| Heimir Eyvindarson
Liverpool gerði svekkjandi jafntefli við Norwich á Anfield í dag. Eftir glæsimark frá Danny Ings í upphafi síðari hálfleiks náðu gestirnir að skora slysalegt jöfnunarmark úr föstu leikatriði.
Brendan Rodgers gerði fjórar breytingar frá byrjunarliðinu sem mætti Manchester United í síðasta deildarleik. Mamadou Sakho og Alberto Moreno, sem báðir léku vel gegn Bordeaux á fimmtudaginn, komu inn í stað þeirra Dejan Lovren og Joe Gomez. Þá kom Coutinho inn í liðið á ný eftir leikbannið sem hann tók út gegn United og landi hans Roberto Firmino varð að gera sér bekkinn að góðu enn eina ferðina.
Stærstu fréttir dagsins voru síðan að Daniel Sturridge var í byrjunarliðinu eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Hann tók sæti Danny Ings, en var reyndar ekki látinn dúsa úti á kanti líkt og Ings í síðasta leik heldur var hann uppi á topp ásamt Christian Benteke. Í fyrsta sinn á leiktíðinni sem Rodgers stillir upp tveimur sóknarmönnum.
Brendan Rodgers stillti upp með 3 miðverði að þessu sinni, þá Can, Skrtel og Sakho. Moreno og Clyne voru á vængjunum, Lucas og Milner á miðri miðjunni með Coutinho fyrir framan sig og síðan voru Sturridge og Benteke frammi.
Liverpool var sterkara liðið á vellinum í fyrri hálfleik, en fékk ekkert voðalega mörg færi. Tvisvar í hálfleiknum vildu okkar menn fá víti, fyrst James Milner og síðan Sturridge, en báðir fóru full auðveldlega niður og með of miklum tilþrifum til þess að Anthony Taylor benti á punktinn. Vissulega virtist um snertingu vera að ræða í bæði skiptin, en víti hefði verið harkalegur dómur í báðum tilvikum.
Fyrsta alvöru færi Liverpool kom á 18. mínútu þegar Moreno sendi góðan bolta fyrir markið á James Milner sem var í góðri stöðu rétt innan við vítateigslínuna. Skot Milners fór af varnarmanni Norwich, hörkufæri og hugsanlega hefði Milner getað gert betur.
Á 34. mínútu átti Lucas frábæra sendingu á Sturridge sem var aleinn á vítateigshorninu. Sturridge skaut viðstöðulaust með vinstri, en Ruddy varði vel. Það hefði verið ótrúlega skemmtilegt ef Sturridge hefði stimplað sig inn með marki þarna.
Staðan í hálfleik markalaus og þrátt fyrir að hafa ekki vaðið í færum var Liverpool mun betra liðið á vellinum.
Í leikhléi fór Benteke útaf vegna meiðsla og í hans stað kom Danny Ings. Hann var ekki lengi að láta að sér kveða því strax á 49. mínútu var hann búinn að skora glæsilegt mark. Moreno átti þá góða sendingu inn fyrir vörnina þar sem Ings tók boltann glæsilega á kassann og renndi honum svo í fjærhornið framhjá Ruddy í marki Norwich. Frábær afgreiðsla hjá varamanninum og staðan orðin 1-0 á Anfield.
En á 62. mínútu fékk Norwich fyrstu hornspyrnu sína í leiknum. Upp úr henni skoraði Russel Martin gott mark, eftir að Mignolet hafði slegið boltann máttleysislega út í teiginn.
Aðeins þremur mínútum síðar voru gestirnir rétt búnir að stela öllum stigunum, þá fékk Matt Jarvis dauðafæri á markteig en til allrar hamingju varði Mignolet gríðarlega vel. Okkar menn ljónheppnir að vera ekki skyndilega undir í leiknum.
Mínútu síðar átti Moreno hörkuskot að marki Norwich sem Ruddy varði vel. Á 78. mínútu fékk Coutinho besta færi leiksins þegar hann komst einn inn í teig eftir góða sendingu frá Firmino sem kom inn á nokkrum mínútum áður. Coutinho gat valið um að senda á Ings sem var vinstra megin við hann eða að skjóta á Ruddy, Brassinn valdi síðari kostinn og Ruddy varði mjög vel. Grátlegt að ná ekki marki þarna.
Á 82. mínútu þræddu Coutinho, Lallana og Ings sig í gegnum alla vörn Norwich, en Ruddy kom vel út og Ings varð að pikka boltann framhjá honum og útaf. Skemmtilegir taktar engu að síður hjá okkar mönnum.
Liverpool sótti án afláts síðustu mínúturnar en allt kom fyrir ekki. Niðurstaðan á Anfield svekkjandi 1-1 jafntefli gegn nýliðunum.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Skrtel, Sakho, Moreno, Lucas (Firmino á 72. mín.), Milner, Can, Coutinho, Benteke (Ings á 46. mín.), Sturridge (Lallana á 63. mín.). Ónotaðir varamenn: Bogdan, Ibe, Lovren, Ings, Lallana, Gomez, Firmino.
Mark Liverpool: Danny Ings á 49. mín.
Gult spjald: Milner.
Norwich: Ruddy, Whittaker, Martin, Bassong, Brady, Redmond, Dorrans, Tettey, Jarvis, Howson, Jerome. Ónotaðir varamenn:
Rudd, Grabban, Mbokani, Hoolahan, Olsson, R Bennett, O’Neil.
Mark Norwich: Martin á 62. mín.
Gul spjöld: Tettey og Dorrans
Áhorfendur á Anfield Road: 44.072.-
Maður leiksins: Ég ætla að velja Alberto Moreno mann leiksins. Hann var gríðarlega duglegur bæði í vörn og sókn og skapaði oft mikla hættu með hraða sínum og sendingum. Átti til að mynda stoðsendinguna á Ings.
Brendan Rodgers: „Þetta var gríðarlega svekkjandi. Ég er ánægður með margt í spilinu hjá okkur í dag. Við sköpuðum nokkur ágæt færi, en við verðum að nýta sjénsana okkar betur. Það var afskaplega vont að fá á sig mark úr föstu leikatriði þar sem við hefðum átt að gera betur. Við megum ekki fá á okkur svona ódýr mörk."
TIL BAKA
Svekkjandi jafntefli gegn nýliðunum
Brendan Rodgers gerði fjórar breytingar frá byrjunarliðinu sem mætti Manchester United í síðasta deildarleik. Mamadou Sakho og Alberto Moreno, sem báðir léku vel gegn Bordeaux á fimmtudaginn, komu inn í stað þeirra Dejan Lovren og Joe Gomez. Þá kom Coutinho inn í liðið á ný eftir leikbannið sem hann tók út gegn United og landi hans Roberto Firmino varð að gera sér bekkinn að góðu enn eina ferðina.
Stærstu fréttir dagsins voru síðan að Daniel Sturridge var í byrjunarliðinu eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Hann tók sæti Danny Ings, en var reyndar ekki látinn dúsa úti á kanti líkt og Ings í síðasta leik heldur var hann uppi á topp ásamt Christian Benteke. Í fyrsta sinn á leiktíðinni sem Rodgers stillir upp tveimur sóknarmönnum.
Brendan Rodgers stillti upp með 3 miðverði að þessu sinni, þá Can, Skrtel og Sakho. Moreno og Clyne voru á vængjunum, Lucas og Milner á miðri miðjunni með Coutinho fyrir framan sig og síðan voru Sturridge og Benteke frammi.
Liverpool var sterkara liðið á vellinum í fyrri hálfleik, en fékk ekkert voðalega mörg færi. Tvisvar í hálfleiknum vildu okkar menn fá víti, fyrst James Milner og síðan Sturridge, en báðir fóru full auðveldlega niður og með of miklum tilþrifum til þess að Anthony Taylor benti á punktinn. Vissulega virtist um snertingu vera að ræða í bæði skiptin, en víti hefði verið harkalegur dómur í báðum tilvikum.
Fyrsta alvöru færi Liverpool kom á 18. mínútu þegar Moreno sendi góðan bolta fyrir markið á James Milner sem var í góðri stöðu rétt innan við vítateigslínuna. Skot Milners fór af varnarmanni Norwich, hörkufæri og hugsanlega hefði Milner getað gert betur.
Á 34. mínútu átti Lucas frábæra sendingu á Sturridge sem var aleinn á vítateigshorninu. Sturridge skaut viðstöðulaust með vinstri, en Ruddy varði vel. Það hefði verið ótrúlega skemmtilegt ef Sturridge hefði stimplað sig inn með marki þarna.
Staðan í hálfleik markalaus og þrátt fyrir að hafa ekki vaðið í færum var Liverpool mun betra liðið á vellinum.
Í leikhléi fór Benteke útaf vegna meiðsla og í hans stað kom Danny Ings. Hann var ekki lengi að láta að sér kveða því strax á 49. mínútu var hann búinn að skora glæsilegt mark. Moreno átti þá góða sendingu inn fyrir vörnina þar sem Ings tók boltann glæsilega á kassann og renndi honum svo í fjærhornið framhjá Ruddy í marki Norwich. Frábær afgreiðsla hjá varamanninum og staðan orðin 1-0 á Anfield.
En á 62. mínútu fékk Norwich fyrstu hornspyrnu sína í leiknum. Upp úr henni skoraði Russel Martin gott mark, eftir að Mignolet hafði slegið boltann máttleysislega út í teiginn.
Aðeins þremur mínútum síðar voru gestirnir rétt búnir að stela öllum stigunum, þá fékk Matt Jarvis dauðafæri á markteig en til allrar hamingju varði Mignolet gríðarlega vel. Okkar menn ljónheppnir að vera ekki skyndilega undir í leiknum.
Mínútu síðar átti Moreno hörkuskot að marki Norwich sem Ruddy varði vel. Á 78. mínútu fékk Coutinho besta færi leiksins þegar hann komst einn inn í teig eftir góða sendingu frá Firmino sem kom inn á nokkrum mínútum áður. Coutinho gat valið um að senda á Ings sem var vinstra megin við hann eða að skjóta á Ruddy, Brassinn valdi síðari kostinn og Ruddy varði mjög vel. Grátlegt að ná ekki marki þarna.
Á 82. mínútu þræddu Coutinho, Lallana og Ings sig í gegnum alla vörn Norwich, en Ruddy kom vel út og Ings varð að pikka boltann framhjá honum og útaf. Skemmtilegir taktar engu að síður hjá okkar mönnum.
Liverpool sótti án afláts síðustu mínúturnar en allt kom fyrir ekki. Niðurstaðan á Anfield svekkjandi 1-1 jafntefli gegn nýliðunum.
Mark Liverpool: Danny Ings á 49. mín.
Gult spjald: Milner.
Norwich: Ruddy, Whittaker, Martin, Bassong, Brady, Redmond, Dorrans, Tettey, Jarvis, Howson, Jerome. Ónotaðir varamenn:
Rudd, Grabban, Mbokani, Hoolahan, Olsson, R Bennett, O’Neil.
Mark Norwich: Martin á 62. mín.
Gul spjöld: Tettey og Dorrans
Áhorfendur á Anfield Road: 44.072.-
Maður leiksins: Ég ætla að velja Alberto Moreno mann leiksins. Hann var gríðarlega duglegur bæði í vörn og sókn og skapaði oft mikla hættu með hraða sínum og sendingum. Átti til að mynda stoðsendinguna á Ings.
Brendan Rodgers: „Þetta var gríðarlega svekkjandi. Ég er ánægður með margt í spilinu hjá okkur í dag. Við sköpuðum nokkur ágæt færi, en við verðum að nýta sjénsana okkar betur. Það var afskaplega vont að fá á sig mark úr föstu leikatriði þar sem við hefðum átt að gera betur. Við megum ekki fá á okkur svona ódýr mörk."
Fróðleikur:
-Þetta var fyrsta mark Danny Ings fyrir Liverpool.
-Þetta var fimmti leikurinn í röð á tímabilinu sem Liverpool nær ekki að vinna.
-Þetta var fyrsti leikur Daniel Sturridge síðan gegn Arsenal 4.apríl s.l.
-Þetta var 10. leikurinn í röð sem Liverpool nær ekki að skora meira en eitt mark.
-Þetta var í fyrsta sinn frá því að Brendan Rodgers tók við Liverpool sem liðinu tekst ekki að leggja Norwich að velli.
-Í síðustu fimm viðureignum Liverpool og Norwich fram að leiknum í dag hafði Liverpool alltaf unnið og markatalan var 21-5 Liverpool í hag.
-Frá því að Úrvalsdeildin var stofnuð hefur Liverpool skorað 40 mörk á móti Norwich og er það lið sem hefur skorað flest mörk á móti kanarífuglunum.
-Þetta var 27. viðureign Liverpool og Norwich á Anfield og 6. jafnteflið í sögunni. Norwich hefur farið með sigur af hólmi fjórum sinnum og Liverpool hefur unnið 17 sinnum.
-Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
-Þetta var fimmti leikurinn í röð á tímabilinu sem Liverpool nær ekki að vinna.
-Þetta var fyrsti leikur Daniel Sturridge síðan gegn Arsenal 4.apríl s.l.
-Þetta var 10. leikurinn í röð sem Liverpool nær ekki að skora meira en eitt mark.
-Þetta var í fyrsta sinn frá því að Brendan Rodgers tók við Liverpool sem liðinu tekst ekki að leggja Norwich að velli.
-Í síðustu fimm viðureignum Liverpool og Norwich fram að leiknum í dag hafði Liverpool alltaf unnið og markatalan var 21-5 Liverpool í hag.
-Frá því að Úrvalsdeildin var stofnuð hefur Liverpool skorað 40 mörk á móti Norwich og er það lið sem hefur skorað flest mörk á móti kanarífuglunum.
-Þetta var 27. viðureign Liverpool og Norwich á Anfield og 6. jafnteflið í sögunni. Norwich hefur farið með sigur af hólmi fjórum sinnum og Liverpool hefur unnið 17 sinnum.
-Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan