| Grétar Magnússon

Fleiri breytingar á Anfield

Á laugardaginn var athygli allra á nýju stúkunni á Anfield en ein breyting var einnig gerð fyrir leikinn sem kannski fáir tóku eftir.


4-1 sigur á meisturunum í Leicester var afskaplega góð leið til að fagna fyrsta leik á Anfield eftir stækkun Main Stand stúkunnar en á vellinum mátti sjá breytingar sem fóru líklega framhjá flestum þennan dag.  Netin í mörkunum eru nefnilega orðin hvít á ný.

Í ágúst árið 2012 lagið Brendan Rodgers það til að netin í mörkunum væru rauð en lengi vel voru netin í þeim lit á Anfield.  Jurgen Klopp og hans menn vildu hinsvegar færa netin aftur í hinn venjulega hvíta lit þar sem þeim fannst rauði liturinn í netunum renna saman við stuðningsmennina fyrir aftan því flestir eru jú rauðklæddir á Anfield.

Liðið æfði á Anfield á fimmtudagskvöldið og eftir æfinguna bað Klopp starfsmenn vallarins um að skipta um net í mörkunum.  Smáatriðin skipta vissulega máli þegar menn reyna að hitta á markið og hvítur litur sést auðvitað mun betur en sá rauði.


Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þjálfarateymið biður um þessa breytingu en árið 1995 vildi Roy Evans, þáverandi stjóri félagsins, breyta litunum úr rauðum í hvítan.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan