| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Rodgers biðlar til stuðningsmanna
Í leikskrá dagsins fyrir leikinn gegn Norwich biður Brendan Rodgers stuðningsmenn Liverpool um áframhaldandi stuðning.
Brendan Rodgers er undir mikilli pressu þessa dagana, jafnvel þótt hann vilji ekki kannast við það. Eftir fjóra leiki án sigurs er hann kominn ansi langt niður á vinsældalista stuðningsmanna Liverpool, eftir að hafa verið í guðatölu fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári síðan.
Framundan eru fjórir heimaleikir í röð og í leikskrá dagsins notar Brendan sitt pláss til að biðja um áframhaldandi stuðning.
„Ég geri mér fulla grein fyrir því að úrslitin að undanförnu hafa ekki staðist væntingar og ég get lofað ykkur því að við vinnum dag og nótt í því að bæta úr því. Á meðan við vinnum í því er afar mikilvægt að liðið og hópurinn allur finni áframhaldandi stuðning ykkar, þar til liðið finnur rythmann og nær fótfestu."
„Þetta hafið þið gert allan þann tíma sem ég hef verið hér. Þið hafið stutt liðið í gegnum þykkt og þunnt. Það er það sem gerir ykkur öll svo einstök. Anfield er mikilvægt vígi fyrir okkur öll og frammistaða ykkar getur gert gæfumuninn hér. Það vitum við vel og við vitum líka að við getum ekki gengið að því gefnu að þið styðjið okkur ef við stöndum okkur ekki. Frammistaðan er alfarið á okkar ábyrgð."
„Kærar þakkir fyrir ykkar stöðuga og einstaka stuðning. Eins og alltaf munum við gera okkar allra besta til að standa undir væntingum og vonandi getum við öll verið stolt og ánægð þegar lokaflautið gellur í dag."
Brendan Rodgers er undir mikilli pressu þessa dagana, jafnvel þótt hann vilji ekki kannast við það. Eftir fjóra leiki án sigurs er hann kominn ansi langt niður á vinsældalista stuðningsmanna Liverpool, eftir að hafa verið í guðatölu fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári síðan.
Framundan eru fjórir heimaleikir í röð og í leikskrá dagsins notar Brendan sitt pláss til að biðja um áframhaldandi stuðning.
„Ég geri mér fulla grein fyrir því að úrslitin að undanförnu hafa ekki staðist væntingar og ég get lofað ykkur því að við vinnum dag og nótt í því að bæta úr því. Á meðan við vinnum í því er afar mikilvægt að liðið og hópurinn allur finni áframhaldandi stuðning ykkar, þar til liðið finnur rythmann og nær fótfestu."
„Þetta hafið þið gert allan þann tíma sem ég hef verið hér. Þið hafið stutt liðið í gegnum þykkt og þunnt. Það er það sem gerir ykkur öll svo einstök. Anfield er mikilvægt vígi fyrir okkur öll og frammistaða ykkar getur gert gæfumuninn hér. Það vitum við vel og við vitum líka að við getum ekki gengið að því gefnu að þið styðjið okkur ef við stöndum okkur ekki. Frammistaðan er alfarið á okkar ábyrgð."
„Kærar þakkir fyrir ykkar stöðuga og einstaka stuðning. Eins og alltaf munum við gera okkar allra besta til að standa undir væntingum og vonandi getum við öll verið stolt og ánægð þegar lokaflautið gellur í dag."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan