| Sf. Gutt
Adam Lallana var í dag fyrsti leikmaður Liverpool til tjá sig um hvernig honum litist á nýja framkvæmdastjórann. Honum segist vera spenntur að byrja að vinna með Jürgen Klopp.
,,Ég er spenntur og reyndar mjög spenntur að byrja að vinna með nýja framkvæmdastjóranum. Ég horfði á blaðamannafundinn. Margt jákvætt kom fram þar og viðbrögð þeirra sem þar voru og annarra endurspegluðu jákvænina. Ég tel að þetta verði allt spennandi."
,,Ég á auðvitað eftir að spila einn leik með enska landsliðinu og ég er með fulla einbeitingu á þeim leik. En ég hlakka til að koma til félagsins eftir leikinn."
Brendan Rodgers keypti Adam frá Southampton í fyrra. Adam sér á vissan hátt eftir Brendan.
,,Það eru auðvitað vonbrigði að sjá á eftir Brendan og eins er svekkjandi að liðið hafi ekki byrjað leiktíðina betur. En það eru alltaf einhverjar breytingar í gangi í knattspyrnunni."
Nú er að sjá hvort Adam Lallana á upp á pallborðið hjá Jürgen. Líklega verða margir leikmenn býsna óöryggir með sig í byrjun því ekki hafa þeir leikið það vel það sem af er keppnistímabilsins. En nú byrja allir með hreint borð!
TIL BAKA
Adam fyrstur til að tjá sig!

,,Ég er spenntur og reyndar mjög spenntur að byrja að vinna með nýja framkvæmdastjóranum. Ég horfði á blaðamannafundinn. Margt jákvætt kom fram þar og viðbrögð þeirra sem þar voru og annarra endurspegluðu jákvænina. Ég tel að þetta verði allt spennandi."
,,Ég á auðvitað eftir að spila einn leik með enska landsliðinu og ég er með fulla einbeitingu á þeim leik. En ég hlakka til að koma til félagsins eftir leikinn."
Brendan Rodgers keypti Adam frá Southampton í fyrra. Adam sér á vissan hátt eftir Brendan.
,,Það eru auðvitað vonbrigði að sjá á eftir Brendan og eins er svekkjandi að liðið hafi ekki byrjað leiktíðina betur. En það eru alltaf einhverjar breytingar í gangi í knattspyrnunni."
Nú er að sjá hvort Adam Lallana á upp á pallborðið hjá Jürgen. Líklega verða margir leikmenn býsna óöryggir með sig í byrjun því ekki hafa þeir leikið það vel það sem af er keppnistímabilsins. En nú byrja allir með hreint borð!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan