| Sf. Gutt
Divock Origi hefur skorað fimm mörk það sem af er leiktíðarinnar. Hann segir að frönsk goðsögn hafi hjálpað honum mikið. Um er að ræða Thierry Henry sem raðaði inn mörkum hjá Arsenal, Barcelona og franska landsliðinu. En hvernig hefur Thierry komið við sögu?
Þannig er má með vexti að Thierry kom inn í þjálfaralið belgíska landsliðsins í sumar en Roberto Martinez sem síðast þjálfaði Everton er landsliðsþjálfari Belga. Divock segir hann hafa hjálpað sér mikið.
,,Hann er mikill persónuleiki og það fer ekkert á milli mála að hann er goðsögn og stórt nafn í knattspyrnuheiminum. Hann hefur mikla þekkingu á knattspyrnu og sérstaklega því sem snýr að framherjum. Hann hefur mikið reynt til að hjálpa mér. Hann hefur reynt að fá mig til að nýta þá hæfileika sem ég bý yfir á sem bestan hátt og nýta þá þannig að sem mest gagn verði af. Þetta er allt mjög jákvætt og ég er mjög ánægður með að hann sé að vinna með landsliðinu."
Divosk lék ekki mikið framan af leiktíðinni en eftir að Philippe Coutinho meiddist hefur hann komið inn í liðið og skorað í þremur síðustu leikjunum. Vonandi munu ráð Thierry Henry halda áfram að gefa gott af sér fyrir Divock þannig að hann haldi áfram að skora!
TIL BAKA
Thierry Henry hefur hjálpað

Divock Origi hefur skorað fimm mörk það sem af er leiktíðarinnar. Hann segir að frönsk goðsögn hafi hjálpað honum mikið. Um er að ræða Thierry Henry sem raðaði inn mörkum hjá Arsenal, Barcelona og franska landsliðinu. En hvernig hefur Thierry komið við sögu?

Þannig er má með vexti að Thierry kom inn í þjálfaralið belgíska landsliðsins í sumar en Roberto Martinez sem síðast þjálfaði Everton er landsliðsþjálfari Belga. Divock segir hann hafa hjálpað sér mikið.
,,Hann er mikill persónuleiki og það fer ekkert á milli mála að hann er goðsögn og stórt nafn í knattspyrnuheiminum. Hann hefur mikla þekkingu á knattspyrnu og sérstaklega því sem snýr að framherjum. Hann hefur mikið reynt til að hjálpa mér. Hann hefur reynt að fá mig til að nýta þá hæfileika sem ég bý yfir á sem bestan hátt og nýta þá þannig að sem mest gagn verði af. Þetta er allt mjög jákvætt og ég er mjög ánægður með að hann sé að vinna með landsliðinu."

Divosk lék ekki mikið framan af leiktíðinni en eftir að Philippe Coutinho meiddist hefur hann komið inn í liðið og skorað í þremur síðustu leikjunum. Vonandi munu ráð Thierry Henry halda áfram að gefa gott af sér fyrir Divock þannig að hann haldi áfram að skora!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga! -
| Sf. Gutt
Með stærri stundum! -
| Sf. Gutt
Titillinn er í seilingarfjarlægð! -
| Sf. Gutt
Gleðilega páska! -
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær
Fréttageymslan