| Grétar Magnússon
Nýjasti meðlimur meiðslalistans hjá félaginu er Divock Origi en hann reif vöðva lítillega aftaní læri gegn Leicester á 2. dag jóla. Hann mun missa af næstu fimm leikjum liðsins að minnsta kosti.
Origi þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik gegn Leicester og skoðun leiddi í ljós örlitla rifu á vöðva aftaní læri. Missir hann því af leikjunum gegn West Ham, Stoke, Exeter, Arsenal og Manchester United. Áfallið er töluvert fyrir leikmannahópinn því eini sóknarmaðurinn sem er ómeiddur þessa stundina er Christian Benteke. Óvíst er hvenær Daniel Sturridge getur spilað á ný og þá er auðvitað allt eins líklegt að hann nái bara einum og einum leik áður en hann meiðist á ný.
Origi er ekki fyrsti leikmaður félagsins sem hlýtur þessi meiðsli á tímabilinu en áður hafa þeir Sturridge, Martin Skrtel og Jordan Rossiter glímt við sömu meiðsli og þeir Coutinho, Kolo Toure og Simon Mignolet hafa allir verið frá vegna þessara meiðsla en þó ekki í eins langan tíma.
Af þessu tilefni valdi Jurgen Klopp orðið yfir þennan vöðva (hamstring á ensku), ,,skítaorð" ársins eftir leikinn við Leicester.
TIL BAKA
Origi frá í þrjár vikur

Origi þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik gegn Leicester og skoðun leiddi í ljós örlitla rifu á vöðva aftaní læri. Missir hann því af leikjunum gegn West Ham, Stoke, Exeter, Arsenal og Manchester United. Áfallið er töluvert fyrir leikmannahópinn því eini sóknarmaðurinn sem er ómeiddur þessa stundina er Christian Benteke. Óvíst er hvenær Daniel Sturridge getur spilað á ný og þá er auðvitað allt eins líklegt að hann nái bara einum og einum leik áður en hann meiðist á ný.
Origi er ekki fyrsti leikmaður félagsins sem hlýtur þessi meiðsli á tímabilinu en áður hafa þeir Sturridge, Martin Skrtel og Jordan Rossiter glímt við sömu meiðsli og þeir Coutinho, Kolo Toure og Simon Mignolet hafa allir verið frá vegna þessara meiðsla en þó ekki í eins langan tíma.
Af þessu tilefni valdi Jurgen Klopp orðið yfir þennan vöðva (hamstring á ensku), ,,skítaorð" ársins eftir leikinn við Leicester.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga! -
| Sf. Gutt
Með stærri stundum! -
| Sf. Gutt
Titillinn er í seilingarfjarlægð! -
| Sf. Gutt
Gleðilega páska! -
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær
Fréttageymslan