| Sf. Gutt
Liverpool v Crystal Palace
Það verður kveðjustund á gamla leikvanginum sem stendur við Anfield Road á morgun. Steven George Gerrard mun ganga til leiks í síðasta sinn inn á Anfield Road sem leikmaður Liverpool Football Club. Á þessum velli horfði Steven á liðið sitt spila þegar hann var lítill strákur og dreymdi um að spila eins og einn leik með Rauða hernum. Níu ára hóf hann að æfa með öðrum strákum sem áttu sama draum. Seinna varð hann framúrskarandi leikmaður, skoraði fjölda marka og tók við bikurum sem fyrirliði liðsins. Það hafa margir magnaðir leikmenn klæðst rauða búningnum frá stofnun félagsins árið 1892. Sumir telja að Steven hafi jafnvel verið bestur af þeim öllum og betri en Kóngurinn sjálfur Kenny Dalglish. Eitt er víst að Steven fer í sögubækur félagsins sem einn sá allra besti af mörgum góðum. En af þeim sem hafa alist upp hjá Liverpool er hann sá besti! Það hafa verið margar magnaðar stundir á Anfield í gegnum söguna. Svo mikið veit ég að kveðjustundin á morgun fer í þjóðsagnasafn Liverpool F.C.!
Þetta er reyndar ekki síðasti leikur Steven Gerrard með Liverpool. Um næstu helgi verður sá allra síðasti þegar Liverpool spilar í Stoke. Á morgun mun þó Steven kveðja Anfield og The Kop. Hann á nú kannski eftir að koma aftur sem þjálfari og jafnvel framkvæmdastjóri en í bili verður þetta síðasta stund hans með fólkinu sínu á Anfield!
Ég var svo lánsamur að vera á Anfield um daginn þegar Steven lék sinn næst síðasta leik þar. Steven skoraði þá sigurmark Liverpool í 2:1 sigri á Queens Park Rangers og sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum. Hann var ekki löngu áður búinn að misnota vítaspyrnu en hann ætlaði sér að bæta fyrir það og eins og svo oft áður réði hann úrslitum! Það var sannarlega magnað að verða vitni að því marki og sjá hann spila í síðasta sinn með eigin augum. Hann er búinn að skora eitt mark síðan en hann jafnaði leikinn 1:1 gegn tilvonandi Englandsmeisturum Chelsea um liðna helgi.
Steven sagði núna í vikunni að hann vorkenndi félögum sínum því það væri ekki talað um neitt nema hann nú í aðdraganda leiks Liverpool og Crystal Palace. Það er jú alvöru leikur framundan og Steven Gerrard vill ekki kveðja Anfield á annan hátt nema með sigri. Hann mun leiða liðið sitt og leggja allt í sölurnar til að fagna sigri. Hver veit nema hann muni skora eitt mark eða fleiri. Annað eins hefur nú gerst á ferli þessa magnaða leikmanns. Crystal Palace hefur af og til sett strik í reikninga Liverpool. Liðið tók vel við sér eftir að Alan Pardew tók við og stýrði því úr fallhættu sem það hafði verið í framan af leiktíð. En það kemur ekki annað til mála en að Liverpool vinni þennan leik. Liverpool vinnur 3:0 og Steven skorar tvö mörk. Rickie Lambert skorar líka. Goðsagnir skrá söguna og Steven Gerrard er ekki alveg búinn að klára sína sem leikmaður Liverpool!
YNWA!
Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa sig fyrir leikinn á Melwood.
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool v Crystal Palace
Þetta er reyndar ekki síðasti leikur Steven Gerrard með Liverpool. Um næstu helgi verður sá allra síðasti þegar Liverpool spilar í Stoke. Á morgun mun þó Steven kveðja Anfield og The Kop. Hann á nú kannski eftir að koma aftur sem þjálfari og jafnvel framkvæmdastjóri en í bili verður þetta síðasta stund hans með fólkinu sínu á Anfield!
Ég var svo lánsamur að vera á Anfield um daginn þegar Steven lék sinn næst síðasta leik þar. Steven skoraði þá sigurmark Liverpool í 2:1 sigri á Queens Park Rangers og sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum. Hann var ekki löngu áður búinn að misnota vítaspyrnu en hann ætlaði sér að bæta fyrir það og eins og svo oft áður réði hann úrslitum! Það var sannarlega magnað að verða vitni að því marki og sjá hann spila í síðasta sinn með eigin augum. Hann er búinn að skora eitt mark síðan en hann jafnaði leikinn 1:1 gegn tilvonandi Englandsmeisturum Chelsea um liðna helgi.
Steven sagði núna í vikunni að hann vorkenndi félögum sínum því það væri ekki talað um neitt nema hann nú í aðdraganda leiks Liverpool og Crystal Palace. Það er jú alvöru leikur framundan og Steven Gerrard vill ekki kveðja Anfield á annan hátt nema með sigri. Hann mun leiða liðið sitt og leggja allt í sölurnar til að fagna sigri. Hver veit nema hann muni skora eitt mark eða fleiri. Annað eins hefur nú gerst á ferli þessa magnaða leikmanns. Crystal Palace hefur af og til sett strik í reikninga Liverpool. Liðið tók vel við sér eftir að Alan Pardew tók við og stýrði því úr fallhættu sem það hafði verið í framan af leiktíð. En það kemur ekki annað til mála en að Liverpool vinni þennan leik. Liverpool vinnur 3:0 og Steven skorar tvö mörk. Rickie Lambert skorar líka. Goðsagnir skrá söguna og Steven Gerrard er ekki alveg búinn að klára sína sem leikmaður Liverpool!
YNWA!
Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa sig fyrir leikinn á Melwood.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan