| Sf. Gutt
TIL BAKA
Áfram í undanúrslit!
Liverpool spilar í undanúrslitum í Deildarbikarnum þriðju leiktíðina í röð. Það komst á hreint eftir 2:0 sigur á Leeds United á Anfield í kvöld. Það var söguleg stund þegar Ben Woodburn innsiglaði sigurinn og varð yngsti markaskorari í sögu Liverpool.
Eins og við var að búast breytti Jürgen Klopp liði sínu talsvert frá síðasta leik. Alls voru breytingarnar átta en hann hélt samt reyndum mönnum inni í liðinu þar sem undanúrslitasæti var í húfi.
Fyrir leikinn var leikmanna brasilíska liðsins Chapecoense minnst með einnar mínútu þögn. Flestir leikmenn liðsins létust þegar flugvél með 77 farþegum fórst í Kólumbíu. Augljóst var að þessi stund var erfið fyrir Lucas Leiva, landa þeirra sem létust, sem leiddi Liverpool sem fyrirliði.
Gestirnir fengu fyrsta færið snemma leiks þegar Hadi Sacko komst í skotstöðu hægra megin í vítateignum en Simon Mignolet var mjög vel á verði, kom út úr markinu og varði í horn. Liverpool fékk sitt fyrsta færi á 12. mínútu. Georginio Wijnaldum átti þá viðstöðulaust skot úr vítateignum en markmaður Leeds sló boltann aftur fyrir.
Leikurinn var lengi vel rólegur og Leeds spilaði mjög vel þannig að leikmenn Liverpool komust lítt áleiðis. Á 33. mínútu átti leikmaður Leeds sendingu aftur á markmann sinn. Emre Can sótti í kjölfarið að markmanninum, komst í boltann en pikkaði honum rétt framhjá. Fátt var fleira tíðinda fram að leikhléi.
Leeds hóf síðari hálfleik af miklum krafti og á 53. mínútu misstu leikmenn Liverpool boltann ekki langt fyrir utan vítateig. Kemar Roofe fékk boltann og átti fallegt bogaskot sem Simon átti ekki möguleika að verja en sem betur fer hafnaði boltinn í stönginni innanverði. Rúmum tíu mínútum seinna ógnaði Kemar aftur en Simon varði skot hans.
Á 67. mínútu sendi Jürgen Klopp unglinginn Ben Woodburn til leiks. Pilturinn spilaði sinn fyrsta leik á móti Sunderland á laugardaginn og varð þá þriðji yngsti leikmaður í sögu Liverpool. Það var ekki laust við að það færðist fjör í leik Liverpool í kjölfarið. Fimm míntúum seinna sendi Sadio Mané góða sendingu inn í vítateiginn hægra megin. Georginio fékk boltann og kom honum framhjá markmanninum en nú bjargaði tréverkið gestunum.
Þegar 16 mínútur voru eftir náðist að brjóta ísinn. Trent Alexander-Arnold átti þá frábæra sendingu frá hægri kanti sem Divock Origi stýrði í markið úr markteginum. Vel gert hjá Belganum sem hafði ekki náð sér á strik í leiknum. Liverpool náði nú fastatökum á leiknum og á 81. mínútu var sigurinn innsiglaður á eftirminnilegan hátt. Sadio og Divock léku saman inn í vítateiginn hægra megin. Georginio fékk loks boltann en hann sýndi óeigingirni með því að senda boltann til vinstri á Ben Woodword. Unglingurinn fékk boltann í dauðafæri og þrumaði honum upp í þaknetið án þess að markmaður Leeds ætti nokkra möguleika. Ben gekk af göflunum í trylltum fögnuði og það sama má segja um félaga hans og stuðningsmenn Liverpool.
Það var magnað andartak þegar boltinn þandi netmöskvana og Ben fór um leið í annála Liverpool Football Club. Hann er nú yngsti markaskorari í sögu Liverpool einungis 17 ára og 45 daga gamall eða frekar ungur! Er einhver draumur betri fyrir ungling? Að skora sitt fyrsta mark fyrir Liverpool og það fyrir framan The Kop og slá um leið félagsmet! Draumur eins og þeir gerast bestir!
Liverpool tryggði sér áframhald í Deildarbikarnum og um leið sæti í undanúrslitum keppninnar. Það var mikilvægast en Ben Woodburn á eftir að muna þetta kvöld eins lengi og hann lifir!
Liverpool: Mignolet; Alexander-Arnold, Klavan, Leiva, Moreno; Stewart (Woodburn 67. mín.), Can, Ejaria (Milner 82. mín.); Mane, Origi (Grujic 90. mín.) og Wijnaldum. Ónotaðir varamenn: Karius, Clyne, Lovren og Henderson.
Mörk Liverpool: Divock Origi (76. mín.) og Ben Woodborn (81. mín.).
Gult spjald: Divock Origi.
Leeds United: Silvestri; Berardi, Bartley, Cooper (Ayling 45. mín.), Taylor; Vieira, O'Kane (Philipps 28. mín.); Sacko, Roofe, Dallas (Wood 62. mín.) og Doukara. Ónotaðir varamenn: Green, Antonsson, Grimes, Phillips, Mowatt.
Gult spjald: Souleymane Doukara.
Áhorfendur á Anfield Road: 52.012.
Maður leiksins: Ben Woodburn. Það er ekki annað hægt en að velja unglinginn. Draumar geta orðið að veruleika og er til nokkur betri draumur, fyrir stuðningsmenn Liverpool? Skora sitt fyrsta mark fyrir framan The Kop og slá félagsmet í leiðinni? Ég held draumar gerist ekki betri!
Jürgen Klopp: Síðari hálfleikurinn var betri. Það var erfitt fyrir Leeds að halda einbeitingu í níutíu mínútur á móti spilinu okkar. Þess vegna þarf maður að halda áfram að spila á sama hátt og þá endar með því að þetta kemur.
- Liverpool komst í undanúrslit í Deildarbikarnum í 17. sinn. Það er met í keppninni.
- Liverpool spilar í undanúrslitum keppninnar þriðju leiktíðina í röð og í fjórða sinn á síðustu sex árum.
- Divock Origi skoraði fjórða mark sitt á leiktíðinni.
- Ben Woodburn skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool.
- Um leið setti hann nýtt félagsmet sem yngsti markaskorari í sögu Liverpool.
- Í dag var Ben 17. ára og 45 daga gamall.
- Michael Owen átti gamla metið en hann var 17 ára og 143 daga gamall þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool.
- James Milner lék á móti liðinu sem hann ólst upp hjá. Stuðningsmenn Leeds klöppuðu vel fyrir honum þegar hann kom til leiks.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Eins og við var að búast breytti Jürgen Klopp liði sínu talsvert frá síðasta leik. Alls voru breytingarnar átta en hann hélt samt reyndum mönnum inni í liðinu þar sem undanúrslitasæti var í húfi.
Fyrir leikinn var leikmanna brasilíska liðsins Chapecoense minnst með einnar mínútu þögn. Flestir leikmenn liðsins létust þegar flugvél með 77 farþegum fórst í Kólumbíu. Augljóst var að þessi stund var erfið fyrir Lucas Leiva, landa þeirra sem létust, sem leiddi Liverpool sem fyrirliði.
Gestirnir fengu fyrsta færið snemma leiks þegar Hadi Sacko komst í skotstöðu hægra megin í vítateignum en Simon Mignolet var mjög vel á verði, kom út úr markinu og varði í horn. Liverpool fékk sitt fyrsta færi á 12. mínútu. Georginio Wijnaldum átti þá viðstöðulaust skot úr vítateignum en markmaður Leeds sló boltann aftur fyrir.
Leikurinn var lengi vel rólegur og Leeds spilaði mjög vel þannig að leikmenn Liverpool komust lítt áleiðis. Á 33. mínútu átti leikmaður Leeds sendingu aftur á markmann sinn. Emre Can sótti í kjölfarið að markmanninum, komst í boltann en pikkaði honum rétt framhjá. Fátt var fleira tíðinda fram að leikhléi.
Leeds hóf síðari hálfleik af miklum krafti og á 53. mínútu misstu leikmenn Liverpool boltann ekki langt fyrir utan vítateig. Kemar Roofe fékk boltann og átti fallegt bogaskot sem Simon átti ekki möguleika að verja en sem betur fer hafnaði boltinn í stönginni innanverði. Rúmum tíu mínútum seinna ógnaði Kemar aftur en Simon varði skot hans.
Á 67. mínútu sendi Jürgen Klopp unglinginn Ben Woodburn til leiks. Pilturinn spilaði sinn fyrsta leik á móti Sunderland á laugardaginn og varð þá þriðji yngsti leikmaður í sögu Liverpool. Það var ekki laust við að það færðist fjör í leik Liverpool í kjölfarið. Fimm míntúum seinna sendi Sadio Mané góða sendingu inn í vítateiginn hægra megin. Georginio fékk boltann og kom honum framhjá markmanninum en nú bjargaði tréverkið gestunum.
Þegar 16 mínútur voru eftir náðist að brjóta ísinn. Trent Alexander-Arnold átti þá frábæra sendingu frá hægri kanti sem Divock Origi stýrði í markið úr markteginum. Vel gert hjá Belganum sem hafði ekki náð sér á strik í leiknum. Liverpool náði nú fastatökum á leiknum og á 81. mínútu var sigurinn innsiglaður á eftirminnilegan hátt. Sadio og Divock léku saman inn í vítateiginn hægra megin. Georginio fékk loks boltann en hann sýndi óeigingirni með því að senda boltann til vinstri á Ben Woodword. Unglingurinn fékk boltann í dauðafæri og þrumaði honum upp í þaknetið án þess að markmaður Leeds ætti nokkra möguleika. Ben gekk af göflunum í trylltum fögnuði og það sama má segja um félaga hans og stuðningsmenn Liverpool.
Það var magnað andartak þegar boltinn þandi netmöskvana og Ben fór um leið í annála Liverpool Football Club. Hann er nú yngsti markaskorari í sögu Liverpool einungis 17 ára og 45 daga gamall eða frekar ungur! Er einhver draumur betri fyrir ungling? Að skora sitt fyrsta mark fyrir Liverpool og það fyrir framan The Kop og slá um leið félagsmet! Draumur eins og þeir gerast bestir!
Liverpool tryggði sér áframhald í Deildarbikarnum og um leið sæti í undanúrslitum keppninnar. Það var mikilvægast en Ben Woodburn á eftir að muna þetta kvöld eins lengi og hann lifir!
Liverpool: Mignolet; Alexander-Arnold, Klavan, Leiva, Moreno; Stewart (Woodburn 67. mín.), Can, Ejaria (Milner 82. mín.); Mane, Origi (Grujic 90. mín.) og Wijnaldum. Ónotaðir varamenn: Karius, Clyne, Lovren og Henderson.
Mörk Liverpool: Divock Origi (76. mín.) og Ben Woodborn (81. mín.).
Gult spjald: Divock Origi.
Leeds United: Silvestri; Berardi, Bartley, Cooper (Ayling 45. mín.), Taylor; Vieira, O'Kane (Philipps 28. mín.); Sacko, Roofe, Dallas (Wood 62. mín.) og Doukara. Ónotaðir varamenn: Green, Antonsson, Grimes, Phillips, Mowatt.
Gult spjald: Souleymane Doukara.
Áhorfendur á Anfield Road: 52.012.
Maður leiksins: Ben Woodburn. Það er ekki annað hægt en að velja unglinginn. Draumar geta orðið að veruleika og er til nokkur betri draumur, fyrir stuðningsmenn Liverpool? Skora sitt fyrsta mark fyrir framan The Kop og slá félagsmet í leiðinni? Ég held draumar gerist ekki betri!
Jürgen Klopp: Síðari hálfleikurinn var betri. Það var erfitt fyrir Leeds að halda einbeitingu í níutíu mínútur á móti spilinu okkar. Þess vegna þarf maður að halda áfram að spila á sama hátt og þá endar með því að þetta kemur.
Fróðleikur
- Liverpool komst í undanúrslit í Deildarbikarnum í 17. sinn. Það er met í keppninni.
- Liverpool spilar í undanúrslitum keppninnar þriðju leiktíðina í röð og í fjórða sinn á síðustu sex árum.
- Divock Origi skoraði fjórða mark sitt á leiktíðinni.
- Ben Woodburn skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool.
- Um leið setti hann nýtt félagsmet sem yngsti markaskorari í sögu Liverpool.
- Í dag var Ben 17. ára og 45 daga gamall.
- Michael Owen átti gamla metið en hann var 17 ára og 143 daga gamall þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool.
- James Milner lék á móti liðinu sem hann ólst upp hjá. Stuðningsmenn Leeds klöppuðu vel fyrir honum þegar hann kom til leiks.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan