| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Emre Can meiddur
Það eina sem var ekki jákvætt við sigurinn ótrúlega gegn Dortmund voru meiðsli Emre Can en Þjóðverjinn missteig sig illa og kenndi sér meins í ökkla. Hann vonast þó til þess að meiðslin séu ekki alvarleg og að hann geti tekið þátt í undanúrslitaleikjunum gegn Villarreal.
Óttast er að liðbönd í ökkla hafi skaddast en Can yfirgaf Anfield á hækjum á fimmtudagskvöldið. Nú um helgina kemur í ljós hversu alvarleg meiðslin eru en ef hann verður lengi frá er ljóst að miðjan hefur veikst töluvert því Jordan Henderson er einnig meiddur og ólíklegt að hann spili meira fyrir félagið á tímabilinu.
,,Við verðum að sjá hvað skoðunin leiðir í ljós," sagði Can í viðtali við Liverpool Echo. ,,Ég sneri uppá ökklann. Ég vona að þetta sé ekki alvarlegt en það er of snemmt að segja til um það."
Can átti þó sinn þátt í því að Liverpool tókst að koma til baka á ótrúlegan hátt gegn Dortmund úr stöðunni 3-1 um miðjan síðari hálfleikinn og vinna 4-3. Hann segir að hávaðinn inná vellinum hafi verið eitthvað sem hann hafi ekki upplifað áður.
,,Þetta var ótrúlegt, ég hef aldrei spilað í andrúmslofti þessu líku áður. Stuðningsmennirnir voru okkar tólfti maður. Við erum öll í einu og sama liðinu - leikmennirnir, stjórinn, starfsmenn félagsins og stuðningsmennirnir."
,,Úrslitin voru risastór og þau voru fyrir alla í borginni. Allir höfðu trú á því að við gætum komið til baka, jafnvel í hálfleik. Ég er mjög stoltur af því að vera hluti af þessu liði."
Can hefur fulla trú á því að liðið komist alla leið í úrslitaleikinn sem verður í Basel þann 18. maí.
,,Við viljum vinna þennan bikar. Það eru góð lið eftir í þessari keppni og undanúrslitaleikirnir verða ekki léttir en við verðum að hafa trú á okkur sjálfum. Að hafa komist áfram gegn Dortmund er frábært því þeir eru með virkilega gott lið. Allir höfðu hinsvegar trúna - þess vegna unnum við leikinn - og nú verðum við að halda áfram á þessari braut."
Óttast er að liðbönd í ökkla hafi skaddast en Can yfirgaf Anfield á hækjum á fimmtudagskvöldið. Nú um helgina kemur í ljós hversu alvarleg meiðslin eru en ef hann verður lengi frá er ljóst að miðjan hefur veikst töluvert því Jordan Henderson er einnig meiddur og ólíklegt að hann spili meira fyrir félagið á tímabilinu.
,,Við verðum að sjá hvað skoðunin leiðir í ljós," sagði Can í viðtali við Liverpool Echo. ,,Ég sneri uppá ökklann. Ég vona að þetta sé ekki alvarlegt en það er of snemmt að segja til um það."
Can átti þó sinn þátt í því að Liverpool tókst að koma til baka á ótrúlegan hátt gegn Dortmund úr stöðunni 3-1 um miðjan síðari hálfleikinn og vinna 4-3. Hann segir að hávaðinn inná vellinum hafi verið eitthvað sem hann hafi ekki upplifað áður.
,,Þetta var ótrúlegt, ég hef aldrei spilað í andrúmslofti þessu líku áður. Stuðningsmennirnir voru okkar tólfti maður. Við erum öll í einu og sama liðinu - leikmennirnir, stjórinn, starfsmenn félagsins og stuðningsmennirnir."
,,Úrslitin voru risastór og þau voru fyrir alla í borginni. Allir höfðu trú á því að við gætum komið til baka, jafnvel í hálfleik. Ég er mjög stoltur af því að vera hluti af þessu liði."
Can hefur fulla trú á því að liðið komist alla leið í úrslitaleikinn sem verður í Basel þann 18. maí.
,,Við viljum vinna þennan bikar. Það eru góð lið eftir í þessari keppni og undanúrslitaleikirnir verða ekki léttir en við verðum að hafa trú á okkur sjálfum. Að hafa komist áfram gegn Dortmund er frábært því þeir eru með virkilega gott lið. Allir höfðu hinsvegar trúna - þess vegna unnum við leikinn - og nú verðum við að halda áfram á þessari braut."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan