| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Landsleikjahléið var mikilvægt
Jürgen Klopp segir að það hafi verið kærkomið að fá loksins svolítinn tíma á æfingasvæðinu, eftir mikla leikjatörn fyrstu vikurnar eftir að hann tók við liðinu.
Það vakti athygli í gær að Klopp valdi að spila án eiginlegs framherja, en bæði Christian Benteke og Daniel Sturridge sátu á bekknum í upphafi leiks.
Firmino, Lallana og Coutinho voru fremstu menn liðsins og Firmino var svokölluð fölsk 9, en þetta gerði það að verkum að varnarmenn City virtust ekkert vita hvern þeir áttu að dekka eða hvernig.
Þess má geta að Manchester City hafði fyrir leikinn í gær aldrei tapað leik með Demichelis og Mangala í hjarta varnarinnar, en það varð aldeilis breyting á því í gær.
Pressan skilaði Liverpool auðvitað miklu en einnig hreyfanleiki þeirra Lallana, Coutinho og Firmino. Brassarnir áttu þátt í öllum mörkum liðsins í fyrri hálfleik og samspil þeirra var oft og tíðum unaðslegt á að horfa og gefur góðar vonir um framhaldið.
Jürgen Klopp segir að það hafi komið sér vel að fá landsleikjapásu og hún hafi nýst vel á æfingasvæðinu. Hann segir að tilþrif Firmino í gær hafi ekki komið sér á óvart.
„Ég sagði þegar ég tók við liðinu að ég vissi hvað hann gæti. Nú höfum við átt 10-12 daga saman á æfingasvæðinu og þá höfum við getað farið yfir ákveðin atriði og fínpússað hluti. Coutinho var hérna líka allt landsleikjahléið og það var kannski aðalástæðan fyrir því hvernig við stilltum liðinu upp í gær."
„Þeir voru mjög góðir í gær, eins og allt liðið, og það var gaman að sjá Firmino sýna hvað í honum býr. Hann hefði getað skorað fleiri mörk, sem segir okkur hvað sóknarleikurinn var beittur."
Stórsigur Liverpool í gær hefur vitanlega vakið mikla athygli og enskir sparkspekingar eru gríðarlega hrifnir af því hvernig Klopp lagði leikinn upp og ekki síður hversu mikil hugarfarsbreyting virðist hafa orðið á liðinu á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að Þjóðverkinn kom til starfa.
„Það skiptir mjög miklu máli að greina leik andstæðingsins vel. Því sterkari sem andstæðingurinn er þeim mun mikilvægara er að vera vel undirbúinn. Það þarf að finna út bestu kosti þeirra og stærstu gallana. Finna hvað þeim finnst þægilegt og hvað þeim finnst óþægilegt. Ég tel að okkur hafi tekist það nokkuð vel."
„Ég var mjög ánægður með marga hluti í gær. Þetta var alls ekki fullkomið, en þegar maður vinnur Manchester City 4-1 þá er það nú eiginlega fullkomið", bætti Klopp við og brosti.
„Hugarfar leikmanna var frábært í gær og þeir spiluðu af ástríðu. Það fannst mér mest um vert því án hennar vinnur maður ekki fótboltaleiki."
Liverpool hefur nú leikið 8 leiki undir stjórn Klopp og sigrarnir eru orðnir fjórir og jafnteflin þrjú. Fyrsta og eina tapið var gegn Crystal Palace í deildinni í næst síðustu umferð. Liverpool er í 9. sæti eftir 13 umferðir, með 20 sig. Sex stigum frá Meistaradeildarsæti og átta stigum frá toppliði Leicester!
Það vakti athygli í gær að Klopp valdi að spila án eiginlegs framherja, en bæði Christian Benteke og Daniel Sturridge sátu á bekknum í upphafi leiks.
Firmino, Lallana og Coutinho voru fremstu menn liðsins og Firmino var svokölluð fölsk 9, en þetta gerði það að verkum að varnarmenn City virtust ekkert vita hvern þeir áttu að dekka eða hvernig.
Þess má geta að Manchester City hafði fyrir leikinn í gær aldrei tapað leik með Demichelis og Mangala í hjarta varnarinnar, en það varð aldeilis breyting á því í gær.
Pressan skilaði Liverpool auðvitað miklu en einnig hreyfanleiki þeirra Lallana, Coutinho og Firmino. Brassarnir áttu þátt í öllum mörkum liðsins í fyrri hálfleik og samspil þeirra var oft og tíðum unaðslegt á að horfa og gefur góðar vonir um framhaldið.
Jürgen Klopp segir að það hafi komið sér vel að fá landsleikjapásu og hún hafi nýst vel á æfingasvæðinu. Hann segir að tilþrif Firmino í gær hafi ekki komið sér á óvart.
„Ég sagði þegar ég tók við liðinu að ég vissi hvað hann gæti. Nú höfum við átt 10-12 daga saman á æfingasvæðinu og þá höfum við getað farið yfir ákveðin atriði og fínpússað hluti. Coutinho var hérna líka allt landsleikjahléið og það var kannski aðalástæðan fyrir því hvernig við stilltum liðinu upp í gær."
„Þeir voru mjög góðir í gær, eins og allt liðið, og það var gaman að sjá Firmino sýna hvað í honum býr. Hann hefði getað skorað fleiri mörk, sem segir okkur hvað sóknarleikurinn var beittur."
Stórsigur Liverpool í gær hefur vitanlega vakið mikla athygli og enskir sparkspekingar eru gríðarlega hrifnir af því hvernig Klopp lagði leikinn upp og ekki síður hversu mikil hugarfarsbreyting virðist hafa orðið á liðinu á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að Þjóðverkinn kom til starfa.
„Það skiptir mjög miklu máli að greina leik andstæðingsins vel. Því sterkari sem andstæðingurinn er þeim mun mikilvægara er að vera vel undirbúinn. Það þarf að finna út bestu kosti þeirra og stærstu gallana. Finna hvað þeim finnst þægilegt og hvað þeim finnst óþægilegt. Ég tel að okkur hafi tekist það nokkuð vel."
„Ég var mjög ánægður með marga hluti í gær. Þetta var alls ekki fullkomið, en þegar maður vinnur Manchester City 4-1 þá er það nú eiginlega fullkomið", bætti Klopp við og brosti.
„Hugarfar leikmanna var frábært í gær og þeir spiluðu af ástríðu. Það fannst mér mest um vert því án hennar vinnur maður ekki fótboltaleiki."
Liverpool hefur nú leikið 8 leiki undir stjórn Klopp og sigrarnir eru orðnir fjórir og jafnteflin þrjú. Fyrsta og eina tapið var gegn Crystal Palace í deildinni í næst síðustu umferð. Liverpool er í 9. sæti eftir 13 umferðir, með 20 sig. Sex stigum frá Meistaradeildarsæti og átta stigum frá toppliði Leicester!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan