| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Virkilega sætur sigur á WBA
Liverpool tyllti sér upp að hlið Arsenal á toppi Úrvalsdeildarinnar með góðum sigri á WBA á Anfield í dag. Lokatölur urðu 2-1 og sigurinn síst of stór.
Jurgen Klopp gerði eina breytingu frá leiknum gegn Manchester United á mánudagskvöld, Adam Lallana kom inn fyrir Daniel Sturridge. Það eina sem kannski kom á óvart við liðsvalið í dag var að Emre Can hélt sæti sínu í liðinu þrátt fyrir að Wijnaldum væri kominn til baka úr meiðslum.
Liverpool byrjaði leikinn fremur rólega en það er þó ekki hægt að segja annað en liðið hafi haft algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum. Liverpool varð fljótlega ráðandi á vellinum, var 72% með boltann í hálfleiknum og mörkin urðu tvö, hvort öðru glæsilegra.
Á 20. mínútu skoraði Sadio Mané glæsilegt mark af stuttu færi eftir frábæra sendingu frá Firmino. Staðan 1-0 og afar mikilvægt að ná að brjóta vörn WBA á bak aftur svo snemma leiks.
Á 35. mínútu skoraði Coutinho laglegt mark eftir vandræðagang í vörn gestanna og vonda hreinsun Ben Foster í markinu. Mane renndi boltanum á Coutinho sem fór illa með varnarmann WBA áður en hann skaut boltanum óverjandi í nærhornið. Staðan 2-0 og útlitið bjart á Anfield.
Liverpool eins og áður segir mun betra liðið á vellinum í fyrri hálfleik og ég minnist þess ekki að gestirnir hafi skapað nokkra einustu hættu.
Framan af seinni hálfleik héldu yfirburðir Liverpool áfram og liðið var í raun óheppið að gera ekki endanlega út um leikinn í nokkur skipti. Dejan Lovren átti óvenju góðan skalla að marki á 58. mínútu sem Foster varði mjög vel, Emre Can átti gott skot innan teigs sem Jonas Olsson blokkaði og Mané, Coutinho og Firmino ollu varnarmönnum gestanna hvað eftir annað vandræðum.
En á 81. mínútu skoraði McAuley fyrir WBA, að sjálfsögðu eftir hornspyrnu. Varnarmenn okkar hreinlega ekki nægilega grimmir að hreinsa í teignum. Staðan 2-1 og eftir að hafa varla sést í leiknum voru gestirnir allt í einu komnir inn í leikinn.
Þremur mínútum síðar var Firmino nálægt því að gera út um leikinn eftir góða samvinnu við Mané og Wijnaldum, sem kom inn á 5 mínútum áður, en Foster varði ágætlega. Skotið ekki alveg nógu hnitmiðað hjá Brassanum, en sóknin snörp og góð.
Undir lokin var óþarflega mikil spennan í leiknum, gestirnir sóttu án afláts og gáfu þar með ákveðin færi á sér. Wijnaldum var næst því að skora af okkar mönnum, en skot hans í uppbótartíma fór hárfínt framhjá.
Niðurstaðan á Anfield í dag virkilega sætur og mikilvægur 2-1 sigur, sem hefði reyndar átt að vera talsvert stærri. Liverpool var lengstum miklu betra liðið á vellinum, en eftir fast leikatriði komust gestirnir inn í leikinn - sem var auðvitað alger óþarfi.
Á löngum köflum í dag var liðið mjög gott og það má ekki gleyma því að það er ekki létt verk að spila gegn liðum sem Tony Pulis stjórnar. Þótt enn megi margt bæta í leik okkar manna þá er ekki annað hægt en að fagna því hvað liðið er í raun orðið gott. Hápressan er að virka vel og holningin á liðinu verður betri og betri með hverjum leik. Virkilega ánægjuleg staða og sést æ betur hversu ótrúlegur happdrættisvinningur það var að fá Klopp til starfa.
Liverpool: Karius, Clyne, Lovren, Matip, Milner, Can, Henderson, Lallana (Wijnaldum á 79. mín.), Firmino, Coutinho (Lucas á 88. mín.), Mané (Origi á 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Moreno, Sturridge, Klavan.
Mörk Liverpool: Mané á 20. mín. og Coutinho á 35. mín.
Gult spjald: Henderson
WBA: Foster, Olsson, Nyom, Dawson, McAuley, Philips (Morrison á 51. mín.), Yacob (Brunt á 46. mín.), Fletcher, McClean (Robson-Kanu á 64. mín.), Chadli, Rondon. Ónotaðir varamenn: Myhill, Gardner, Leko, Galloway.
Mark WBA: McAuley á 81. mín.
Gul spjöld: Yacob, Robson-Kanu.
Maður leiksins: Það eru nokkrir sem koma til greina í dag. Bestu menn Liverpool heilt yfir fannst mér vera Lallana, Firmino og Coutinho. Coutinho skoraði glæsilegt mark og Firmino lagði upp eitt. Ég ætla að velja Firmino. Hann spilaði heilar 90 mínútur og var mjög duglegur og skapandi allan tímann. Solid leikur hjá Brassanum.
Áhorfendur á Anfield Road: 53,218.
Jurgen Klopp:,,Ég var mjög ánægður með leikinn. Við hefðum reyndar átt að vera búnir að gera út um leikinn mun fyrr, en við bjuggum allavega til smá spennu fyrir áhorfendur í lokin. Ég var líka gríðarlega ánægður með stemninguna á Anfield í dag. Stuðningsmenn okkar áttuðu sig greinilega á því að við áttum í höggi við mjög erfiðan andstæðing og þeirra stuðningur var ómetanlegur."
-Liverpool er ósigrað í 7 deildarleikjum í röð og deilir toppsæti Úrvalsdeildar.
-Liverpool er ósigrað í 12 leikjum í röð á Anfield.
-Þetta var í 11. sinn sem Liverpool og WBA mætast í Úrvalsdeildinni á Anfield. Liverpool hefur unnið átta sinnum, einu sinni hafa liðin skilið jöfn og tvisvar sinnum hefur WBA farið með sigur af hólmi. Í báðum sigurleikjum WBA á Anfield var liðinu stjórnað af fyrrum starfsmönnum Liverpool. 2012 leiddi Roy Hodgson, fyrrum stjóri Liverpool, WBA til sigurs á Anfield og tæpu ári síðar leiddi Steve Clarke fyrrum aðstoðarstjóri Kenny Dalglish hjá Liverpool WBA til sigurs.
Liverpool byrjaði leikinn fremur rólega en það er þó ekki hægt að segja annað en liðið hafi haft algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum. Liverpool varð fljótlega ráðandi á vellinum, var 72% með boltann í hálfleiknum og mörkin urðu tvö, hvort öðru glæsilegra.
Á 20. mínútu skoraði Sadio Mané glæsilegt mark af stuttu færi eftir frábæra sendingu frá Firmino. Staðan 1-0 og afar mikilvægt að ná að brjóta vörn WBA á bak aftur svo snemma leiks.
Á 35. mínútu skoraði Coutinho laglegt mark eftir vandræðagang í vörn gestanna og vonda hreinsun Ben Foster í markinu. Mane renndi boltanum á Coutinho sem fór illa með varnarmann WBA áður en hann skaut boltanum óverjandi í nærhornið. Staðan 2-0 og útlitið bjart á Anfield.
Framan af seinni hálfleik héldu yfirburðir Liverpool áfram og liðið var í raun óheppið að gera ekki endanlega út um leikinn í nokkur skipti. Dejan Lovren átti óvenju góðan skalla að marki á 58. mínútu sem Foster varði mjög vel, Emre Can átti gott skot innan teigs sem Jonas Olsson blokkaði og Mané, Coutinho og Firmino ollu varnarmönnum gestanna hvað eftir annað vandræðum.
En á 81. mínútu skoraði McAuley fyrir WBA, að sjálfsögðu eftir hornspyrnu. Varnarmenn okkar hreinlega ekki nægilega grimmir að hreinsa í teignum. Staðan 2-1 og eftir að hafa varla sést í leiknum voru gestirnir allt í einu komnir inn í leikinn.
Þremur mínútum síðar var Firmino nálægt því að gera út um leikinn eftir góða samvinnu við Mané og Wijnaldum, sem kom inn á 5 mínútum áður, en Foster varði ágætlega. Skotið ekki alveg nógu hnitmiðað hjá Brassanum, en sóknin snörp og góð.
Undir lokin var óþarflega mikil spennan í leiknum, gestirnir sóttu án afláts og gáfu þar með ákveðin færi á sér. Wijnaldum var næst því að skora af okkar mönnum, en skot hans í uppbótartíma fór hárfínt framhjá.
Niðurstaðan á Anfield í dag virkilega sætur og mikilvægur 2-1 sigur, sem hefði reyndar átt að vera talsvert stærri. Liverpool var lengstum miklu betra liðið á vellinum, en eftir fast leikatriði komust gestirnir inn í leikinn - sem var auðvitað alger óþarfi.
Á löngum köflum í dag var liðið mjög gott og það má ekki gleyma því að það er ekki létt verk að spila gegn liðum sem Tony Pulis stjórnar. Þótt enn megi margt bæta í leik okkar manna þá er ekki annað hægt en að fagna því hvað liðið er í raun orðið gott. Hápressan er að virka vel og holningin á liðinu verður betri og betri með hverjum leik. Virkilega ánægjuleg staða og sést æ betur hversu ótrúlegur happdrættisvinningur það var að fá Klopp til starfa.
Liverpool: Karius, Clyne, Lovren, Matip, Milner, Can, Henderson, Lallana (Wijnaldum á 79. mín.), Firmino, Coutinho (Lucas á 88. mín.), Mané (Origi á 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Moreno, Sturridge, Klavan.
Mörk Liverpool: Mané á 20. mín. og Coutinho á 35. mín.
Gult spjald: Henderson
WBA: Foster, Olsson, Nyom, Dawson, McAuley, Philips (Morrison á 51. mín.), Yacob (Brunt á 46. mín.), Fletcher, McClean (Robson-Kanu á 64. mín.), Chadli, Rondon. Ónotaðir varamenn: Myhill, Gardner, Leko, Galloway.
Mark WBA: McAuley á 81. mín.
Gul spjöld: Yacob, Robson-Kanu.
Maður leiksins: Það eru nokkrir sem koma til greina í dag. Bestu menn Liverpool heilt yfir fannst mér vera Lallana, Firmino og Coutinho. Coutinho skoraði glæsilegt mark og Firmino lagði upp eitt. Ég ætla að velja Firmino. Hann spilaði heilar 90 mínútur og var mjög duglegur og skapandi allan tímann. Solid leikur hjá Brassanum.
Áhorfendur á Anfield Road: 53,218.
Jurgen Klopp:,,Ég var mjög ánægður með leikinn. Við hefðum reyndar átt að vera búnir að gera út um leikinn mun fyrr, en við bjuggum allavega til smá spennu fyrir áhorfendur í lokin. Ég var líka gríðarlega ánægður með stemninguna á Anfield í dag. Stuðningsmenn okkar áttuðu sig greinilega á því að við áttum í höggi við mjög erfiðan andstæðing og þeirra stuðningur var ómetanlegur."
Fróðleikur:
-Liverpool er ósigrað í 7 deildarleikjum í röð og deilir toppsæti Úrvalsdeildar.
-Liverpool er ósigrað í 12 leikjum í röð á Anfield.
-Þetta var í 11. sinn sem Liverpool og WBA mætast í Úrvalsdeildinni á Anfield. Liverpool hefur unnið átta sinnum, einu sinni hafa liðin skilið jöfn og tvisvar sinnum hefur WBA farið með sigur af hólmi. Í báðum sigurleikjum WBA á Anfield var liðinu stjórnað af fyrrum starfsmönnum Liverpool. 2012 leiddi Roy Hodgson, fyrrum stjóri Liverpool, WBA til sigurs á Anfield og tæpu ári síðar leiddi Steve Clarke fyrrum aðstoðarstjóri Kenny Dalglish hjá Liverpool WBA til sigurs.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan