| Sf. Gutt
Þó svo að leikur Liverpool og Crystal Palace sé ekki síðasti leikur Liverpool á leiktíðinni verður um kveðjustund að ræða fyrir Steven Gerrard. Leikurinn er jú síðasti heimaleikur Liverpool á þessu keppnistímabili. Steven segist kvíða fyrir lokaflautinu á Anfield á morgun. Mun sjást tár á hvarmi?
,,Ég veit eiginlega ekki á hverju maður á von. Ég hef aldrei verið í þessari aðstöðu áður svo ég veit ekki hvernig þetta verður. Ég vil í raun ekki vera í henni. Ég vil halda aftur af tilfinningunum en ég kvíði fyrir lokaflautinu. Ég fór að kvíða fyrir lokunum þegar ég tilkynnti að ég væri að hætta í janúar. Aðalástæðan er sú að ég mun sakna alls svo mikið. En það er komið að lokum. Ég verð að halda mínu striki, spila leikinn og svo rennur kveðjustundin upp."
,,Ég er viss um að þetta verður undarlegt. Þetta verður tilfinningaþrunginn dagur fyrir mig, fjölskyldu mína og vini sem hafa fylgt mér í gegnum ferilinn. Það sama gildir fyrir marga stuðningsmenn sem hafa horft á mig í áraraðir. Ekki bara hérna á leikvanginum heldur líka úti um allan heim. Ég fæ alla athyglina um helgina en ég er eiginlega ekki mjög hrifinn af því. Vonandi get ég spilað vel fyrir stuðningsmennina svo við getum náð sigri og ég geti notið kveðjustundarinnar eftir leikinn. Þetta verður erfiður dagur en ég ætla að reyna að njóta hans."
Það verður mikið um dýrðir á Anfield á morgun. Steven Gerrard mun ganga til leiks í gengum heiðursvörð leikmanna beggja liða. Áhorfendur munu svo gera myndverk honum til heiðurs á The Kop og jafnvel í annarri stúku. Svo hefst leikurinn en búast má við miklu tilfinningaflóði í Musterinu fyrir en ekki síður eftir leikinn.
TIL BAKA
Steven kvíðir fyrir kveðjustundinni!
Þó svo að leikur Liverpool og Crystal Palace sé ekki síðasti leikur Liverpool á leiktíðinni verður um kveðjustund að ræða fyrir Steven Gerrard. Leikurinn er jú síðasti heimaleikur Liverpool á þessu keppnistímabili. Steven segist kvíða fyrir lokaflautinu á Anfield á morgun. Mun sjást tár á hvarmi?
,,Ég veit eiginlega ekki á hverju maður á von. Ég hef aldrei verið í þessari aðstöðu áður svo ég veit ekki hvernig þetta verður. Ég vil í raun ekki vera í henni. Ég vil halda aftur af tilfinningunum en ég kvíði fyrir lokaflautinu. Ég fór að kvíða fyrir lokunum þegar ég tilkynnti að ég væri að hætta í janúar. Aðalástæðan er sú að ég mun sakna alls svo mikið. En það er komið að lokum. Ég verð að halda mínu striki, spila leikinn og svo rennur kveðjustundin upp."
,,Ég er viss um að þetta verður undarlegt. Þetta verður tilfinningaþrunginn dagur fyrir mig, fjölskyldu mína og vini sem hafa fylgt mér í gegnum ferilinn. Það sama gildir fyrir marga stuðningsmenn sem hafa horft á mig í áraraðir. Ekki bara hérna á leikvanginum heldur líka úti um allan heim. Ég fæ alla athyglina um helgina en ég er eiginlega ekki mjög hrifinn af því. Vonandi get ég spilað vel fyrir stuðningsmennina svo við getum náð sigri og ég geti notið kveðjustundarinnar eftir leikinn. Þetta verður erfiður dagur en ég ætla að reyna að njóta hans."
Það verður mikið um dýrðir á Anfield á morgun. Steven Gerrard mun ganga til leiks í gengum heiðursvörð leikmanna beggja liða. Áhorfendur munu svo gera myndverk honum til heiðurs á The Kop og jafnvel í annarri stúku. Svo hefst leikurinn en búast má við miklu tilfinningaflóði í Musterinu fyrir en ekki síður eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan