| Sf. Gutt
TIL BAKA
Aðeins eitt stig
Liverpool hafði aðeins eitt stig upp úr krafsinu í dag þegar West Ham United kom í heimsókn á Anfield. Liðin skildu jöfn 2:2. Liverpool hefur nú aðeins eitt stig úr síðustu tveimur leikjum.
Emre Can var meiddur og kom Adam Lallana inn í liðið í hans stað. Joel Matip var á hinn bóginn leikfær og tók stöðu sína í vörninni.
Liverpool byrjaði leikinn af miklum krafti og það var greinilegt að menn ætluðu að komast í gang eftir tapið í Bournemouth um síðustu helgi. Það kom ekki á óvart þegar liðið komst yfir eftir aðeins fimm mínútur. Sadio Mané sendi fyrir frá vinstri á Adam Lallana sem tók boltann niður og skoraði með skoti neðst í hornið rétt utan markteigs.
Michail Antonio náði skot að marki Liverpool nokkrum mínútum seinna sem Loris varði í horn. Annars hafði Liverpool öll völd þar til á 27. mínútu. West Ham fékk þá aukaspyrnu utan vítateigs nokkuð fyrir miðju marki. Dimitri Payet tók spyrnuna, kom boltanum yfir varnarvegg Liverpool og í markið. Loris hafði hönd á boltanum en náði ekki að verja eins og hann hefði átt að gera. Ekki nógu gott hjá Þjóðverjanum sem hefur verið gagnrýndur harðlega síðustu vikurnar.
Hamrarnir gáfu svo annað högg frá sér sex mínútum fyrir leikhlé. Löng sending kom fram, Joel Matip missti boltann yfir sig og Michail komst einn á móti Loris og sendi boltann auðveldlega framhjá honum. Gestirnir fögnuðu ógurlega enda hafði þeim gengið illa í síðustu leikjum. Það var furðulegt að Joel skyldi missa af boltanum en hann mun hafa breytt stefnu á leiðinni að honum. Loris var svo ekki nógu ákveðinn við að mæta Michail. Liverpool hóf aftur að sækja og Roberto Firmino skallaði rétt framhjá þegar þrjár mínútur voru til leikhlés. Furðuleg staða í hálfleik miðað við gang leiksins en ekkert við því að segja.
Dejan Lovren kom ekki til leiks eftir hlé vegna meiðsla en Ragnar Klavan tók stöðu hans. Það tók Liverpool aðeins þrjár mínútur að jafn metin. Sadio sýndi mikla þrautsegju vinstra megin og kom boltanum fyrir markið. Darren Randolph, markmaður West Ham missti boltann klaufalega yfir sig og Divock Origi sendi boltann í netið af stuttu færi.
Í stuttu máli sagt sótti Liverpool látlaust til leiksloka. Það gekk þó illa að skapa færi og sóknin var heldur bitlaus. Á 70. mínútu leit þó allt út fyrir að Liverpool hefði skorað þegar Jordan Henderson náði þrumuskoti af löngu færi sem stefndi upp í vinkilinn en Darren varði meistaralega með því að slá boltann yfir. Þrátt fyrir linnulausa sókn gekk ekki að ná nauðsynlegu sigurmarki. Eitt stig var því niðurstaðan sem var ekki nóg og mikil vonbrigði. Liverpool þarf að komast aftur á sigurbraut og það ekki seinna en strax!
Liverpool: Karius, Clyne, Lovren (Klavan 45. mín.), Matip, Milner, Henderson, Wijnaldum, Lallana, Mane, Origi og Firmino. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Moreno, Leiva, Alexander-Arnold, Ejaria og Woodburn.
Mörk Liverpool: Adam Lallana (5. mín.) og Divock Origi (48. mín.).
Gul spjöld: Roberto Firmino og Sadio Mané.
West Ham United: Randolph, Nordtveit, Reid, Ogbonna, Cresswell, Noble, Obiang, Ayew (Carroll 63. mín.), Lanzini (Fernandes 78. mín.), Payet og Antonio. Ónotaðir varamenn: Adrian, Fletcher, Quina, Browne og Pike.
Mörk West Ham United: Dimitri Payet (28. mín.) og Michail Antonio (39. mín.)
Áhorfendur á Anfield Road: 53.068.
Maður leiksins: Sadio Mané. Senegalinn var mjög duglegur og herjaði látlaust .
Jürgen Klopp: Við reyndum allt sem við gátum. Annað mark West Ham var úr aukaspyrnu og hitt var heppnismark. Þeir leiddu tvö eitt og við áttum mjög góðar sóknir og hefðum átt að skora meira. Maður hafði á tilfinningunni að við værum alltaf inni í vítateignum þeirra. Við þurftum bara svolitla heppni. Jafntefli er hvorki mjög gott eða mjög slæmt.
- Adam Lallana skoraði fimmta mark sitt á leiktíðinni.
- Divock Origi skoraði í sjötta sinn.
- Belginn er nú búinn að skora í síðustu fjórum leikjum.
- Dejan Lovren lék sinn 90. leik fyrir Liverpool. Hann hefur skorað fjórum sinnum.
- Nathaniel Clyne lék sinn 70. leik. Hann hefur skorað tvö mörk.
- James Milner lék sinn 60. leik. Hann hefur skorað 12 mörk í þeim leikjum.
- Liverpool hefur nú ekki náð að sigra West Ham United í síðustu fimm leikjum liðanna.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Jürgen Klopp: sem tekið var eftir leikinn.
Emre Can var meiddur og kom Adam Lallana inn í liðið í hans stað. Joel Matip var á hinn bóginn leikfær og tók stöðu sína í vörninni.
Liverpool byrjaði leikinn af miklum krafti og það var greinilegt að menn ætluðu að komast í gang eftir tapið í Bournemouth um síðustu helgi. Það kom ekki á óvart þegar liðið komst yfir eftir aðeins fimm mínútur. Sadio Mané sendi fyrir frá vinstri á Adam Lallana sem tók boltann niður og skoraði með skoti neðst í hornið rétt utan markteigs.
Michail Antonio náði skot að marki Liverpool nokkrum mínútum seinna sem Loris varði í horn. Annars hafði Liverpool öll völd þar til á 27. mínútu. West Ham fékk þá aukaspyrnu utan vítateigs nokkuð fyrir miðju marki. Dimitri Payet tók spyrnuna, kom boltanum yfir varnarvegg Liverpool og í markið. Loris hafði hönd á boltanum en náði ekki að verja eins og hann hefði átt að gera. Ekki nógu gott hjá Þjóðverjanum sem hefur verið gagnrýndur harðlega síðustu vikurnar.
Hamrarnir gáfu svo annað högg frá sér sex mínútum fyrir leikhlé. Löng sending kom fram, Joel Matip missti boltann yfir sig og Michail komst einn á móti Loris og sendi boltann auðveldlega framhjá honum. Gestirnir fögnuðu ógurlega enda hafði þeim gengið illa í síðustu leikjum. Það var furðulegt að Joel skyldi missa af boltanum en hann mun hafa breytt stefnu á leiðinni að honum. Loris var svo ekki nógu ákveðinn við að mæta Michail. Liverpool hóf aftur að sækja og Roberto Firmino skallaði rétt framhjá þegar þrjár mínútur voru til leikhlés. Furðuleg staða í hálfleik miðað við gang leiksins en ekkert við því að segja.
Dejan Lovren kom ekki til leiks eftir hlé vegna meiðsla en Ragnar Klavan tók stöðu hans. Það tók Liverpool aðeins þrjár mínútur að jafn metin. Sadio sýndi mikla þrautsegju vinstra megin og kom boltanum fyrir markið. Darren Randolph, markmaður West Ham missti boltann klaufalega yfir sig og Divock Origi sendi boltann í netið af stuttu færi.
Í stuttu máli sagt sótti Liverpool látlaust til leiksloka. Það gekk þó illa að skapa færi og sóknin var heldur bitlaus. Á 70. mínútu leit þó allt út fyrir að Liverpool hefði skorað þegar Jordan Henderson náði þrumuskoti af löngu færi sem stefndi upp í vinkilinn en Darren varði meistaralega með því að slá boltann yfir. Þrátt fyrir linnulausa sókn gekk ekki að ná nauðsynlegu sigurmarki. Eitt stig var því niðurstaðan sem var ekki nóg og mikil vonbrigði. Liverpool þarf að komast aftur á sigurbraut og það ekki seinna en strax!
Liverpool: Karius, Clyne, Lovren (Klavan 45. mín.), Matip, Milner, Henderson, Wijnaldum, Lallana, Mane, Origi og Firmino. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Moreno, Leiva, Alexander-Arnold, Ejaria og Woodburn.
Mörk Liverpool: Adam Lallana (5. mín.) og Divock Origi (48. mín.).
Gul spjöld: Roberto Firmino og Sadio Mané.
West Ham United: Randolph, Nordtveit, Reid, Ogbonna, Cresswell, Noble, Obiang, Ayew (Carroll 63. mín.), Lanzini (Fernandes 78. mín.), Payet og Antonio. Ónotaðir varamenn: Adrian, Fletcher, Quina, Browne og Pike.
Mörk West Ham United: Dimitri Payet (28. mín.) og Michail Antonio (39. mín.)
Áhorfendur á Anfield Road: 53.068.
Maður leiksins: Sadio Mané. Senegalinn var mjög duglegur og herjaði látlaust .
Jürgen Klopp: Við reyndum allt sem við gátum. Annað mark West Ham var úr aukaspyrnu og hitt var heppnismark. Þeir leiddu tvö eitt og við áttum mjög góðar sóknir og hefðum átt að skora meira. Maður hafði á tilfinningunni að við værum alltaf inni í vítateignum þeirra. Við þurftum bara svolitla heppni. Jafntefli er hvorki mjög gott eða mjög slæmt.
Fróðleikur
- Adam Lallana skoraði fimmta mark sitt á leiktíðinni.
- Divock Origi skoraði í sjötta sinn.
- Belginn er nú búinn að skora í síðustu fjórum leikjum.
- Dejan Lovren lék sinn 90. leik fyrir Liverpool. Hann hefur skorað fjórum sinnum.
- Nathaniel Clyne lék sinn 70. leik. Hann hefur skorað tvö mörk.
- James Milner lék sinn 60. leik. Hann hefur skorað 12 mörk í þeim leikjum.
- Liverpool hefur nú ekki náð að sigra West Ham United í síðustu fimm leikjum liðanna.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Jürgen Klopp: sem tekið var eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan