| Sf. Gutt
Varnarmaðurinn efnilegi Joe Gomez er farinn að æfa aftur eftir erfið meiðsli. Joe sleit krossband í fyrrahaust og það hefur tekið langan tíma að komast aftur til heilsu.
Það á svo eftir að sjá hvort Joe nær sér að fullu. Hann hafði spilað mjög vel í þeim sjö leikjum sem hann var búinn að spila frá því hann var keyptur frá Charlton Athletic og framganga hans lofaði góðu. Vonandi nær hann sér aftur á strik.
Joe tók þátt í æfingaleik í dag og það var stórt skref í bataferlinu. Liverpool vann Accrington Stanley 5:0 og spilaði Joe einn hálfleik. Rhian Brewster skoraði þrennu og þeir Emre Can og Harry Wilson eitt hvor. Nokkrir af þeim aðalliðsmönnum Liverpool sem voru ekki í landsliðum spiluðu í leiknum. Loris Karius stóð í markinu og að auki komu Lucas Leiva, James Milner, Alberto Moreno, Joel Matip og Emre Can við sögu.
TIL BAKA
Joe Gomez farinn að æfa

Það á svo eftir að sjá hvort Joe nær sér að fullu. Hann hafði spilað mjög vel í þeim sjö leikjum sem hann var búinn að spila frá því hann var keyptur frá Charlton Athletic og framganga hans lofaði góðu. Vonandi nær hann sér aftur á strik.
Joe tók þátt í æfingaleik í dag og það var stórt skref í bataferlinu. Liverpool vann Accrington Stanley 5:0 og spilaði Joe einn hálfleik. Rhian Brewster skoraði þrennu og þeir Emre Can og Harry Wilson eitt hvor. Nokkrir af þeim aðalliðsmönnum Liverpool sem voru ekki í landsliðum spiluðu í leiknum. Loris Karius stóð í markinu og að auki komu Lucas Leiva, James Milner, Alberto Moreno, Joel Matip og Emre Can við sögu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna -
| Sf. Gutt
Jafntefli í síðasta leiknum!
Fréttageymslan