| Sf. Gutt
TIL BAKA
Sönn áramótagleði í boði Rauða hersins!
Það var ekki boðið upp á neina flugeldasýningu en Rauði herinn bauð upp á sanna áramótagleði í síðasta leik ársins á síðasta degi ársins. Liverpool lagði Manchester City að velli 1:0 í Musterinu og hélt eltingaleiknum við Chelsea áfram.
Það voru margir búnir að gagnrýna leiktímann á leik Liverpool og Manchester City og líklega vildu leikmenn liðanna og stuðningsmenn heldur vera að undirbúa hátíðarmat og áramótagleði heima við með fjölskyldu og vinum. En sjónvarpið ræður ferðinni og ekki var um annað að ræða en mæta til leiks síðdegis á síðasta degi árins. Emre Can kom inn í byrjunarliðið í stað Divock Origi. Ekki var um meiðsli að ræða heldur vildi Jürgen Klopp fá kraft Þjóðverjans inn í miðjuspilið.
Eins og við var að búast hófst leikurinn af krafti. Liverpool tók frumkvæðið og boltinn steinlá í marki Manchester City á 8. mínútu. Roberto Firminio sendi boltann af miðjunni út til vinstri á Adam Lallana sem lék aðeins fram áður en hann sendi hárnákvæma sendingu fyrir markið á Georginio Wijnaldum sem stangaði boltann í markið af miklum krafti. Frábær sókn og vel gert hjá Hollendingnum sem hefur verið magnaður í síðustu leikjum.
Liverpool hafði fastatök á leiknum í kjölfarið á markinu og gestirnir komust ekkert áleiðis. Sergio Aguero sást ekki í fyrsta leik sínum eftir fjögurra leikja bann og James Milner sá um að Raheem Sterling ógnaði ekkert á gamla heimavelli sínum. Hann þurfti líka að fást við áhorfendur sem létu hann heyra það við hvert tækifæri.
Á 28. mínútu slapp City með skrekkinn þegar James átti frábæra sendingu fram á Roberto sem var á auðum sjó. En því miður náði Brasilíumaðurinn ekki valdi á boltanum og ekkert varð úr. Ekki löngu seinna átti Emre Can skot rétt framhjá og yfirburðir Liverpool héldust fram að leikhléi.
City spilaði betur í síðari hálfleik og á 56. mínútu átti David Silva skot frá vítateig sem fór rétt framhjá. Jordan Henderson varð að fara af velli meiddur á 64. mínútu og kom Divock Origi inn á. Fyrirliðinn var meiddur á hæl en vonandi eru meiðsli hans ekki alvarleg. Það gat svo sem allt gerst enda forystan aðeins eitt mark en leikmenn Liverpool börðust eins og ljón, héldu yfirvegun sinni, gáfu engin færi á sér og fengu síðustu þrjú stig ársins sem voru í boði.
Það var fagnað af krafti þegar dómarinn flautaði til leiksloka. Það var ekki boðið upp á neina flugeldasýningu í Musterinu og flugeldarnir biðu kvöldsins. En Liverpool endaði árið 2016 eins vel og mögulegt var. Liverpool lagði liðið sem kom næst á eftir þeim og héldu í við Chelsea sem hélt sigurgöngu sinni áfram fyrr um daginn. Um meira var ekki hægt að biðja. Rauði herinn heldur vonandi áfram á sömu braut á árinu 2017 sem lofar sannarlega góðu! Gleðilegt nýtt ár :)
Liverpool: Mignolet, Clyne, Lovren, Klavan, Milner, Henderson (Origi 64. mín.), Wijnaldum, Can, Lallana, Mane (Leiva 90. mín.) og Firmino. Ónotaðir varamenn: Karius, Moreno, Alexander-Arnold, Ejaria og Sturridge.
Mark Liverpool: Georginio Wijnaldum (8. mín.).
Gul spjöld: Ragnar Klavan og Emre Can.
Manchester City: Bravo, Zabaleta (Navas 86. mín.), Stones, Otamendi, Kolarov, Fernandinho, Toure (Iheanacho 89. mín.), Sterling, Silva, De Bruyne og Aguero. Ónotaðir varamenn: Caballero, Sagna, Clichy, Fernando og Garcia.
Gult spjald: Nicolás Otamendi.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.120.
Maður leiksins: Georginio Wijnaldum. Hollendingurinn hefur verið magnaður í síðstu leikjum og hefur leikið æ betur eftir að hafa átt erfitt uppdráttar framan af leiktíðinni. Markið hans var frábært og sannarlega góður áramótaglaðningur.
Jürgen Klopp: Auðvitað var þetta erfiður leikur. City er með virkilega gott lið. Það var á hreinu í dag að við þurftum að spila mjög þétt. Ef maður spilar ekki svoleiðis á móti City fer illa. Við stóðum okkur vel og ég man ekki til þess að City hafi fengið mörg færi. Í því felst kannski mesta hrósið fyrir liðið mitt.
- Georginio Wijnaldum skoraði annað mark sitt á leiktíðinni.
- Markið var það 87. sem Liverpool skoraði á árinu 2016. Það er metjöfnun frá árinu 1985.
- Liverpool vann fjóra síðustu leiki sína á árinu 2016.
- Liverpool hefur unnið síðustu fjóra deildarleiki sína á móti Manchester City.
- Þetta var í 17. sinn sem Liverpool spilar á Gamlársdag.
- Þetta var 24. leikur Liverpool í röð án taps á Anfield Road.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal sem tekið var við Jürgen Klopp eftir leikinn.
Það voru margir búnir að gagnrýna leiktímann á leik Liverpool og Manchester City og líklega vildu leikmenn liðanna og stuðningsmenn heldur vera að undirbúa hátíðarmat og áramótagleði heima við með fjölskyldu og vinum. En sjónvarpið ræður ferðinni og ekki var um annað að ræða en mæta til leiks síðdegis á síðasta degi árins. Emre Can kom inn í byrjunarliðið í stað Divock Origi. Ekki var um meiðsli að ræða heldur vildi Jürgen Klopp fá kraft Þjóðverjans inn í miðjuspilið.
Eins og við var að búast hófst leikurinn af krafti. Liverpool tók frumkvæðið og boltinn steinlá í marki Manchester City á 8. mínútu. Roberto Firminio sendi boltann af miðjunni út til vinstri á Adam Lallana sem lék aðeins fram áður en hann sendi hárnákvæma sendingu fyrir markið á Georginio Wijnaldum sem stangaði boltann í markið af miklum krafti. Frábær sókn og vel gert hjá Hollendingnum sem hefur verið magnaður í síðustu leikjum.
Liverpool hafði fastatök á leiknum í kjölfarið á markinu og gestirnir komust ekkert áleiðis. Sergio Aguero sást ekki í fyrsta leik sínum eftir fjögurra leikja bann og James Milner sá um að Raheem Sterling ógnaði ekkert á gamla heimavelli sínum. Hann þurfti líka að fást við áhorfendur sem létu hann heyra það við hvert tækifæri.
Á 28. mínútu slapp City með skrekkinn þegar James átti frábæra sendingu fram á Roberto sem var á auðum sjó. En því miður náði Brasilíumaðurinn ekki valdi á boltanum og ekkert varð úr. Ekki löngu seinna átti Emre Can skot rétt framhjá og yfirburðir Liverpool héldust fram að leikhléi.
City spilaði betur í síðari hálfleik og á 56. mínútu átti David Silva skot frá vítateig sem fór rétt framhjá. Jordan Henderson varð að fara af velli meiddur á 64. mínútu og kom Divock Origi inn á. Fyrirliðinn var meiddur á hæl en vonandi eru meiðsli hans ekki alvarleg. Það gat svo sem allt gerst enda forystan aðeins eitt mark en leikmenn Liverpool börðust eins og ljón, héldu yfirvegun sinni, gáfu engin færi á sér og fengu síðustu þrjú stig ársins sem voru í boði.
Það var fagnað af krafti þegar dómarinn flautaði til leiksloka. Það var ekki boðið upp á neina flugeldasýningu í Musterinu og flugeldarnir biðu kvöldsins. En Liverpool endaði árið 2016 eins vel og mögulegt var. Liverpool lagði liðið sem kom næst á eftir þeim og héldu í við Chelsea sem hélt sigurgöngu sinni áfram fyrr um daginn. Um meira var ekki hægt að biðja. Rauði herinn heldur vonandi áfram á sömu braut á árinu 2017 sem lofar sannarlega góðu! Gleðilegt nýtt ár :)
Liverpool: Mignolet, Clyne, Lovren, Klavan, Milner, Henderson (Origi 64. mín.), Wijnaldum, Can, Lallana, Mane (Leiva 90. mín.) og Firmino. Ónotaðir varamenn: Karius, Moreno, Alexander-Arnold, Ejaria og Sturridge.
Mark Liverpool: Georginio Wijnaldum (8. mín.).
Gul spjöld: Ragnar Klavan og Emre Can.
Manchester City: Bravo, Zabaleta (Navas 86. mín.), Stones, Otamendi, Kolarov, Fernandinho, Toure (Iheanacho 89. mín.), Sterling, Silva, De Bruyne og Aguero. Ónotaðir varamenn: Caballero, Sagna, Clichy, Fernando og Garcia.
Gult spjald: Nicolás Otamendi.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.120.
Maður leiksins: Georginio Wijnaldum. Hollendingurinn hefur verið magnaður í síðstu leikjum og hefur leikið æ betur eftir að hafa átt erfitt uppdráttar framan af leiktíðinni. Markið hans var frábært og sannarlega góður áramótaglaðningur.
Jürgen Klopp: Auðvitað var þetta erfiður leikur. City er með virkilega gott lið. Það var á hreinu í dag að við þurftum að spila mjög þétt. Ef maður spilar ekki svoleiðis á móti City fer illa. Við stóðum okkur vel og ég man ekki til þess að City hafi fengið mörg færi. Í því felst kannski mesta hrósið fyrir liðið mitt.
Fróðleikur
- Georginio Wijnaldum skoraði annað mark sitt á leiktíðinni.
- Markið var það 87. sem Liverpool skoraði á árinu 2016. Það er metjöfnun frá árinu 1985.
- Liverpool vann fjóra síðustu leiki sína á árinu 2016.
- Liverpool hefur unnið síðustu fjóra deildarleiki sína á móti Manchester City.
- Þetta var í 17. sinn sem Liverpool spilar á Gamlársdag.
- Þetta var 24. leikur Liverpool í röð án taps á Anfield Road.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal sem tekið var við Jürgen Klopp eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan