| Sf. Gutt
TIL BAKA
Jon Flanagan aftur í aðgerð!
Þær slæmu fréttir bárust um daginn að Jon Flanagan þyrfti að fara aftur í aðgerð. Þessi efnilegi strákur hefur ekkert spilað á leiktíðinni en hann varð fyrir hnémeiðslum á undirbúningstímabilinu fyrir þessa leiktíð.
Í mars var talið að hann væri að verða tilbúinn til leiks og hann spilaði hluta af stjörnuleiknum á Anfield sem þeir Steven Gerrard og Jamie Carragher völdu lið í. Það var búist við honum aftur í aðalliðshópinn með viðkomu í varaliðsleik en þá kom í ljós að Jon var ekki orðinn góður af meiðslunum og ákveðið var að senda hann í aðgerð á nýjan leik. Búist er við að hann verði ekki tilbúinn til leiks fyrr en í lok árins.
Þetta er mikið áfall fyrir Jon Flanagan og Liverpool en hann var frábær á síðustu leiktíð og lék stórt hlutverk í titiláhlaupinu eftirminnilega. Hann lék meira að segja sinn fyrsta landsleik í lok leiktíðarinnar. Nú er að vona að Jon nái sér almennilega og komist aftur til heilsu.
Í mars var talið að hann væri að verða tilbúinn til leiks og hann spilaði hluta af stjörnuleiknum á Anfield sem þeir Steven Gerrard og Jamie Carragher völdu lið í. Það var búist við honum aftur í aðalliðshópinn með viðkomu í varaliðsleik en þá kom í ljós að Jon var ekki orðinn góður af meiðslunum og ákveðið var að senda hann í aðgerð á nýjan leik. Búist er við að hann verði ekki tilbúinn til leiks fyrr en í lok árins.
Þetta er mikið áfall fyrir Jon Flanagan og Liverpool en hann var frábær á síðustu leiktíð og lék stórt hlutverk í titiláhlaupinu eftirminnilega. Hann lék meira að segja sinn fyrsta landsleik í lok leiktíðarinnar. Nú er að vona að Jon nái sér almennilega og komist aftur til heilsu.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan