrjun á leiktíðinni og bekkjarsetu á aðventunni hefur Simon Mignolet staðið sig ljómandi vel í marki Liverpool. Nú er svo komið að hann hefur haldið markinu hreinu í 14 leikjum. Fraser Forster hjá Southampton er næstur með 13 ,,hrein lök", en hann er meiddur og spilar ekki meira á leiktíðinni. Lukas Fabianski hjá Swansea er síðan í 3. sæti, en hann hefur haldið markinu hreinu í 11 leikjum. Swansea á aðeins fjóra leiki eftir í deildinni og Liverpool fimm, þannig að það verður að teljast ansi líklegt að okkar maður fái að skreyta sig með hanskanum eftirsótta í lok leiktíðar.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan