| Sf. Gutt
Þær slæmu fréttir bárust um daginn að Jon Flanagan þyrfti að fara aftur í aðgerð. Þessi efnilegi strákur hefur ekkert spilað á leiktíðinni en hann varð fyrir hnémeiðslum á undirbúningstímabilinu fyrir þessa leiktíð.
Í mars var talið að hann væri að verða tilbúinn til leiks og hann spilaði hluta af stjörnuleiknum á Anfield sem þeir Steven Gerrard og Jamie Carragher völdu lið í. Það var búist við honum aftur í aðalliðshópinn með viðkomu í varaliðsleik en þá kom í ljós að Jon var ekki orðinn góður af meiðslunum og ákveðið var að senda hann í aðgerð á nýjan leik. Búist er við að hann verði ekki tilbúinn til leiks fyrr en í lok árins.
Þetta er mikið áfall fyrir Jon Flanagan og Liverpool en hann var frábær á síðustu leiktíð og lék stórt hlutverk í titiláhlaupinu eftirminnilega. Hann lék meira að segja sinn fyrsta landsleik í lok leiktíðarinnar. Nú er að vona að Jon nái sér almennilega og komist aftur til heilsu.
TIL BAKA
Jon Flanagan aftur í aðgerð!

Í mars var talið að hann væri að verða tilbúinn til leiks og hann spilaði hluta af stjörnuleiknum á Anfield sem þeir Steven Gerrard og Jamie Carragher völdu lið í. Það var búist við honum aftur í aðalliðshópinn með viðkomu í varaliðsleik en þá kom í ljós að Jon var ekki orðinn góður af meiðslunum og ákveðið var að senda hann í aðgerð á nýjan leik. Búist er við að hann verði ekki tilbúinn til leiks fyrr en í lok árins.
Þetta er mikið áfall fyrir Jon Flanagan og Liverpool en hann var frábær á síðustu leiktíð og lék stórt hlutverk í titiláhlaupinu eftirminnilega. Hann lék meira að segja sinn fyrsta landsleik í lok leiktíðarinnar. Nú er að vona að Jon nái sér almennilega og komist aftur til heilsu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan